Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 33

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 33
Háma rksafu rð i r og/eða lágmarkskostnaður? Inngangur Sveigjanleiki er eitt af lykilorðunum í sauðfjárrækt í dag. Eftirspum eftir fersku kjöti kallar á sveigjanlegri sláturtíma, sem aftur gerir kröfu um sveigjanleika í burðartíma og öllum framleiðsluháttum. Þrátt fyrir sveigj- anleikann er grundvallaratriði fyrir afkomuna að sýna stefnufestu í fóðr- un og aðbúnaði, þannig að góð frjó- semi og mjólkurgeta ánna sé tryggð. Leiðir að þessu marki geta verið nokkuð mismunandi, eins og sýnt var fram á í þeim tilraunum sem sagt verður frá hér á eftir. Þær voru gerð- ar í samvinnu bútæknideildar RALA og Bændaskólans á Hvanneyri á ár- unum 1986-1991. Þó að nokkuð sé um liðið frá því tilraununum lauk er vel við hæfi að rifja niðurstöðumar upp nú á breytingatímum í sauðfjár- rækt. Borin vom saman tvö fram- leiðslukerfi sem hér verða nefnd há- afurðakerfi (H) og lág-kostnaðar- kerft (L). Stefanía Bima Jónsdóttir (1989) skrifaði kandidatsritgerð við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri um niðurstöður tveggja fyrstu ára tilraunarinnar. Effni og aðferdir Tilraunin var gerð afurðaárin 1986- 87, 1987-88, 1989-90 og 1990-91. í tilrauninni vom ár hvert 72 ær, 36 í hvoru kerfi. Leitast var við að velja æmar m.t.t. aldurs, þunga og holda- eftir Jóhannes Sveinbjörns- son fóðurfræding á RALA iFw stiga við upphaf tilraunar ár hvert þannig að sem mestur jöfnuður væri í þessum atriðum á milli kerfa. Til- raunaskipulaginu er lýst í 1. töflu. Hugmyndin var sú að með því að seinka sauðburði svo að hann mætti að verulegu leyti fara fram úti, væri ásættanlegt að hafa féð í taðhúsum (kerfi L). Þetta mundi þó þýða að ullin yrði lítils virði og var hún tekin af áður en rekið var á fjall í júlíbyij- un. I kerfi H, þar sem æmar vom á al- gerri innistöðu í húsum með grinda- gólfi, var vetrarrúið. Þar sem L-æmar vom í ullu allan veturinn var talið óhætt að láta þær ganga við opið. Vegna þess að fengitíð hófst seinna hjá L-ánum hófst innifóðmn seinna í því kerfi. I kerfi H var með öðmm orðum meginmarkmiðið að tryggja hámarksafurðir, með tilkostnað inn- an venjulegra marka. I kerfi L var markmiðið aftur á móti að lágmarka tilkostnað, en ullinni var „fómað“. Spumingin var svo hvort hægt væri að halda því sem næst sömu fijósemi og vexti lamba þrátt fyrir hinn lága tilkostnað. Beitiland L-ánna var framræst mýri, nokkuð blaut. Æmar vora fóðraðar á heyi eftir átlyst, þó fengu H-æmar að leifa ívið meira en L- æmar. Sambærilegt hey að gæðum var notað í báðum kerfum á hverjum tíma. Fiskimjöl, graskögglar og kjamfóðurblöndur var einnig notað á álagstímum, í þeim tilgangi að: 1) tryggja gott ástand ánna við fang í báðum kerfum, sem síðan var fylgt eftir með nokkurri kjamfóðurgjöf á fyrstu vikum meðgöngu í kerfi H en ekki kerfi L; 2) að tryggja góðan fósturvöxt og mjólkurgetu ánna í kerfi H með fóðurbætisgjöf á síð- ustu vikum meðgöngu og um burð, en treyst var á að nýgræðingurinn myndi sjá fyrir þessum þörfum hjá L-ánum. Heygæði vom óvenju lítil 1989-90, svo að þá fengu bæði H og L ær nokkurn fóðurbæti allan vetur- inn. Ærnar voru fóðraðar inni að jafnaði um eina viku eftir burð. Þetta var þó nokkuð breytilegt eftir árferði og innifóðmn eftir burð var að jafnaði meiri í H-kerfinu. Þegar sauðburði og innifóðmn lauk var fénu haldið á láglendisbeit á Hvann- eyri þar til í byrjun júlí þegar því var ekið á fjall, þar sem það var til um 20. september. Niðurstöður Fóðurnotkun. Eins og síðasta línan í 2. töflu sýnir var heildarfóðumotk- un ánna í L-kerfinu aðeins 53-71% Framleiðslukertl 1. tafla. Skipulag tilraunarinnar. Innifóðmn hófst Burðartími Rúningstími Gólfgerð fiárhúsa Innistaða Há-afurða (H) Seinni hluta Önnur vikan Febrúar/mars Grindagólf Alger innistaða nóvember í maí og kjallari Lág-kostnaðar(L) Desember Síðasta vika maí Júlí Taðgólf Ganga við opið Freyr 1 1/98 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.