Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 38

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 38
Einkunnir sœðingarstöðvahrúta á haustdögum árid 1998 Hér fylgir tafla um einkunnir hrúta á sæðingarstöðvunum úr uppgjöri fjárræktarfélaganna. Upp- lýsingar eru fyrir þá hrúta sem hafa verið í notkun á síðustu árum. Löng hefð er fyrir birtingu þessara upp- lýsinga þannig að flestir lesendur munu vel kunnir því hvernig þessar niðurstöður skuli túlka. Að þessu sinni er taflan að einu leyti frábrugð- in því sem verið hefur. Upplýsingar um dætur hrútanna, sem eru til- komnar við notkun þeirra frá stöð, eru aðeins upplýsingar frá haustinu 1997, en ekki samsafn allra slíkra upplýsinga eins og verið hefur. Þá eru þær niðurstöður sem fengnar eru úr heimafélögum hrútanna áður en þeir koma á stöð í sviga. Þar eru dætraupplýsingar, sem oftast eru takmakaðar vegna ungs aldurs hrút- anna, hins vegar eru allar tiltækar upplýsingar um þeirra dætur. Þessar upplýsingar eiga að geta komið mörgum fjárbændum að góðu gagni við líflambavalið á næstu dögum vegna þess að afkvæmi eða afkomendur þessara hrúta mynda ótrúlega stóran hóp þeirra lamba sem koma til skoðunar við val ásetn- ingslambanna á mörgum búum á þessu hausti. Hér er í raun ekki ástæða til að túlka frekar niðurstöður fyrir ein- staka hrúta í löngu máli. Astæða er hins vegar til að benda á nokkra þætti sem hafa verður í huga þegar niðurstöðumar eru lesnar. Hrútarnir tveir með mikilvirkan frjósemis- erfðavísi sem þarna em á skrá (Sveppur 85-941 og Fjarki 92-981) standa öðmm ofar í dætraeinkunn sem skapast öðm fremur eingöngu af miklum áhrifum þessara erfða á frjósemi hjá dætrum þeirra. Hrút- amir sem fyrst komu til notkunar á stöðvunum í desember 1995 em að- eins með upplýsingar um vetur- gamlar dætur sínar. Reynslan hefur kennt að fyrir einstaka hrúta geta upplýsingamar um frjósemi hjá vet- eftir Jón Viðar Jónmundsson búfjárræktarráðunaut hjá Bændasamtökum íslands urgömlu ánum verið villandi um það sem síðar verður hjá þessum ám, þó að almenna reglan sé að sam- ræmið sé gott. Þess vegna er ástæða til að dæma þá hrúta með aðeins meiri varkámi með hliðsjón af dætraupplýsingum. Síðustu ár hefur val hrúta á stöðvamar verið nokkuð annað en áður var. Nú er keppst við að ná hrútum, sem sýnt hafa mikla yfir- burði í kjötgæðum hjá afkvæmum sínum, ungum til notkunar á stöðv- unum. Það leiðir að sjálfu sér að upplýsingar um þá sem ærfeður em því oft mjög takmarkaðar þegar þeir koma þar til notkunar. Val þeirra Einkunnir sædingarstöðvahrúta á haustdögum ariö 1998 LÖMB DÆTUR Nafn Númer Fjöldi Einkunn Fjöldi Frjósemi Einkunn Kokkur 85870 2368 103 618 13 113 Broddi 85892 1007 101 214 5 104 Oddi 85922 1039 99 294 15 114 Sveppur 85941 318 101 109 61 147 Móri 87947 544 101 69 8 106 Stúfur 87959 251 100 62 -12 91 Fóli 88911 1897 103 605 8 108 Bossi 88952 326 99 60 -5 96 Glitnir 88953 156 97 35 3 102 Goði 89928 1864 101 588 12 111 Klettur 89930 1819 103 455 9 109 Bjöm 89933 589 102 146 1 101 Raggi 89949 395 102 112 -12 89 Búi 89950 324 101 65 2 102 Kjói 89954 434 101 116 13 110 Keli 89955 358 106 106 4 105 Bassi 89960 216 101 43 1 103 Flekkur 89965 590 101 103 18 115 Valur 90934 901 101 250 0 99 Tumi 90936 380 101 154 12 111 Vaskur 90937 1082 101 352 -13 87 Fóstri 90943 819 101 259 10 109 Deli 90944 532 101 180 11 111 Álfur 90973 409 103 180 8 107 Blævar 90974 282 100 68 1 102 Hnykill 90976 245 106 17 -1 103 Þéttir 91931 1100 101 204 2 102 Gosi 91945 1321 103 552 4 104 Hnykkur 91958 1774 101 364 7 107 Váli 91961 437 101 79 6 104 Gnyr 91967 556 101 139 10 109 Stikill 91970 396 98 71 10 108 Dropi 91975 640 104 103 7 106 38- Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.