Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 5
Jóhannes Ríkharðsson á traktornum. (Ljósm. J.S.). Það er möguleiki að bændur muni selja kjötið beint en í mínum huga er það ekki æskilegt. Bændum veitir ekkert af samstöðunni. Hver eru helstu stefnumál Fagráðs í sauðfjárrækt? Það sem helst hefur verið á dag- skránni undanfarið er nýtt kjötmat sem er nú loksins komið í gagnið. Núna í haust verður tekið í notkun nýtt afkvæmarannóknarkerfi sam- fara nýju kjötmati. Þá verða keyrðar saman upplýsingar úr kjötmatinu og ómmælingar á vöðvaþykkt á lifandi lömbum. Upplýsingar frá sláturhús- inu koma á tölvutæku formi til bóndans eða búnaðarsambandsins sem gerir afkvæmarannsókn fyrir hvert bú. Einnig hefur verið lögð tík áhersla á að rannsaka erfðafræðilega mótstöðu gegn riðu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að kortleggja þá bæi sem sæðingastöðvamar hafa sótt hrúta til og selt hafa mikið af kynbótahrútum í gegnum fjárskipti. Framleiðnisjóður hefur ákveðið að styrkja afkvæmarannsóknarverk- efnið með því að veita fé til viðkom- andi búnaðarsambands út á hvert bú sem hefur að lágmarki þijá full- komna afkvæmarannsóknarhópa, þ.e. hálfsystkin. Með því að nota saman upplýsingar úr kjötmati og ómmælingar emm við komin einna fremst í heiminum hvað varðar skipulag sauðfjárræktar hjá hinum almenna bónda. Fullkomnar niður- stöður um hrútana geta fengist strax eftir fyrstu slátmn og hægt að grisja hrútahópinn strax samkvæmt þeim. Þetta gerir hrútasýningamar eins og við þekkjum þær óþarfar enda í sumum tilfellum frekar um „fegurð- arsýningu“ að ræða en mat á kyn- bótagildi hrútsins. Þetta er geysiöfl- ugt kerfi sem við hvetjum bændur til að notfæra sér. Fjórða atriðið sem er á döfinni er nýtt kynbótamat í sauðfjárrækt. Hið svokallaða BLUP sem þegar er farið að nota í hrossa- og nautgriparækt. Dr. Agúst Sigurðsson er að vinna að því kerfi og stefnt er að því að taka það í notkun á næsta ári og ekki seinna en árið 2000. Þá getum við farið að nýta þær gífurlega miklu upplýsingar sem hefur verið safnað á síðustu 30 árum. Sérstaklega er mikilvægt að yfirfara ættir á fjár- skiptafé því að þar liggja mjög dýr- mætar upplýsingar. Gefin verður ein heildareinkunn fyrir hverja kind þar sem tekið er tillit til fjölmargra eig- inleika og þeir vegnir saman í skyn- samlegum hlutföllum. Með nýju kjötmati, fjölda ómmælinga og nýju kynbótamati á að nást mikið öryggi á útreikningunum. Islenskir sauð- fjárbændur munu brátt standa fag- lega mjög vel að vígi. Næsta skref er að nýta þennan styrkleika í frjálsu verðlagningunni til þess að pening- arnir skili sér alla leið til bænda. Framundan er því mjög mikil og spennandi vinna og ef vel er á mál- um haldið gæti það gjörbreytt og Freyr 1 1/98 — 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.