Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 8
Sauðfjársœðingarnar 1997 Sæðingar sauðfjár hafa lengi ver- ið hér á landi ómetanlegur þáttur við að dreifa yfirburða erfðaefni í stofninum og eiga þær því ómældan þátt í þeim ræktunarárangri sem orðið hefur í sauðfjárræktinni. Um nokkurt árabil hafa verið starfræktar tvær sauðfjársæðinga- stöðvar hér á landi. Búnaðarsam- band Suðurlands starffækir aðra stöð- ina sem er í Laugærdælum, en sam- vinna er með stöðvunum á Möðru- völlum og Borgamesi þannig að þær starfa sitt árið hvor. I desember 1997 var stöðin við Borgarnes starfrækt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir hrútakosti stöðvanna, upplýsingum um reynslu af hrútunum sem þar voru í notkun og fjallað um umfang starfseminnar í desember 1997. Á stöðvunum voru í notkun 39 hrútar, 23 í Laugardælum og 16 í Borgamesi. Frá fyrra ári höfðu fallið eða verið felldir 15 hrútar en 12 nýir hrútar komu nú í fyrsta sinn í notkun á stöð. Hrútar sem nú eru horfnir úr leik frá því í desmeber 1996 voru: Klett- ur 89-930, Bjöm 89-933, Búi 89- 950, Valur 90-934, Hnykill 90-976, Váli 91-961, Gnýr 91-967, Stikill 91-970, Svanur 92-966, Fenrir 92- 972, Melur 92-978, Spakur 92-979, Bloti 93-987, Penni 93-989 og Frami 94-996. Nýir hrútar til notkunar á stöðv- unum voru eftirtaldir: Bjartur 93-800 frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. Faðir er Fóstri 90-943 en móðir 89-957, en móðurfaðir Dropi 86-469. Bjartur er hreinhvítur og hymdur. Hann var í Borgamesi. Hnoðri 95-801 frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi. Faðir er Steri 92- 327 en móðir hans 89-502 og móð- urfaðir Hrói 87-101. Hnoðri er hreinhvítur og hymdur. Hann var á stöðinni í Borgamesi. Bjálfi 95-802 er frá Hesti í Borg- arfirði. Faðir hans er Bútur 93-982 en móðir 93-003 og móðurfaðir Hörvi 92-972. Bjálfi er hvítur og eftir Jón Viðar Jón- mundsson búfjárræktar- ráðunaut hjá BÍ hymdur. Hann var á stöð í Borgar- nesi. Bylur 94-803 frá Hafnardal við ísafjarðardjúp. Faðir er Melur 92- 509 en móðir Hríð 93-228 og móð- urfaðir Glámur 92-505. Hann er hvítur og kollóttur. Bylur var notað- ur frá stöðinni í Borgamesi. Jökull 94-804 frá Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Faðir er Bjöm 89- 933 en móðir 91-063 og móðurfaðir Dropi 85-923. Jökull er hreinhvítur og kollóttur. Hann var á stöðinni í Borgamesi. Héli 93-805 frá Ósabakka á Skeiðum. Faðir er Valur 90-934 en móðir Setta 89-294 og móðurfaðir Broddi 85-892. Héli er svartur að lit og kollóttur. Héli var á stöðinni í Laugardælum. Búri 94-806 er frá Norðurhjá- leigu í Álftaveri. Faðir er Búi 89- 950 en móðir 90-752 og móðurfaðir Kópur 87-396. Búri er hvítur og kollóttur. Hann var á stöðinni í Laugardælum. Sveppur 94-807 frá Smáhömrum í Kirkjubólshreppi. Faðir er Kubbur 91-005 í Árbæ í Reykhólasveit en móðir 92-691 og móðurfaðir Gáski 91-259. Sveppur er hvítur og koll- óttur. Sveppur var notaður í Laugar- dælum. Garpur 92-808 frá Lækjarhúsum í Suðursveit. Faðir er Hrókur 88-198 en móðir Varta 89-829 og móður- faðir Toppur 87-131. Garpur er hvít- ur og hymdur. Hann var notaður í Laugardælum. Húnn 92-809 frá Hesti í Borgar- firði. Faðir er Galsi 88-929 en móðir 4879 og móðurfaðir Þristur 83-836. Húnn er hvítur og hymdur. Hann er arfblendinn með frjósemiserfðavísi (Þokugenið). Húnn var á stöðinni í Borgamesi. Peli 94-810 frá Tóftum við Stokkseyri. Faðir er Naggur 93-042 en móðir 93-072 og móðurfaðir Skrúður. Peli er hreinhvítur og hymdur. Peli var notaður á stöðinni í Laugardælum. Serkur 95-811 frá Berserkseyri á Snæfellsnesi. Faðir er Svali 91-660 en rnóðir Heiða 92-885 og móður- faðir Dropi 91-975. Serkur er svart- flekkóttur og hymdur. Hann var á stöð í Laugardælum. Mölur 95-812 er frá Hesti í Borg- arfirði. Faðir er Svaði 94-998 en móðir 5776 og móðurfaðir Deli 90- 944. Mölur er hvítur og hymdur. Mölur var notaður í Laugardælum. í annarri grein í blaðinu eru gefn- ar allar nýjustu upplýsingar úr upp- gjöri fjárræktarfélaganna fyrir hrút- ana á stöðvunum. Þar sem fjárrækt- arbúið á Hesti er ekki í því uppgjöri skortir upplýsingar þar um hrútana frá Hesti sem nú vora fyrsta sinni á stöð. í desember var tíðarfar til sæð- ingarstarfsemi hagstætt og bændur nýttu sér því mjög vel þá þjónustu sem þar var boðin. Frá stöðinni í Laugardælum vom sæddar samtals 8385 ær sem er að vísu örlitlu færra en árið áður en samt með því mesta sem hefur verið. Frá Borgamesi voru sæddar 8011 ær sem er umtals- verð aukning frá því sem þar hefur verið áður. Frekari skipting sæðinga frá stöðinni í Laugardælum í einstök héruð var eftirfarandi: Ámessýsla 2278 ær Rangárvallasýsla 1575 ær Vestur-Skaftafellssýsla 2159 ær Austur-Skaftafellssýsla 1286 ær Múlasýslur 190 ær Þingeyjarsýslur 395 ær Isafjarðarsýslur 299 ær Borgarfjörður 141 ær Kjalames 62 ær 8 - Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.