Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 13
Forsenda ráðgjafar er útteki á ástandi fiskistofna. Prufutaka við Eskihlíðarvatn. Ljósm. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. fiskar og ánetjast gjarnan í smærri möskva. Veiðiálag á þessa fiska verður þá mun meira en aðra og slfkt veiðifyrirkomulag oft ódýr afsökun fyrir því að veiða ofan af stofnum. Þegar ástand fiskjar er gott til, að mynda vegna áhrifa veiða eða árferðis, getur það gerst að stærstur hluti bleikjustofns nýti sér gott ástand til þess að taka út meiri vöxt í stað þess að hrygna tiltekin ár. Þá er rétt að miða netamöskva og veiðisókn við þá fiskstærð þar sem talið er að hægist á vexti hjá meginhluta stofnsins. Ef beðið er næsta árs má vera að bataskeiðinu sé lokið og fiskgæði rýrari. Það er hins vegar rétt að bíða með veiðar þegar bleikjustofnar eru ofveiddir en slíkt er afar sjaldgæft og gerist vart nema þar sem tímgunarmögu- leikum eru takmörk sett eins og algengt er hjá urriða. I stofnum þar sem breytileiki í lífsögu, eins og vexti og kynþroskastærð, er mikill og kynþroskaaldur dreifist á fleiri ár er rétt að miða við meira en eina möskvastærð neta til þess að nýta stofninn sem best. Það er engin ein rétt ráðgjöf og sú ráðgjöf sem á við í dag á ekki endilega við á næsta ári því að við þurfum að laga okkur að sveiflum í náttúrunni. Fæðufram- boð og samkeppni getur aukist eða minnkað með tilheyrandi áhrifum á vöxt, kynþroskaaldur og stærð. Mikilvægt er að hafa nýtingar- fyrirkomulag sem sveigjanlegast til þess að geta tekið mið af breyttum aðstæðum. Þannig verða veiðarnar hagkvæmastai' og hafa jákvæðust áhrif á gæði stofnsins. Til þess að það megi takast verður að endur- skoða veiðiráðgjöf reglulega. Ákveðið nýtingarform getur bæði verið til góðs og ills ekki einungis fyrir viðkomandi fiskistofn heldur einnig í ljósi þeirra markmiða sem sett eru með nýtingunni. Til þess að ráðgjöf verði sem árangursríkust er mikilvægt að góðar skýrslur séu haldnar um allan afla. Veiðar og verndun fiskistofna Það fyrirkomulag netaveiði sem rætt er hér að framan er til þess fallið að auka hagkvæmni veiða jafnframt því að vernda fiskistofna fyrir skakkaföllum. Með þessu móti er staðinn vörður um lífsögulegan breytileika innan hvers stofns og komið í veg fyrir að veiðarnar hafi veljandi áhrif á eiginleika eins og vöxt, kynþroskaaldur og stærð og atferli. Með því að veiða aðeins hraðvaxta fiska, ránfiska og þá sem ná ákveðinni stærð á meðan aðrir sleppa við veiði erum við hins vegar að breyta eiginleikum viðkomandi stofna. Áhrif veiða á silungsstofna Rannsóknir sem ég hef staðið að um nokkurra ára skeið ásamt ýmsum félögum í Vatnafangi félagi veiðibænda eru nú að skila mikilvægum niðurstöðum. Þessar rannsóknir hafa miðað að því að kanna áhrif mismunandi nýtingar með netum á ástand fiskistofna og stangveiði. Við val á veiðimöskva hefur verið stuðst við þá reglu sem ég setti fram hér að framan. Beitt hefur verið mismikilli veiðisókn á milli vatna, allt frá engri upp í um 20 kg á hektara árlega. Allur afli hefur verið nákvæmlega skráður og ástand fiskistofnanna rannsakað gaumgæfilega á hverju ári. Á meðal athygliverðra niðurstaðna eru þær að árgangastyrkleiki bleikju virðist fremur ráðast af samkeppni innan og á milli árganga, samkeppni við aðrar tegundir og árferði heldur en fjölda hrygningarfiska. í vötnum þar sem hrygningarskilyrði eru góð virðist hrygning oftast verða svo mikil að aðrir takmarkandi þættir svo sem samkeppni, afrán og árferði ráði mestu um hve mörg seiði komast á legg. Árgangastyrkleiki virðist að miklu leyti ráðast á tveimur til þremur fyrstu árunum. Þegar mikið er veitt af eldri fiski minnkar því afrán og samkeppni við yngri fisk um pláss og fæðu. Stórtækar veiðar virðast því auka nýliðun fremur en hitt þrátt fyrir að hrygningarfískum fækki til muna. Heildarlífþungi vatnanna breytist því ekki mikið og er mjög fljótur að komast í fyrra horf. Það er nánast óvinnandi vegur að veiða yngsta og smæsta fískinn. Því er ekki sjálfgefið að árlegt veiðiálag er næmi 20 kg á hektara skilaði meiri vænleika fiska en yrði við 10 kg á hektara veiði. Vandasamara er að stunda meiri veiði heldur en minni því að mikil veiði hefur meiri áhrif á samspil á milli tegunda og árganga. Meiri afla fylgja aftur á móti meiri tekjur. Allt snýst þetta því um markmið. Þessum niður- stöðum verða gerð betri skil síðar. Rétt stundaðar veiðar geta haft jákvæð áhrif á gæði fískjar. Fyrstu áhrifin sem fólk verður vart við eru aukinn holdlitur og meiri holdgæði auk þess sem minna verður um sníkjudýr. Fiskar verða einnig 8.’95- FREYR 325

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.