Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 19

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 19
tölum um kostnað og tekjur á búreikningsbúum Hag- þjónustu landbúnaðarins fyrir árið 1993. í dæminu í töflu 1 eru sauðfjárbú úr búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 1993. Hér er reiknuð út greiðslugeta á ærgildi miðað við tvær mismunandi meðal bústærðir og miðað við það að launakrafa á ærgildið sé hin sama á báðum búum, óháð bústærð. Launakrafa á ærgildið var 4.095 kr. samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli 1993. (Þessi liður er 4.115 kr. 1. september. 1994). Tafla 2 sýnir útreikninga á þeim tekjum sem fást myndu eftir eitt eða fleiri ár, færðar til núvirðis eða verðmæti dagsins í dag m.t.t. vaxtastigs. Meðal- raunvextir af verðtryggðum skuldabréfum munu vera um 8,9%. Gerð er krafa til þess að kaupin á greiðslu- markinu skili þessum vöxtum ásamt 3,6% umframvöxt- um sem eru til þess að mæta þeirri áhættu sem felst í kaupunum. Áhættan hér felst t.d. í væntanlega áfram- haldandi flötum niðurskurði á greiðslumarki sauðfjár- bænda. Ekki er gert ráð fyrir að fjárfest sé í byggingum og að fjölgun bústofns nemi ekki meiru en tekjufærslan vegna bústofnsaukningar í þessu dæmi. Þá rennur búvörusamningurinn út árið 1998 þannig að framtíð sauðfjárræktarinnar er óviss. Eins og taflan sýnir getur stærra búið greitt aðeins meira fyrir greiðslumarkið en það minna, en þar munar þó ekki miklu. Ef launaliðurinn er lækkaður eykst greiðslugetan. Fjárfestingar í vélum og tœkjum Er svigrúm til þess að endurnýja vélar og tæki? Þarf að endumýja og þá hvenær? Hægt er að leggja mat á endumýjunarfjárfestingar og hvort það borgi sig að endumýja. Útreikningar í einfaldasta formi ganga út á að reikna og bera saman kostnað við að eiga gömlu vélina áfram eða að selja hana og kaupa nýja. Ef ætlunin er að endumýja gamla vél er fyrst reiknaður út árlegur kostnaður við hana. Vextir og afskriftir reiknast út frá markaðsverði hennar, þ.e. því verði sem vélin myndi seljast á í dag. Ástæðan fyrir því er sú að valið stendur á milli tveggja möguleika: - að nota gömlu vélina áfram og/eða - að selja hana og kaupa nýja. Sé fyrri möguleikinn valin er söluverði gömlu vélarinnar/órnad, þ.e. það fé sem fengist hefði við sölu er bundið áfram í gömlu vélinni. Lítum á tilbúið dæmi: Jón bóndi á gamla sláttuvél sem hann ætlar að endist honum í a.m.k. tvö ár enn. Hann getur fengið sem svarar 1 Framlegð er einföld aðferð til þess að meta arðsemi búsins. Með arðsemi er átt við hve miklu hver framleiðslueining eða búið sem heild, skilar upp í fastan kostnað og laun að breytilegum kostnaði greiddum. 2 Meðalvextir skv. upplýsingum frá Seðlabanka íslands eru 8,9% á verðtryggðum skuldabréfum, í júní 1995 að viðbættum 3.6% til að mæta áhættuþáttum fjárfestingar. 10.000 kr. ef hann skiptir henni upp í nýja sem kostar 90.000 kr. Áætlað er að nýja vélin myndi endast í 8 ár og að þeim tíma liðnum yrði hægt að selja hana á 12.000 kr. Rekstrarkostnaður gömlu vélarinnar er 15.000 kr. á ári en 3.000 kr. á nýju vélinni. Reiknivextir eru 12,5%. Út frá þessum upplýsingum reiknar Jón út árlega meðalvexti og gerir áætlun: Árl. vaxtakostnaður Gömul vél ........ (10.000+ 0)x 12,5 2 x 100 Árl. vaxtakostnaður Ný vél ........... (90.000+12,000) x 12,5 2 x 100 625 kr. 6.375 kr. Síðan reiknar Jón meðalkostnað á ári við hvora vél, að meðtöldum vöxtum: Gömul vél Ný vél Meðalvextir (12,5%) .......... Afskrift gömul vél = 10.000/2 ... Afskrift ný vél (90.000-12.000)/8 Annar kostnaður/rekstur viðhald 625 kr. .6.375 kr. 5.000 kr. 9.750 kr. 15.000 kr. 3.000 kr. Samtals 20.625 kr. 19.095 kr. Þegar staðið er frammi fyrir því að þurfa að endurnýja gömul tæki er ágætt að hafa þá reglu í huga, að þegar kostnaður við gömlu tækin er orðin meiri heldur en kostnaðurinn við að fjárfesta í nýjum, er orðið tímabært að endurnýja þau. Samkvæmt útreikningum Jóns, borgar sig því fyrir hann að endurnýja vélina þar sem árlegur kostnaður við nýju vélina er minni en árlegur kostnaður við þá gömlu. Lokaorð Hér að framan eru sett upp dæmi til leiðbeininga, annars vegar um hver greiðslugetan er fyrir ærgildið í greiðslumarki miðað við tiltekna bústærð og launakröfu, og hins vegar hvort endumýjun gamalla véla borgi sig. Á því augnabliki sem áætlun um fjárfestingu er gerð getur hún verið „rétt“, og tímabær miðað við þær aðstæður er ríkja í rekstrarumhverfi búsins. Hafa ber í huga að það verður alltaf ákvörðun og mat hvers og eins bónda hvort rekstur hans geti staðið undir fjárfestingum. Valið stendur alltaf milli tveggja möguleika, að endurnýja (fjárfesta) eða að láta það eiga sig. Því er mikilvægt að huga vel að áætlanagerðinni áður en fjárfest er, því að kapp er best með forsjá. 8. '95 - FREYR 331

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.