Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 36
Ær sem gengu við opið í óeinangruðum taðhúsum og
voru sumarrúnar, gáfu betri fjárhagslega niðurstöðu
en œr sem voru hafðar inni í einangruðum
grindahúsum og voru vetrarrúnar
en...
gott verð fyrir haustklippta ull snýr dœminu dýrari
húsum og meiri innistöðu í vil
Ekki er þó ástœða til að jafna öll taðhús við jörðu!
í heildina tekið má áætla að beit
áa á ræktað land hafi verið svipuð í
báðum kerfum. Vegna lægri aldurs
lambanna í kerfi L má hins vegar
áætla að fallþungi þeirra er þau voru
rekin af fjalli um 20. september hafi
verið 1,5-2,0 kg minni heldur en
lambanna í kerfi H. Til þess að ná
sömu tekjum af lambainnleggi í
báðum kerfum hefðu því þurft að
setja L-lömbin á nokkurra vikna
haustbeit á grænfóður eða annan
kjamgóðan gróður. Kostnaðarauki
af þessum sökum mundi þó í flest-
um tilvikum ekki vega meira en fóð-
ur- og hugsanlega vinnuspamaður
sem af þessu hlýst. Hvor þeirra
burðartíma sem hér var reyndur er
hagkvæmari mundi því að mestu
ráðast af kjötverði á mismunandi
sláturtímum, þar sem gera má ráð
fyrir því að þau lömb sem síðar eru
fædd verði síðar tilbúin til slátrunar,
að öðru jöfnu.
Þar sem er haustrúið er algengt
að bændur fái um 1000 kr./kind fyrir
ullina, en ef rúið er að sumri fæst oft
það lítið fyrir ullina að það dugir
varla til að greiða fyrir þá vinnu sem
er því samfara að safna fénu saman
og rýja. Tekjur af vetrarrúningi eru
einhvers staðar þarna á milli, mjög
háð húsakosti.
Kostnaður við hýsingu í mis-
munandi gerðum fjárhúsa hefur ver-
ið áætlaður af tæknisviði Stofnlána-
deildar (Lánasjóðs) landbúnaðarins
(Gunnar M. Jónasson, óbirt). Sam-
kvæmt þeim útreikningum og bygg-
ingavísitölu í janúar 1998, og með
tilliti til nýrra lánareglna Lánasjóðs
landbúnaðarins (sjá Bændablaðið
14. júlí 1998, bls. 20-21) er árlegur
fjármagns-, rekstrar- og viðhalds-
kostnaður fjárhúsa eftifarandi: Tað-
hús 1100 kr./kind/ár, grindahús með
grunnum kjallara 1580 kr./kind/ár
og grindahús með djúpum kjallara
1895 kr./kind/ár. Þessi kostnaður
miðast við einangruð hús, en væri
einangrun sleppt má áætla að kostn-
aðurinn væri lægri sem næmi 50 kr./
kind ár.
Ef fé ber á húsi er ótvíræður kost-
ur að hafa grindagólf, með tilliti til
vinnuaðstöðu, hreinlætis og heil-
brigðis. Seinkun sauðburðar er hins
vegar valkostur sem nota má m.a. til
að minnka vinnu sem og þörfina á
því að hafa grindagólf í fjárhúsum.
Og ef sumarrúningur er einhvern
tímann skynsamlegur kostur þá er
það við slíkar aðstæður.
Ef kostnaður við hýsingu er
reiknaður á fullu verði borgar meiri
afrakstur af ull við vetrar- heldur en
sumarrúning ekki þann mun sem er
á kostnaði við hýsingu í einangruð-
um grindahúsum og óeinangruðum
taðhúsum, ef gengið er út frá því að
síðamefndi húsakosturinn komi að-
eins til greina þar sem er sumarrúið.
Ef jafnframt er tekið tillit til fóður-
spamaðarins vegna annars vegar
beitar og hins vegar munar á rún-
ingstíma, getum við komist að þeirri
niðurstöðu að L-kerfið hafi komið
fjárhagslega betur út en H-kerfið.
Þetta er þó engin endanleg niður-
staða. Haustrúningur var ekki
reyndur í þessum tilraunum. Án
þess að farið verði út í meiri talna-
leikfimi hér, þá ætla ég alls ekki að
vefengja þá viðteknu skoðun flestra
að haustrúningur sé hagkvæmari en
hvort heldur er vetrar- eða sumar-
rúningur. Hinn aukni afrakstur af ull
með haustrúningi borgar að líkind-
um oftast upp aukna fóðurnotkun
miðað við önnur kerfi. Til viðbótar
nýtist svo plássið betur í húsunum
og frjósemi ánna eykst í mörgum til-
vikum (Sigurgeir Þorgeirsson o.fl.,
1990), sem gerir líklega betur en að
vega upp á móti kostnaði vegna dýr-
ari húsa, ef við göngum út frá því að
það þurfi hús með grindagólfi þar
sem haustrúið er. Sumir bændur
hafa að vísu haustrúið fé í taðhúsum
með allgóðum árangri, þó að snoðið
verði sjálfsagt nokkru lakara þar en í
grindahúsum.
Ef litið er til langs tíma, og
þokkaleg bjartsýni er um markað
fyrir kjöt, svo og verð á ull, er flest
sem mælir með því að byggja
grindahús, frekar en taðhús. Ef hins
vegar dæmið liti þannig út, að til
staðar væru góð grindahús en að
auki taðhús, og bóndi vildi nýta
framleiðslugetuna að fullu, gæti
verið skynsamlegra að nýta taðhúsin
fremur en að byggja við grindahús-
in, sérstaklega ef markaðshorfur eru
ótraustar. Væri þá rökrétt að hafa
frekar eldra féð í taðhúsunum vegna
þess að ullin á því er verðminni held-
ur en af yngra fénu. Mætti þá hugsa
sér að dreifa burðartíma, þannig að
allt féð geti borið í grindahúsum.
Heimildir
Sigurgeir Þorgeirsson, Stefán Sch. Thor-
steinsson og Emma Eyþórsdóttir, 1990.
Rannsóknir á rúningstíma með sérstöku
tilliti til haustklippingar. Ráðunauta-
fundur 1990, bls. 140-158.
Stefanía Bima Jónsdóttir 1989. Áhrif úti-
göngu á fóðumotkun, þrif og afurða-
semi áa. Aðalritgerð við búvísindadeild
Bændaskólans á Hvanneyri.
Jóhannes Sveinbjörnsson hejur ný-
lega lokið mastersnámi í fóður-
frœði jórturdýra frá Landbúnaðar-
háskólanum í Ultuna í Svíþjóð.
Hann er nú fóðuifrœðingur hjá
RALA.
36 - Freyr 1 1/98