Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 16
Tafla 6 Pungi lamba á fæti, fallþungi og fituþykkt á síðu í vetrarslátrun 1997-98. Vigtardagar Sláturdagar Tala Fæð.- þungi 2/7 29/9 14/10 4/11 17/11 1/12 16/12 7/1 16/2 24/3 Fall kg Síðu fita Gimbrar 18. des. 22 3,58 13,5 30,8 32,6 31,2 35,1 36,8 36,2 13,5 6,1 Geldingar 24. mars 9 3,20 12,4 24,8 29,3 29,3 32,9 32,9 31,2 24,2 35,4 38,3 13,6 3,2 Gimbrar 24. mars 12 3,58 11,5 23,9 26,7 26,1 28,7 28,8 29,7 32,1 33,4 35,3 12,7 4,2 20. ágúst. í töflu 5 er sýndur fæðing- arþungi, vaxtarhraði, þungi á fæti fyrir slátrun og fallþungi og kjöt- hlutfall. Eftir burðinn gengu ærlömbin (einlembingar) með mæðrum sínum í úthagahólfi, þar sem þeim var gefið rúlluhey til 8. júní, en þá var farið að sleppa þeim í heimalandið, þar sem þau gengu til 28. júlí, er þau voru vigtuð og sett á tún. Gemlings- lömbin voru aftur á móti á túnum fram til 2. júlí en þá var þeim sleppt í heimalandið en síðan sett aftur á tún 28. júlí. Lömbin uxu ágætlega til júlívigtunar en eftir þann tíma, er þau komu á túnið, hægði verulega á vextinum, einkum hjá gimbrunum. Túnið, sem lömbin gengu á með mæðrum sínum, var slegið 8. júlí og borið á það strax eftir hirðingu og spratt háin mjög hratt, og var ágæt beit komin á það, er ám og lömbum var sleppt á það 28. júlí. Það virðist því sem hin fljótsprottna há hafi ekki verið jafn næringarríkt fóður eins og vænta mátti, þar sem fallið í vaxtarhraða er tiltölulega meira en gengur og gerist á þessu tímabili. Meðalfallþungi nam 13,6 kg og fóru 17,3% fallanna í DIU en afgangur- inn í DIA. Hinn 17. desember var slátrað 22 lömbum, 20 gimbrum og 2 gelding- um og 24. mars 9 geldingum og 12 gimbrum. Af gimbrunum, sem slátr- að var í desember, voru 16 gimbrar af Þokuættinni, sem voru í sérstakri rannsókn á fijósemi þessa stofns, þar sem egglos þeirra var talið. Önn- ur lömb í þessum slátrunum voru vanmetaskepnur, sem af ýmsum or- sökum þrifust ekki eðlilega yfir sumarið. í töflu 6 er sýndur þungi þeirra á ýmsum tímum frá fæðingu til slátrunar og jafnframt fallþungi þeirra og fituþykkt á síðu. Gimbrunum, sem slátrað var 18. desember, var beitt á há eftir fyrstu lambavigtum 29. september og til 14. október, en frá þeim tíma til 4. nóvember, er öll lömbin voru tekin á hús, voru þær á káli og rýgresi með vanþroskalömbunum, sem þar höfðu verið frá 29. september og voru langt komin með grænfóðrið, enda stóðu þær í stað í þunga á þessu tímabili. Hins vegar þroskuð- ust afbrigðilegu lömbin vel á græn- fóðrinu, einkum geldingarnir, sem þyngdust um 4,5 kg en gimbrarnar aðeins um 2,2 kg að meðaltali. A húsi fengu lömbin töðu eingöngu en hún var úr sér sprottin og því fremur léleg að gæðum og þótt gimbramar hafi þyngst um 5 kg á fæti til slátr- unar 18. des. og vanþroskalömbin um 9 kg til 24. mars hefur fallaukn- ing verið tiltölulega lítil eins og hið lága kjöthlutfall ber með sér. Enda þótt vanþroskalömbin hafi fengið 130 g af háproteinkögglum frá ára- mótum hefur það ekki nægt til að bata þau að neinu ráði eins og fitu- þykktin á síðu sýnir greinilega. Það er því augljóst að hagkvæm inni- fóðrun sláturlamba krefst mikilla heygæða eins og fram kom í vetrar- slátruninni sl. vetur og getið er um í Hestgreininni í 5. tölublaði Freys 1997 en þá bættu sambærileg lömb á innifóðri, sem slátrað var 9. apríl, um 2 kg meira við fallþunga sinn en lömbin í ár með minni þyngingu á fæti. 92 lömbum (85 gimbrarlömbum og 7 hrútlömbum), sem biðu haust- slátrunar, var beitt á óáboma há í u.þ.b. tveggja vikna tíma. Á þeim tíma þyngdust þau um 0,93 kg á fæti að meðaltali. Miðað við að þeim hefði verið slátrað beint af úthaga í fyrstu slátrun, má gera ráð fyrir, samkvæmt reynslu undanfarinna ára, að fallþungaaukning nemi u.þ.b. 0,20 kg að meðaltali, og er sennilegt að hér sé að mestu leyti um fitusöfnun að ræða. Meðalkjöthlutfall sláturlamba, sem gengu á úthaga til slátrunar, reyndist (svigatölur frá 1996): 29 þríl. hrútar 6 þríl. gimbrar 250 tvíl. hrútur 50 tvfl. gimbur 20 einl. hrútar 11 einl gimbrar (39,40) (39,84) 39,29 (39,49) 39,90 (39,89) 41,17 (42,15) 43,70 (43,50) Hér er sleppt öllum afbrigðileg- um lömbum og þeim, sem ekki gengu undir eðlilega, þ.e. fleirlemb- ingum, sem ekki gengu allir undir mæðrum sínum. Meðalkjöthlutfall hrútlamba er nokkuð lægra en sl. haust en gimbra svipað. Reiknaður meðalfallþungi allra lamba undan ám (lömbum úr sumar- og vetrarslátrun sleppt) var sem hér segir (svigatölur frá 1996): 310 tvfl. hrútar 15,14 kg (15,32) 273 tvfl. gimbrar 14,32 kg (14,20) 36 einl. hrútar 17,14 kg (17,86) 37 einl. gimbrar 16,46 kg (17,09) Reiknaður veginn meðalfall- þungi 656 lamba reyndist 14,98 kg, sem er 0,04 kg meiri en 1996. Reiknað dilkakjöt eftir æmar reyndist: 16-Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.