Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 25
* Lífrænn landbúnaður. Veitt er framlag til þeirra bænda sem ákveða að breyta um frá hefð- bundnum búskap og taka upp líf- ræna framleiðslu, svo og til þeirra sem þegar eru komnir á veg með slíka framleiðslu. Til aðlögunar að lífrænum fram- leiðsluháttum geta menn fengið framlag í tvö ár; 3.154 kr./ha á árinu 1995, 2.878 kr./ha á árinu 1996. Auk þess eru frantlög til þeirra sem stunda lífræna framleiðslu; 6.882 kr./ha árið 1995 og 5.162 kr./ha 1996. Framlög í þessum flokki eru einnig til að draga úr áburðarnotkun eftir ákveðnum reglum: 6.022 ki‘./ha árið 1995 og 4.588 kr./ha á árinu 1996. Á sérstaklega viðkvæmum svæðum (gagnvart mengun) eru þessi framlög 8.488 kr./ha 1995 og 7.054 kr./ 1996. Metið er að þessi framlög nemi sem svarar 40% af þeim kostnaði sem fylgir áætluðum breytingum. * Skjólbeltaræktun á félags- legum grundvelli nýtur framlaga þar sem þau eru gerð til að skýla ræktunarlöndum, þ.e. akurlandi, útiræktun matjurta og gróðrar- stöðvum og svipaðri ræktun. Til sex eða sjö raða skjólbelta geta menn fengið allt að 70% af kostnaði sem framlag. Framlög fást jafnframt til endur- nýjunar gamalla skjólbelta, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Gera þarf áætlanir um gerð beltanna og fullnægja ýmsum öðrum skilyrðum. Til kostnaðar við beltin má telja: - hreinsun gamalla belta, - jarðvinnslu fyrir plöntun, - kaup á plöntum, - vinnu við plöntun í beltin og - viðhald á beltunum fyrstu þrjú árin. Önnur belti en að framan eru talin geta notið 50% framlags. * Skjólbeltaræktun á einstök- uni jörðum getur notið stuðnings þegar svo hagar til að þær geti ekki verið með í skjólbeltafélögum, t.d. vegna legu jarðanna, og nemur þá stuðningur allt að 50% af kostnaði bundið svipuðum ákvæðum og ef um félagsræktun væri að ræða. Tilskuds- muligheder i landbruget _ * Verndun, umhirða og endur- heimt náttúruverðmæta og ein- stakra náttúrufyrirbæra getur notið stuðnings hvort sem er á vegum einstaklinga eða samtaka. Hér getur bæði verið um að ræða lán eða bein framlög. Sem dæmi um þetta eru teknir hlutir eins og að vernda og/eða hreinsa uppsprettur, tjamir, læki eða vötn, vemda gamlar engjar eða beitilönd. Ennfremur aðgerðir til að auka útilífsgildi landsvæða; gera göngustíga og áningarstaði og jafnvel tjaldsvæði. Skógrækt á bújörðum. Skil- yrði fyrir því að menn fái þessi framlög eru þau að um sé að ræða land sem fellur undir ákvæði um landbúnaðamotkun (landbruspligt- ige arealer). Þá geta menn fengið framlög til að planta skógi, lauf- skógi eða barrskógi, eða til að planta í skógarbelti (skovbryn). Framlög eru mismunandi eftir svæðum og hærri þar sem landið er flokkað sem skógræktarland á svæðaskipulagi. Framlagið er í mörgum tilfellum ákveðið sem hundraðshluti af framkvæmda- kostnaði og getur mest orðið 75% af viðurkenndum kostnaði ef unt skógræktarsvæði er að ræða, en 50% utan þeirra. Til framkvæmdarkostnaðar má telja: - launakostnað, m.a. við gróður- setningu, - kostnað við plöntukaup eða frækaup, - leigu fyrir tækjakost (gróður- setningarvélar o.þ.h.), - efniskaup, svo sem til girðinga og til vegalagna, - kostnað við áætlanagerð og skipulag. Auk þess getur verið um að ræða stuðning við umhirðu nýskóganna fyrstu fimm árin. All mikið hærra framlag er veitt til ræktunar laufskóga en barrskóga og nemur það að jafnaði 458.000 kr./ha eða 75% af viðurkenndum kostnaði, en til ræktunar barrskóga er venjulegt framlag þar 172.000 kr./ha eða 60% af viðurkenndum kostnaði. Til plöntunarinnar einnar eru framlög til laufskóga 344.100 kr./ha, til barrskóga 103.230 kr./ha á skógræktarsvæðum, en utan þeirra 229.400 kr./ha á laufskóga og 68.820 kr. á barrskóga. Framlög til umhirðu geta numið frá 68.820 kr./ha niður í 13.764 kr./ha. * Hirðing, meðferð og endur- nýjun skóga. Til þessa fást framlög undir ýmsum forsendum og skulu hér nefnd fáein dæmi: Til grisjunar og hreinsunar laufskóga fást að hámarki 11.470 kr./ha og það sama fyrir barrskóga. Endurnýjun (endurplöntun), lélegra skóga (vanhirtra og hægvaxta skógarsvæða), endur- nýjun skóga sem hafa orðið fyrir skaða vegna skordýra eða veður- fars, sama upphæð og sama fyrir endurnýjun skógarbelta í nágrenni bæja. Ennfremur eru framlög veitt til vegagerðar, framræslu í skógum og til þess að gera ræktunar- og rekstraráætanir. Það sem telst fram- lagshæfur kostnaður er hér svipað og um aðra hluti; launakostnaður, kostnaður við leigu véla og tækja, vegna plantna og fræs, efnis- kostnaður, skipulagsvinna og áætl- anagerð. * Verndun og viðhald laufskóga í því skyni að varðveita yfirbragð landsins, viðhalda einstökum trjá- lundum, planta trjám þar sem þau eldri eru að falla o.s.frv. Allt getur 8.'95- FREYR 337

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.