Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 10
Þróun ullargœða og verðmæti ullar Miklar breytingar urðu á skipu- lagi og framkvæmd ullarmats og ullarvinnslu snemma á þessum áratug með gildistöku nýrrar reglu- gerðar um ullarmat og miklum breytingum í ullariðnaði sem lyktaði með stofnun Istex hf. Breytingar á reglum um ullarmat voru gerðar samhliða auknum haustrúningi sem byrjaði að ryðja sér tíl rúms á árun- um 1987-1990. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir þróun ullargæða á þessu tímabili. Geysileg aukning hefur orðið á innlagðri haustull á tímabilinu og hefur magnið meira en tvöfaldast frá 1991 til 1997. Á 1. mynd kemur fram magn haustullar frá 1992 til 1997, umreiknað í hreina ull sam- eftir Emmu Eyþórsdóttur Rannsókna- stofnun land- búnaðarins kvæmt mati á hreinleika. Athygli vekur að haustrúningur hefur enn aukist verulega sl. haust eftir að hafa staðið nær því í stað næstu þrjú ár á undan og var haust- ullin 1997 tæp 477 tonn, sem er aukning um meira en 60 tonn frá undangengnu ári. Breytingar á magni vetrarullar eru sýndar á 2. mynd og fer magn hennar eðlilega minnkandi. Snoð eða seinni rúning- ur af haustrúnu fé er verulegt hlut- fall af vetrarullinni og fer sennilega vaxandi. Samhliða þessum breyt- ingum hefur sumarullin minnkað og er nú sáralítið lagt inn af ull sem rúin er í júní/júlf eða um 20-30 tonn af óhreinni ull árlega. Meðalverð á hreint kg ullar mið- Lagðprúðar kindur á beit. 10- Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.