Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 34
Bœndaskólinn á Hólum Útskrift búfrœöinga vorið 1995 Haustið 1993 var námi við Hændaskólann á Hólum breytt á þann vega að það er nú eins árs nám sem stendur samfellt frá september til ágúst. Aðalútskrift búfræðinga fer þannig nú fram í ágúst. Hinn 27. maí sl. voru hins vegar útskrifaðir fímm búfræðingar, allir af hrossaræktarbraut, sem lokið höfðu bóklegu námi vorið 1994 en höfðu frestað verknámi. í ræðu sem Jón Bjarnason hélt við útskriftina sagði hann frá því að fyrir lægi álitsgerð um aukna verkaskiptingu milli bændaskól- anna á Hólum og Hvanneyri og Garðyrkjuskólans á Reykjum, sem unnin hefði verið að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Samkvæmt henni verður Hóla- skóli miðstöð rannsókna og kennslu á sviði hrossaræktar og hesta- mennsku, og fiskeldis og silungs- rannsókna. Þá verður byggt upp á Hólum nám og þróunarstarf á sviði hlunnindabúskapar og ferðaþjón- ustu í sveitum. Búfrœðingarfrá Hólum voríð 1995. Fremri röðfrá vinstri: Helga Thoroddsen, Ólína Asgeirsdóttir. Aftari röðfrá vinstrí: Ingólfur K. Asgeirsson, Halldór Halldórsson og Magnús Bjarki Jónsson. Búfrœðingar útskrifaðir vorið 1995 frá Hólum Hrossaræktarbraut. Halldór Halldórsson, Langholtsvegi 162, Reykjavfk. Helga Thoroddsen, Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi, Árnessýslu. Ingólfur Kristinn Ásgeirsson, Stórasvæði 4, Grenivík. Magnús Bjarki Jónsson, Stóragerði 21, Hvolsvelli. Ólína Ásgeirsdóttir, Akurholti 19, Mosfellsbæ. ins að nánast ekki sést rjúpa. Ég tel því rétta ákvörðun að stytta ve<*i- tímabilið. Á hinn bóginn á að vera óhætt að veiða töluvert af gæs og nú hrekkur vafalaust einhver við, ég tel að leyfa ætti veiði á álftinni lfka. Hvað reglu nr. 2 áhrærir hefur maður heyrt svo margar veiðisögur þar sem fram kemur ótrúleg snilld dýrsins í að snúa á veiðimanninn að það styður þessa skoðun fullkom- lega. Hvað þriðju og fjórðu reglu varðar þá skýra þær sig sjálfar. Markmið Landverndar Hvernig getur skotveiði sam- rýmst samtökum eins og Land- vernd. Markmið Landverndar eru fjögur. Annað markmið Landverndar er „að stuðla að almennri náttúruvernd ásamt heilbrigðu útilífi lands- manna.“ Fjórða markmið Landvemdar er „að vinna að skipulegri notkun og hagkvæmari nýtingu lands og sjávar“. Ekki gætir öfga í þessum mark- miðum og því getur veiðiskapur sem byggir á þeim grundvallar- reglum sem ég taldi upp hér að framan fallið að markmiðum Land- verndar. Góðir ráðstefnugestir, í upphafi máls míns vitnaði ég í sköpunar- söguna og um grísku heimspek- ingana og að þeir hefðu lagt grunn- inn að náttúruvísindum seinni tíma. Hvernig þeir veltu fyrir sér hvernig allt var og er breytingum undir- orpið. Ég velti líka upp spurning- unni: Er maðurinn herra jarðarinnar og getur ráðskast með hana að vild eða er hann hluti af náttúrunni? Fyrir mitt leyti svara ég spurn- ingunni þannig: Maðurinn telur sig oft vera herra jarðarinnar og hefur of oft ráðskast með hana, sér og umhverfi sínu til tjóns. Ég trúi því líka að sú þekking sem við höfum aflað okkur og eigum eftir að afla muni breyta sjónarmiðum okkar til umhverfis okkar, án þess að ein- hverjar öfgvastefnur verði þar ráð- andi. Veiðiskapur eins og skotveiði á rétt á sér, en hann verður að vera í sátt við landið og náttúru þess og þá sem landið byggja og þannig að við röskum ekki eðlilegu jafnvægi í lífkeðjunni. Rœða flutt á ráðstefhu Skotveiðifélcigs lslands lO.júní 1995. Höfundur er stjómar- maður í Landvernd og var fulltrúi samtak- anna á ráðstefnunni. 346 FREYR - S."95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.