Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 10
Úr gróðurhúsi Garðyrkjuskóla ríkisins. Efniviður úr seinni Alaskaför Óla Vals og félaga. alveg þeim árangri sem ég vænti. Það rætist ekki allt sem maður lætur sig dreyma um. Þó eru nokkrir klónar sem lofa góðu, og ég held við ættum að leggja mikla áherslu á að nota elri hér eins og hægt er, ekki síst í skjólbelti. Skjólbeltaefniviður- inn hér er ennþá allt of einhæfur. Við erum of mikið með sömu tegundirnar og býsna fáar tegundir sem spretta hratt og lifa tiltölulega stutt einsog víðir, en þetta stendur allt til bóta því menn eru að byrja að fikra sig áfram með þetta. Á árunum 1950-51 þegar ég var að glugga í flórur Alaska og Kamt- sjatka greip mig einnig sú hugdetta að komast til Kamtsjatka en á því voru vitaskuld engir möguleikar þá. Þetta var lokað land og hefur verið, allar götur til 1991. Þá fyrst fer það að opnast svolítið og árið 1993 skrepp ég austur til Magadan sem er aðalborgin í hinu víðáttumikla Magadanhéraði við Okotskahaf, innhaf við Kamtsjatkaskaga. Þar er ég í hálfan mánuð að spjalla við heimamenn og leiðbeina ofurlítið í gróðurhúsarækt því þeir rækta heilmikið af gúrkum og tómötum þar austur frá. Gróðurhús þeirra eru upphituð með kolurn, bæði glerhús og plastdúkahús. Það hafði verið hérna kona á ferð- inni frá Magadan, rússneskur grasa- fræðingur, sem heitir Alexandra Berkutenko. Hún var milligöngu- maður um það að fá mig austur til þess að líta á ræktunina. Ég var þarna í 14 daga um veturinn, og það var mikill snjór og mikill gaddur. Það var farið með mig út á freð- mýrar og hafði ég mjög gaman af því. Farið var á stórum flutninga- bflum um óravegu, eða 200 km austur, beinustu leið yfir ár og vötn því allt var gaddfreðið. Þarna úti á túndrunni safnaði ég græðlingum og elrifræi og Rúss- arnir voru alveg sannfærðir um að það hefði enginn gert að vetrarlagi, fyrr né síðar, a. m.k. ekki á skíðum. Ég veit ekki betur en að þetta fræ hafi reynst ágætlega, að minnsta kosti spíraði það vel hjá þeim sem reyndu það. Ég fór að ræða við Alexöndru um hvort hún áliti að unnt væri að kom- ast til Kamtsjatka í söfnunarferð. Hún taldi að það kynni að geta orð- ið og að hún hefði jafnvel áhuga á að skreppa með og liðsinna. Það þótti mér góð tíðindi, því hún hafði kornið þar áður í tvígang og var duglegur og glöggur grasafræð- ingur. Að fengnum tilskyldum leyfum fór ég austur til Magadan í ágúst- mánuði 1993 ég fór sömu leið til að fjármagna ferðina eins og 1985, leitaði til opinberra stofnana, bæjar- félaga, fyrirtækja og einstaklinga og kostaði einnig nokkru til sjálfur. Ég tók með mér Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfé- lags íslands, og það vildi svo vel til að hann átti kunningja þar austur frá. Þeir eru með fyrirtæki og hafa starfað í útgerð og fiskvinnslu og að öðrum framkvæmdum. Fyrirtækið heitir Tamara og er í eigu Kamtsjatkabúa og Islendinga. Hafa Islendingarnir verið að smíða sundlaug, leggja hitaveitu og ganga frá gisti- og félagsheimili fyrir starfsfólk útgerðarfyrirtækis eins. Ennfremur hafa Islendingar tekið þátt í að smíða seiðaeldisstöð (Virkir-Orkind) og hafa miðlað af sérþekkingu sinni í jarðhitarann- sóknum. Þeir eru búnir að koma sér vel fyrir þarna og hafa getið sér gott orð. Það varð úr að ég fór fyrst til Magadan og samdi við Alexöndru um aðstoð sem safnari og túlkur en Brynjólfur hélt beina leið til Kamt- sjatka. Að þrem vikum liðnum fór- um við Alexandra til Kamtsjatka; hafði ég þá fengið leyfi til að safna efnivið á býsna mörgum stöðum á skaganum til að fara með heim. Það var þó alls ekki fylgst grannt með okkur svo að við fórum á held- ur fleiri staði en við höfðum fengið leyfi fyrir. Skaginn er stór og strjálbýll. Við sóttumst fyrst og fremst eftir trjám og runnum, en einnig nokkuð eftir grösum. Ég hélt áfram að hirða mel, hvar sem ég sá hann. Við leigðum stóra þyrlu í fjóra daga og fórum vítt yfir í söfnunar- ferðir. Með þriggja manna áhöfn vorum við tólf sem fórum í ferða- lagið: Þrír Islendingar, því við buð- um með okkur Sigurði Ingólfssyni, sem starfaði hjá Tamara-fyrirtæk- inu, hitt voru Rússar sern sýsluðu hjá Vistfræðistofnuninni aj Kamt- sjatka, sem hafði veitt okkur leyfið; þetta var eftirlits- og skrifstofufólk. Einnig var ein kona með, bresk að uppruna; hún var frá Hong-Kong. Hún var á ferðalagi þarna austur frá og var búin að ferðast um austur- hluta Síberíu og Kamtsjatka í eina tvo mánuði, alein, fimmtug og ferð- aðist bara á puttanum; talaði enga rússnesku en bjargaði sér samt alveg ótrúlega vel, var eldklár. Framliald á bls. 317. 322 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.