Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 14
Frá Fjárrœktarbúinu á Hesti 1993 - 1994 Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Haustið 1993 var sett á vetur 501 œr, tvœvetur og eldri, 126 lambgimbrar, 11 lambhrútar og 23 hrútar fullorðnir. Fyrir áramót fórust 4 œr og 2 lambgimbrar og frá áramótum til sauðburðar 4 œr en enginn gemlingur. Af tvævetur og eldri ám voru 73 notaðar í sérstakar tilraunir, sem miða að því að láta þær bera utan hefðbundins sauðburðar. Þrjátíu þessara áa eru í tilraun, þar sem rannsaka á hagkvæmni þess að láta þær bera þrisvar á tveimur árum. Þeim var haldið undir hrúta í ágúst og báru þær í janúar en til þeirra áa, sem ekki héldu var hleypt til á venjulegum fengitíma. 43 ær voru notaðar í aðra tilraun sem var á vegum dr. Jóns heitins Eldon á tilraunstöðinni á Keldum, þar sem rannsaka á notkun lyfsins Regulin til þess að færa fram (flýta) fengitíma fjárins. Þær ær byrjuðu að bera í marslok. Þessar ær eru ekki teknar með í eftirfarandi uppgjör og nær það því til 425 áa, þar sem hinar falla ekki að hinni hefðbundnu leið í meðferð og slátrun fjárins. Tafla 1 sýnir meðalþunga og meðalþyngdarbreytingar 425 áa, sem lifandi voru við maívigtun í byrjun sauðburðar. Þegar lömb voru tekin undan ám 20. september, vógu ærnar 67,0 kg til jafnaðar, sem er 1,6 kg meiri þungi en árið áður. Ærnar voru nú í betri holdum en oftast áður er þær komu af fjalli. Meðalholdastig þeirra var 3,71 stig (holdastigaskali spannar tölugildi frá 0 lægst til 5 hæst), sem er 0,23 stigum hærra en haustið áður. Haustmeðferð ánna var hagað á sama hátt og undanfarin haust. Am á annan vetur, sem gengu með lömbum, var beitt á há, en aðrar ær vom í úthaga til 18. október en þá var farið að gefa öllum ánum út rúllubundið hey (fyrningar) og því haldið áfram til hýsingar. Vegna snjóa og hrakviðra í nóvember voru allar ær búsins teknar á gjöf á húsi um miðjan nóvember, sem er nokkuð fyrr en venja hefur verið til á undanfömum árum, enda er haustþynging þeirra nú til des- embervigtunar með meira móti, eða 5,1 kg til jafnaðar. Féð var flutt í nýju fjárhúsin 15. desember og var með því hætt að hafa fé í Máva- hlíðarhúsunum, til mikillar hagræð- ingar fyrir rekstur búsins. I desember og til fengitímaloka má heita að æmar hafi staðið í stað í þunga en bættu þó við hold sín sem svarar 0,22 stigum, sem er nokkru minni holdaaukning en á sama tíma sl. vetur. Frá fengitímalokum til marsvigtunar þyngdust þær um 6,7 kg og bættu jafnframt við hold sín 0,23 stigum og frá marsvigtun til mánaðamóta apríl - maí þyngdust þær um 5,8 kg, en hins vegar slöknuðu þær lítillega í holdafari (-0.10 stig) á þessum tíma, sem er ámóta aflegging og undanfarna vetur síðustu sex vikurnar fyrir burð. Þetta sýnir, að þrátt fyrir ágæta fóðrun er fóðurþörfinni til fósturmyndunar tæplega fullnægt til hins ýtrasta á þessum tíma og verða ærnar því að taka af forða sínum til að fullnægja henni. Meðalþungi ánna við maívigtun var 84,2 kg, sem er 0,5 kg meiri Tafla 1. Þungí og þyngdarbreytingar ánna, kg Þungi, kg. Þyngdarbreytingar, kg Aldur Tala 20/9- 18/10- 1/12 6/1- 17/2- 23/3- 20/9- Ærá: áa 20/9 18/10 1/12 6/1 17/2 23/3 28/4 18/10 1/12 6/1 17/2 23/3 28/4 28/4 8 .......... 7 69,3 69,6 73,0 72,7 76,7 78,3 85,7 0,3 3,4 -0,3 4,0 1,6 7,4 16,4 7 ......... 15 71,8 72,0 75,4 75,8 80,2 81,1 87,0 0,2 3,4 0,4 4,4 0,9 5,9 15,2 6 ......... 32 68,1 70,3 75,0 74,9 78,2 80,1 85,4 2,2 4,7 -0,1 3,3 1,9 5,3 17,3 5 ......... 73 70,1 70,7 75,6 75,0 78,1 80,3 86,2 0,6 4,9 -0,6 3,1 2,2 5,9 16,1 4 ......... 82 69,4 70,6 74,8 75,0 78,8 81,5 86,6 1,2 4,2 0,2 3,8 2,7 5,1 17,2 3 ......... 89 66.2 68,5 72,8 72,7 76,4 79,0 85,4 2,3 4,3 -0,1 3,7 2,6 6,4 19,2 2 ........ 127 63,1 64,5 66,5 65,6 71,0 74,3 80,0 1,4 2,0 -0,9 5,4 3,3 5,7 16,9 Meðaltal 425 67,0 68,4 72,1 71,7 75,8 78,4 84,2 1,4 3,7 -0,4 4,1 2,6 5,8 17,2 366 FREYR - 9. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.