Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 29
INTERNORDEN-fundu r
á Grænlandi um sauðfjárrækt
á IXIorðurlöndum
Allt frá árinu 1949 hafa sauðfjár-
ræktarráðunautar á Norður-
löndum fundað og borið saman
bækur sínar á tveggja ára fresti.
Lengi vel sóttu aðeins landsráðu-
nautar þessar samkomur en undan-
farinn áratug hafa fleiri bæst í hóp-
inn, bæði aðrir fræðimenn og bænd-
ur. Dagana 29. júlí - 2. ágúst sl. var
25. INTERNORDEN fundurinn
haldinn í Narsarsuaq á Grænlandi,
sá fyrsti þar í landi, og sátu hann 33
fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum
nema Finnlandi. Fulltrúi Islands, og
sá eini þaðan, var höfundur þessa
pistils.
Fundurinn í Narsarsuaq
Allan B. Holm, tilraunastjóri í Uper-
naviarsuk, stjómaði undirbúningi
fundarins sem haldinn var á Hótel
Narsarsuak við prýðilegar aðstæður.
Jakob Sehested frá Danmörku, ritari
INTERNORDEN, annaðist fundar-
stjórn og stóðst dagskráin með
ágætum frá upphafi til enda. Hún
hófst með yfirlitserindum um stöðu
og horfur í sauðfjárrækt á Græn-
landi og Islandi og í Færeyjum,
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Framleiðslan er að aukast nokkuð á
Grænlandi og Islandi en stendur
nokkurn veginn í stað í hinum lönd-
unum. Samkeppni við aðrar bú-
Sauðfjárframleiðslan er
að aukastnokkuð á
Grœnlandi og íslandi en
stendur nokkurn veginn í
stað á hinum
Norðurlöndunum.
eftir
Ólaf R. Dýr-
mundsson
ráðunaut hjá
Bændasam-
tökum íslands
I í I
greinar er vaxandi en þegar á heild-
ina er litið hafa verið litlar breyting-
ar á markaðnum undanfarin tvö ár.
A meðal efnis sem fjallað var um
á fundinum vom skýrsluhald, kyn-
bætur, vetrarfóðrun, beit og sauð-
fjárrækt í jaðarbyggðum. Þá var
ijallað töluvert um vanhöld fjár á
sumarbeit vegna ágangs rándýra
sem er orðið mikið vandamál í Nor-
egi. Sýnd vom fróðleg myndbönd
þaðan um úthagabeit og riðuveiki
sem hefur verið að breiðast út í Nor-
egi síðustu árin. Samtals voru flutt
20 erindi, þar af tvö frá íslandi, og
kynntar vom rannsóknaniðurstöður
á fjómm veggspjöldum. Eg notaði
tækifærið til að kynna veggspjaldið
með íslenska sauðfénu sem kom út í
fyrrasumar og var því vel tekið,
einkum vegna þess hve litirnir eru
fjölbreyttir. Á stjórnarfundi var
Erling Skurdal beitarráðunautur frá
Noregi kjörinn ritari INTERNORD-
EN og ákveðið var að halda fundinn
árið 2000 á Tjptta landbúnaðar-
stofnuninni í Noregi, árið 2002 á ís-
landi og 2004 í Svíþjóð.
Kynnisferðir um Suður-
Crænland
Skipuleggjendur sáu vel til þess að
þátttakendum gæfist tækifæri til
þess að kynnast sögu og búskapar-
háttum á Grænlandi. Fyrst var farin
hálfsdagsferð með þyrlum suður til
Upemaviarsuk tilraunastöðvarinnar
Þátttakendur skoða grœnfóðurtilraun á tilraunastöðinni í Upernaviarsuk. Langa
húsið í baksýn, fyrir miðju, hýsir bœndaskóla Grœnlendinga. (Ljósmyndir 01.
Dýrm.)
Freyr 1 1/98 - 29