Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 21
Samanburður mæliaðferða á lambsskrokkum Inngangur í áranna rás hafa margs konar skrokk- mælingar verið prófaðar til að spá fyrir um vefjasamsetningu slátur- skrokka. Otvíræðir kostir slíkra mæl- inga fram yfir sjónmat (huglægt mat) á vefjasamsetningu eru m.a. eftirfarandi: • tölulegar mælingar, þær fela í sér notkun samfellds kvarða sem gefur möguleika á enn meiri að- greiningu skrokka en huglægt mat getur. • betri samræming milli mats- manna, landshluta og tímabila. Með þessu ætti traust bænda og neytenda til matsins að aukast. Sjónmat hefur þá kosti að það er auðvelt að koma því við í sláturhús- um. Sé það vel framkvæmt gefur það gagnlegar upplýsingar um mis- mun í vöðvaþykkt og nýtingu skrokks við úrbeiningu. Til að teljast nothæfar í slátur- húsum þurfa skrokkmælingar að uppfylla ýmsar kröfur, m.a. um: • upplýsingagildi • gæði mælitækninnar (nákvæmni, mælihraða, vistun og úrvinnslu gagna, endingu tækis, meðfæri- leika tækis o.s.frv.) • kostnað við mælingar Með aukinni tækni hafa miklir möguleikar opnast hvað varðar skrokkmælingar. Hversu dýran tækja- búnað skal nota ræðst að sjálfsögðu af þeim kröfum sem gerðar eru til nákvæmni, hagfræðilegu gildi mæl- inganna og fjölda skrokka sem mæla þarf. eftir Ólöfu Björgu Einarsdóttur búfjárfræðing Verkefni um samanburð mæliaðferða í stóru verkefni sem hófst haustið 1996 þar sem borin voru saman það íslenska gæðamat á lambakjöti sem verið er að leggja niður og SEUROP gæðamatið, voru einnig prófaðir tveir rafrænir mælar, ICEMEAT GR Probe frá íslandi og FTC Lamb Mynd 1. Karl Loftsson mœlir skrokk með ICEMEAT GR Probe. Grading Probe frá Svíþjóð, auk handvirks íslensks mælis. Svokallað J-mál var einnig mælt, sjá síðar. Alls voru 2116 lömb notuð í verkefninu frá þremur sláturhúsum (Selfossi, Borgamesi og Hvammstanga). Þessi lömb voru flokkuð eftir matskerfun- um tveimur og mæld með rafrænu mælunum og gamla handvirka mæl- inum. Um 220 skrokkar voru síðan tilviljanakennt teknir út. J-málið var tekið á þeim skrokkum auk hinna mælinganna og hægri helmingur hvers skrokks aðgreindur í fitu, bein og vöðva. Höfundur þessarar greinar sá um uppgjör er varðar samanburð mæli- aðferðanna og var það unnið sem M.Sc.-verkefni við landbúnaðarhá- skólann í Ultuna í Svíþjóð (SLU). Gerð verður grein fyrir allra helstu | niðurstöðum þessa verkefnis hér. Mælistadir og mælitæki Mæling sem nothæf er við hefð- bundna slátrun þarf að vera einföld, fljótleg og aðgengileg án nokkurs | sundurskurðar á skrokki fyrir mæl- ingu. Mælingar á síðu hafa verið hvað mest notaðar og prófaðar. Þar er helst að nefna mælingar á vefja- þykkt ofan á rifi og milli rifja í mis- munandi fjarlægð frá hryggsúlu. Einnig hafa verið prófaðar fitu- þykktarmælingar á hrygg. Svokölluð GR mæling hefur ver- ið notuð hér á landi við kjötmat. Þar er mæld vefjaþykkt á 12. rifi (næst aftasta rifi) 11 sm frá miðlínu hryggjar (Kirton o.fl., 1983). Þessi Freyr 1 1/98 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.