Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 22
Átöppunarvél og kassar fyrir mjólkurflöskur í mjólkurhúsinu. Öll mjólkin er seld ógerilsneydd samkvœmt sérstöku leyfi. (Ljósm. Ó.R.D.) Vorzugsmilch vom Eichwaldhof Verkauf ab Hof Mjólkurbíll búsins viö mjólkurhúsið. Það sem ekki er selt beint í búðinni er flutt í matvöruverslanir í nágrenninu og selt á 45% hœrra verði en almennt gerist. (Ljósm. Ó.R.D.) Anker og Peter Förster (á miðri mynd) í búð sinni á Eichwaldhof. Bemward Geier, framkvœmdastjóri IFOAM (með gleraugu til hœgri á myndinni), þá mjólkurglas með þökkum eins og við hin. (Ljósm. Ó.R.D.) átöppunarbúnaði fyrir flöskur og þvottaaðstaða fyrir þær. Notaðar eru hálfs og eins lítra flöskur úr brúnu gleri og er öll mjólkin seld beint til neytenda ógerilsneydd, kæld í 4 °C, á 45% hærra verði en almennt gerist. Að hluta er mjólkin seld beint úr eigin búð sem er sambyggð mjólkurhúsinu en að hluta er hún flutt í sérstökum bfl búsins í verslanir í nágrenninu. Heilbrigðis- eftirlit er strangara en almennt ger- ist vegna þess að mjólkin er ekki gerilsneydd, en fram kom í upplýs- ingum frá rannsóknarstofu að mun minna er um gerla í lífrænu mjólk- inni frá Eichwaldhof en almennt gerist og sumir gerlar sem venju- lega finnast í mjólk í Þýskalandi þekkjast ekki á búinu. Fari mjólk upp fyrir 8 °C í verslun eða verði eldri en þriggja daga eiga þau á hættu að tapa leyfi til að selja mjólk með þessum hætti og því leggja þau hart að sér til að uppfylla hinar ströngu gæðakröfur í hvívetna. Reyndar er lífræni búskapurinn mjög krefjandi. Þótt efnanotkun sé mun minni er notað meira vinnuafl og er framleiðslukostnaður venju- lega nokkru hærri en í almennum búskap. Það kostar peninga að vemda umhverfið og framleiða hollustuvörur og þeim neytendum fer greinilega fjölgandi í Þýskalandi sem kunna að meta lífrænu vömmar þótt dýrari séu. Peter sagði okkur að einnig væri hægt að senda lífræna mjólk í sérstök mjólkursamlög og er framleitt töluvert af lífrænum vinnsluvörum svo sem jógúrt og osti eins og fram kom á BIO FACH sýningunni. A þeim vörum virtist verðið vera um 30% hærra en hið almenna. En víkjum nú nánar að verslunarrekstrinum á Eichwaldhof sem kona Peters, Anker, annast að mestu. Lífrœn matvörubúð I lítilli hliðarbyggingu við hlöð- una og í tengslum við mjólkurhúsið er búð þar sem seldar eru margvís- legar lífrænar matvörur, bæði frá búinu og öðrum vottuðum lífrænum framleiðendum. Þeirra á meðal eru innlluttar nýlenduvörur svo sem te, kaffi, kakó, þurrkaðir ávextir og kornmeti. Búðin er snyrtileg, með einfaldar og hagkvæmar innrétt- 334 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.