Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 7
ur þurfa að nýtast þeim sem eru í greininni og ætla sér að lifa á sauð- fjárbúskap, einhvem veginn þarf að vera hægt að færa beingreiðslur til. Sú hugmynd sem er ofarlega í huga mér nú er að a.m.k 50% af beingreiðslunum byggi á núvemdi greiðslumarki sem verði seljanlegt og allt að 50% verði greitt út á fram- leiðslu samkvæmt gæðagrunni. Þessi tilfærsla gæti átt sér stað á allt að 5 ámm þannig að hér verði ekki um kollsteypu að ræða. Einnig mætti hugsa sér að bændur þyrftu að eiga að lágmarki 50 ærgilda greiðslu- mark til að eiga rétt á beinum greiðslum og jafnvel líka setja kröfu um 50 kinda lágmarksfjáreign, sem er í samræmi við samþykktir LS um skilgreiningu á hver sé sauðfjár- bóndi. Með þessari aðferð eru bein- greiðslur og framleiðsla tengd aftur að miklum hluta. Hvort þessi leið verður farin eða einhver önnur er óvíst og mörg atriði sem þarf að skoða áður en það verður ákveðið. Þessi aðferð getur leitt til þenslu en það er spuming hvort það sé ekki allt í lagi. Ef salan gengur vel þá vantar kjöt og kerfið þarf að vera undir það búið að auka framleiðsl- una ef á þarf að halda. Ég tel að fjár- fjöldinn megi alls ekki vera minni en hann er í dag og því megi jafnvel fara að auka við aftur. Það detta allt- af einhverjir út og einhverjir þurfa að koma inn í staðinn. Það er aftur annað mál hversu hratt megi fjölga. Annað sem kemur væntanlega inn í næsta búvörusamning eru um- hverfissjónarmið og hvaða umbun bændur fá fyrir vistvæna og lífræna vottun. Ég hef ekki trú á að lífræn vottun verði í stómm stíl en það er annað mál með vistvæna vottun sem er tiltölulega einföld í framkvæmd. Einnig þarf að huga bæði að dýra- vemdar- og náttúruverndarsjónar- miðum. Það myndi bæta ímynd bænda ef þeir eru á undan stjóm- völdum með mótaðar hugmyndir í þessum efnum og þurfa ekki að láta neyða neitt upp á sig. Auðveldasta leiðin er að fram- lengja núverandi samning með breyt- ingum sem heimila sölu greiðslu- marks o.fl. smávægilegum breyting- um. Með nýjum langtíma samningi þarf að tryggja kynslóðaskipti og að atvinnugreinin hafi svigrúm til þess að þróast á eðlilegan hátt. Hvernig ganga kynslóðaskipti í sauðfjárrækt? Kynslóðaskipti í sauðfjárrækt eru mjög erfið en einna skást þar sem börnin taka við af foreldrunum og gott greiðslumark er á jörðinni. Til- færsla á greiðslumarki er grundvöll- ur fyrir kynslóðaskiptum og svo löng lán. Það breytir því ekki að jarðir sem hafa lítið greiðslumark verða það áfram með óbreyttu fyrir- komulagi á beingreiðslum. Nú þeg- ar má sjá jafn stór sauðfjárbú þar sem munar allt að milljón í bein- greiðslum sem hlýtur að teljast ósanngjamt. Lánakjörin skipta mestu vegna kynslóðaskipta í sauðfjárrækt en þau þurfa að vera hagstæð og til a.m.k. 40 ára, því að þetta er búgrein sem þolir ekki mikla skammtíma skuldsetningu en getur spjarað sig á löngum tíma. JS Molar Hraustari danskar kýr Danir munu leggja minni áherslu á nythæð kúa sinna í framtíð- inni við kynbætur. Um það eru bæði rannsóknamenn og bændur sammála. Þess í stað verður lögð meiri áhersla á hreysti þeirra og mót- stöðu gegn sjúkdómum sem og að fækka dauðfæddum kálfum. Við höfum einblínt of mikið á afköst en of lítið á almenna heil- brigði kúnna, segir formaður í Landsudvalget for Kvæg, Mog- ens Anholm í dagblaðinu Politikken. (Bondebladet nr. 33/1998) Miklar rigningar í Finnlandi Þetta sumar hefur verið afar votviðrasamt í Finnlandi eins og víðar á Norðurlöndum sunnanverðum. Kartöfluuppskera þar hefur víða eyðilagst eftir að kartöfluakrar hafa aftur og aftur kaf- færst í vatni eftir stórrigningar. Jafnframt er mikið um sveppasýkingu á hvers kyns nytja- gróðri að sögn sænskfinnska búnaðarblaðsins Landsbygdens Folk. Flóð í Kína Verstu flóð á síðari tímum í Kína á þessu ári hafa kaffært þar land á stærð við Bretlandseyjar. Skaðinn er gífurlegur og um 21 milljón hektarar af frjósamasta ræktunarlandi í Kína hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum. Síðustu vikurnar hafa héruð í Norð- austur-Kína bæst við flóðasvæðin en þar eru mikilvægustu hveitiræktarhéruð landsins. Ovíst er hvaða áhrif þetta hefur á komviðskipti í heiminum í ár, en Kína átti fyrir miklar kombirgðir. Heimsmarkaðsverð á komi er lágt um þessar mundir bæði vegna mikillar uppskem og samdráttar í sölu m.a. vegna kreppunnar í SA-Asíu. (Landsbladet nr. 34/1998) Freyr 1 1/98 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.