Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 35

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 35
Nöfn kúnna Jón Viðar Jónmundsson Það hefur um aldir verið góður siður bœnda á íslandi að gefa búfé sínu nöfn. Fyrir íslenskum bœndum hefur hver og einn einstaklingur í hjörðinni haft sín einkenni og gripirnir oft dregið nöfn af þeim. Þessar nafngiftir endurspegla því margt og segja sína sögu. í skrám sem tengjast skýrsluhaldi búfjárræktarinnar hafa í áranna rás safnast saman miklar upplýsingar um nafngiftir gripa. Þessar upp- lýsingar hafa til þessa lítið verið skoðaðar þó að þar rnegi vafalítið lesa ýmsan fróðleik. Fyrir skömmu kannaði ég hvaða nöfn á kúm væri að finna í skýrslum nautgriparæktarfélaganna. Þær upp- lýsingar sem ég hafði þar aðgang að voru nafngiftir kúnna sem voru á skýrslum félaganna árið 1990 og hafa komið á skýrslu frá þeim tíma. Þarna var samtals að finna um það bil 4500 mismunandi nöfn. Aðeins sárafá bú er að finna hér á landi þar sem kýrnar hafa einungis númer en engin nöfn. Um leið var einnig mögulegt að fá yfirlit um hvaða nöfn væru algeng- ust. Hér á eftir hefur verið tekinn saman listi um þau nöfn sem oftast koma fyrir og hversu oft og sýnir hann þau nöfn sem 100 kýr eða fleiri báru. Þegar þessi listi er skoð- aður er áberandi hve mörg af nöfn- unum sem algengust eru eru þau nöfn sem ráðast af lit eða öðrum útlitseinkennum kúnna. Þetta á við um öll algengustu nöfnin, öll þau nöfn sem koma fyrir oftar en 500 sinnum, en loks á eftir þeim nöfnum kemur nafn Búkollu á listanum. Jafnframt því að fá yfirlit um nöfn var einnig skoðað hvort einhver nöfn væru landshlutabundin. Slík nöfn voru fremur fá af þeim nöfnum sem teljandi fjöldi gripa ber. Meginhluta kúnna er að finna í tveimur landshlutum; á Suðurlandi og Norðurlandi. Nokkur nöfn má samt finna sem virtust öðru fremur vera bundin öðrum af þessum tveim landshlutum. Af nöfnum sem virt- ust fyrst og fremst vera „sunnlensk" samkvæmt þessu má nefna: Blúnda, Embla, Framtíð, Frú, Hátíð, Kæna, Kápa, Kráka, Lús, Messa, Mygla, Nýpa, Orka, Rín, Reyður. Rófa, Skrauta, Sleggja, Smella, Spurning, Suga, Tígla, Tauma, Væta og Þöll. Af „norðlenskum“ nöfnum má hins vegar nel'na t.d.: Agnes, Blóma, Brún, Dreyra, Eygló, Gæf, Gletta, Gullhúfa, Gyða, Hýra, Karta, Lappa, Ljótunn, Menja, Molda, Rikka, Sæka, Sæunn, Skugga, Tía, Túlla og Æsa. Algengustu nöfn á kúm, sjá texta Nafn Fjöldi Nafn Fjöldi Nafn Fjöldi Branda 785 Huppa 553 Kola 551 Stjarna 535 Skjalda 517 Skrauta 503 Búkolla 493 Dimma 481 Rauðka 442 Búbót 425 Sokka 420 Lukka 417 Hyrna 368 Gæfa 324 Laufa 288 Rós 285 Tinna 283 Nótt 281 Blesa 275 Skessa 272 Ljómalind 263 Húfa 258 Von 258 Hosa 247 Gríma 246 Skotta 237 Frekja 235 Dumba 233 Sunna 232 Perla 231 Leista 223 Lind 222 Grána 221 Freyja 215 Blfða 214 Síða 209 Flóra 201 Sóley 191 Mána 190 Ósk 190 Hjálma 186 Reyður 186 Snotra 186 Hrefna 184 Baula 183 Snót 183 Harpa 176 Surtla 176 Bauga 175 Krúna 173 Díla 172 Svört 170 Lísa 166 Auðhuntla 165 Kolbrún 163 Rósa 163 Krossa 162 Rönd 159 Bleik 157 Ögn 155 Linda 153 Randalín 151 Góa 147 Ljóma 147 Skvetta 144 Doppa 142 Flekka 140 Rauðbrá 138 Grön 133 Kinna 132 Fjóla 130 Fríða 128 Lóa 117 Bára 116 Lína 116 Brá 115 Glóð 114 Kolla 114 Rauð 114 Toppa 114 Týra 113 Birta 109 Bót 105 Dúfa 104 Randa 104 Kolbrá 103 Hekla 100 8. ’95- FREYR 347

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.