Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 4
Affrjálsri verðlagningu
leiða bæði auknir
möguleikar og meiri kröfur
Jóhannes H. Ríkharðsson og kona
hans Stefanía Hjördís Leifsdóttir
búa sauðfjárbúi á Brúnastöðum í
Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Síðast-
liðinn vetur voru þau með um 440
vetrarfóðraðar kindur. Einnig eru
þau vistforeldrar, þ.e. taka börn í
vist frá Félagsmálastofnun Reykja-
víkur.
Stefanía Hjördís kennir einnig
við Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki. Jóhannes er
sauðfjárræktarráðunautur í Skaga-
firði en einnig er hann mikið í fé-
lagsmálum bænda, m.a. formaður
Fagráðs í sauðfjárrækt, Búnaðar-
þingsfulltrúi fyrir sitt hérað og vara-
formaður Landssamtaka sauðfjár-
bænda. Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda var haldinn dagana
17.-18. ágúst. Þar voru mörg mál
tekin fyrir og var Jóhannes tekinn
tali um nokkur þeirra.
Frá og með 1. september í ár
verður verðlagning á dilka-
kjöti gefín frjáls. Hverju
breytir það og eru bændur
undir breytingarnar búnir?
Þetta er mikil breyting og ég er
hræddur um að fáir hafi gert sér
fulla grein fyrir henni. Það er ekki
lengur neitt öruggt með verð fyrir
afurðirnar. Núna verða bændur
sjálfir að semja við afurðastöðina
um hvað þeir vilja fá fyrir kjötið.
Það verður heldur ekki sjálfgefið að
leggja einungis inn hjá einni afurða-
stöð, heldur þurfa bændur að líta í
kringum sig og bera saman hvaða
verð afurðastöðvamar geta boðið.
Það eru margir fleiri þættir sem þarf
að taka tillit til heldur en kílóverðið.
Aður en lagt er inn þarf að athuga og
Viðtal við
Jóhannes H.
Ríkarðsson,
bónda og
sauðfjár-
ræktarráðu-
naut í
Skagafirði
semja um, helst skriflega, greiðslu-
kjör og aðra skilmála, hvað er borg-
að fyrir slátur, gærur, kjöt af full-
orðnu, flutninga, útflutningsverð
o.s.frv. Bændur þurfa að vera vak-
andi og setja dæmið niður fyrir sér
og reikna það til enda.
Það er mjög misjafnt hversu mik-
ið afurðastöðvar telja sig geta borg-
að fyrir kjöt af fullorðnu og því
kemur alveg til greina að bændur
fari með fé af fullorðnu í aðra af-
urðastöð heldur en dilkamir fara.
Þó að þetta frelsið sé komið í orði
er það aðeins að hluta á borði vegna
sjúkdómavama. Hingað til hefur lít-
ið reynt á vamimar því að fé hefur
sjaldan verið flutt um langan veg en
það fer að breytast. Yfirdýralæknis-
embættið verður að skera úr um
flutninga milli vamarhólfa en það er
ekki komið ennþá. Það er aðeins
sláturhúsið á Hólmavík sem er á
hreinu svæði og það má aðeins taka
við fé af hreinum svæðum en það
takmarkar möguleika þess nema að
það skapi sér einhverja sérstöðu.
Sem betur fer er staðan þannig í
dag að eftirspum er talsverð eftir
sláturfé og auðvitað eiga bændur að
notfæra sér þá stöðu. Að því leyti
standa sauðfjárbændur jafnvel betur
að vígi til þess að halda uppi verðinu
en búist var við. Það er erfitt að spá
um það hvort eftirspumin helst
áfram. Það ræðst fyrst og fremst af
því hversu vel útflutningur gengur.
Þar virðist lykillinn vera vottun fram-
leiðslunnar og rekjanleiki vörunnar
frá neytanda og til baka til bónda.
Landssamtök sauðfjárbænda
munu gefa út viðmiðunarverð sem
byggir mikið til á núverandi verð-
lagsgmndvelli. Eins og staðan er í
dag er reiknað með að afurðastöðv-
amar fari í megin dráttum eftir því
en þær geta í raun borgað hvað sem
er svo lengi sem bændur samþykkja
það. Landssamtökin þurfa að fræða
bændur um þetta og núna er komið í
gang svokallað verðtökuverkefni þar
sem fylgst er með hvað afurðastöðv-
ar borga bændum. Ef verkefnið
gengur upp er hægt að birta hvað af-
urðastöðvar borga og ég sé ekki að
það sé ástæða til að hlífa neinum.
Nýtt kjötmat er komið í gagnið
og þar með verðlagning sem byggir
meira á kjötgæðum en áður. Bændur
mega ekki láta það mgla sig í rím-
inu. Núna er loksins orðinn raun-
hæfur möguleiki að ræktunin borgi
sig og það ætti að virka sem hvati á
ræktun vöðvamikils fjár. Nú er kom-
ið bæjarmerkingakerfi hjá flestum
sláturhúsum. Það auðveltar kúnn-
anum að vita hvaðan kjötið er og
panta kjöt frá ákveðnum fram-
leiðendum. Þá geta þeir bændur sem
bestu hjarðimar eiga sagt við af-
urðastöðvar: „Eg þarf að fá borgað
fyrir ræktunina mína, bjóðið þið bet-
ur en hin afurðastöðin?"
4-Freyr 1 1/98