Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 24
Nýja kjötmatið
Hlýting á upplýsingum í
ræktunarstarfinu
Eins og öllum sauðfjárframleið-
endum er kunnugt kom nýtt
kjötmat til framkvæmdar hér á landi
snemma á þessu ári. I grein í fyrra
sauðfjárblaði Freys á þessu ári gerði
Guðjón Þorkelsson grein fyrri því í
hverju breytingarnar á matinu eru
fólgnar. I þessari grein er ætlunin að
fjalla lítillega um það hvernig á
markvissan hátt megi nýta upplýs-
ingar nýja kjötmatsins í ræktunar-
starfinu.
Ymis samtök bænda höfðu um
árabil ályktað um nauðsyn þess að
taka upp breytt mat á dilkakjöti hér á
landi á þann hátt sem nú er orðið.
Með þeim breytingum sem gerðar
eru ættu tveir mjög mikilvægir
áfangar að nást. Grunnur að gæða-
stöðlum fyrir dilkakjöt hér á landi er
orðinn skýr og markviss og á það að
geta stuðlað að betri nýtingu kjöts-
ins í sölu og vinnslu. Einnig eiga
þær upplýsingar sem þarna koma
fram að geta skilað framleiðand-
anum miklu gleggri niðurstöðum en
hann fékk með eldra kjötmati.
Meginmunur nýja matsins og
þess eldra felst í því að nú koma
aðskildar upplýsingar um fitustig og
vöðvafyllingu (lögun) einstakra
falla, auk þunga þeirra, í stað þess
að flokkun í eldra mati var að mörgu
leyti fremur óskýr blanda af fitustigi
og gerð fallanna.
Hliðstætt mat í dilkakjöti hefur
verið tekið upp í nær öllum löndum
á síðasta einum til einum og hálfum
áratug. I kjölfar þess hefur víða fylgt
mjög markvisst kynbótastarf í sauð-
fjárrækt til að auka kjötgæði. Fyrir
íslenska sauðfjárrækt er mjög mikil-
vægt að slík þróun eigi sér stað. Hér
eftir Jón Viðar Jón- mundsson £|
búfjárræktar- ráðunaut hjá BÍ r:' i
á eftir verður vikið að því hvemig
ætlunin er að koma til móts við
bændur í því starfi og rædd verða
nokkur atriði sem þarf að hugleiða
við mat á niðurstöðum og fram-
kvæmd ræktunarstarfsins.
Afkvæmarannsóknir -
kjötgæði
A komandi hausti munu flest búnað-
arsambandanna bjóða upp á þá
þjónustu við fjárbændur sem em
með í skýrsluhaldi að vinna sérstak-
ar afkvæmarannsóknir sem byggja á
því að sameina upplýsingar úr kjöt-
mati og ómsjármælingum.
Ur sláturhúsum sem em með
skráningu á tölvutæku formi er gert
ráð fyrir að þau gögn verði mögu-
legt að færa á því formi beint til
búnaðarsambandanna. Hafi bóndinn
jafnframt sent fjárbók í uppgjör í
sumar þá verða þær upplýsingar
einnig fyrir hendi í tölvu hjá búnað-
arsambandi. Þannig verður á ein-
faldan hátt hægt að lesa saman þessi
gögn og á fljótvirkan hátt að fá yfir-
lit yfir einstaka afkvæmahópa og
flokkun falla lamba undan einstök-
um hrútum. Þær upplýsingar verða
sameinaðar í eina heildareinkunnn,
þ.e. upplýsingamar um vöðvafyll-
ingu annars vegar og fituflokkun
hins vegar. Um leið er tekið tillit til
mismunar í fallþunga lambanna.
Gögnin þarf að yfirfara og fella
út í slíku uppgjöri föll lamba sem
em að einhverju leyti mjög afbrigði-
leg, eins og sjúk lömb og slösuð,
undanvillinga, o.s.frv. Ennig verða í
afkvæmasamanburð aðeins teknir
afkvæmahópar undan þeim hrútum
sem óskað er eftir slíkri rannsók fyr-
ir og lil að geta fengið markvissan
samanburð þarf að gera ráð fyrir að
gögn úr kjötmati séu fyrir hendi um
a.m.k. 10 dilka.
Til að fá fullunna gæðarannsókn
á hrútunum er auk þess gert ráð fyrir
að fram fari ómmæling á gimbrar-
lömbum undan þessum sömu hrút-
um. Þar er gert ráð fyrir að ómmæld-
ar séu 8-10 gimbrar undan hverjum
hrút. Uppgjör á þeim þætti rann-
sóknarinnar verður með sama sniði
og verið hefur á afkvæmasýningum
síðustu haust. Reynsla síðustu ára
hefur kennt okkur að með skipulegri
nýtingu þeirra er hægt að ná miklum
árangri á skömmum tíma. A þennan
hátt verður í mörgum tilfellum um
að ræða skipulega mælingu og
skoðun á um það bil tvöföldum hópi
þeirra gimbra sem ætlaðar eru til
ásetnings á búinu. Með því ætti val
ásetningsgimbranna sjálfkrafa að
verða vandaðra og markvissara en
víða hefur verið til þessa.
Eins og áður hefur verið kynnt í
Bændablaðinu mun Framleiðnisjóð-
ur landbúnaðarins veita búnaðar-
samböndum styrki til framkvæmdar
á slíkum afkvæmarannsóknum nú á
þessu hausti. Eins og þar kemur
24- Freyr 1 1/98