Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 35

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 35
Fóðurnotkunin var að meðaltali um 40 % minni í kerfi L en kerfi H Munur upp á ca. 60 FE/kind/ár, sem gróflega skiptist svo: • 25 FE sparnaður vegna seinkaðs sauðburðar • 25 FE sparnaður vegna aðgangs að beit •10 FE sparnaður vegna þess að ekki var vetrarrúið einlembinga og þrílembinga, reikn- að fyrir öll árin í heild. Vöxtur lamba. Meðalvaxtarhraði tvílembinga frá burði til haustvigt- unar var 249 g/dag í kerfi H en 259 g/dag í kerfí L, reiknað fyrir öll til- raunaárin nema 1990-91, þegar skráning fæðingarþunga misfórst. Sambærilegar tölur fyrir einlemb- inga voru 300 (kerfi H) og 324 (kerfi L) g/dag. I báðum tilvikum var munurinn milli kerfa tölfræði- lega marktækur (P<,05). Munurinn á vaxtarhraða lamba milli kerfa var meira áberandi síðari hluta sumars, þ.e. eftir vigtun sem átti sér stað þegar féð var flutt á fjall. Munurinn gæti því átt sér skýringu því að lömbin í kerfi L voru yngri og því ekki farið að draga eins úr vexti þeirra þegar kom að haustvigtun. Vanhöld. Ekki kom fram neinn sláandi munur milli kerfa á vanhöldum áa né lamba, enda þyrfti líklega enn stærra gagnasafn til að draga ályktanir um þetta atriði. Umræður og ályktanir Það er athyglisvert að fijósemismun- ur milli kerfa (4. tafla) er tiltölulega lítill og í engu tilviki reyndar mark- tækur þrátt fyrir að L-æmar vom að jafnaði bæði fóðraðar skemur og minna (2. tafla) fyrir fang heldur en H-æmar, og vom tvö áranna umtals- vert léttari við fang. Frjósemismun- urinn var þó nokkur og jaðraði eins og áður sagði við að vera tölfræði- lega marktækur 1987-88. Þetta ár vom L-æmar óvenju seint teknar á fulla gjöf, eða ekki fyrr en í lok des- ember, enda vom þær að jafnaði 6,4 kg léttari við fang heldur en H-æmar þetta árið. Þetta undirstrikar að góð fijósemi næst þá og því aðeins að æmar séu í góðu ástandi við fang. Þessu ástandi má ná eftir mismun- andi leiðum, háð árferði og fleiru, en sé því ekki náð getur tapið orðið umtalsvert. E.t.v. er ekki heppilegt að láta ær ganga við opið fyrir og um fengitíð vegna hættu á að þær leggi of mikið upp úr beitinni og fái þar af leiðandi ekki nóg í sig til að tryggja hámarksfijósemi. Fyrstu þrjá mánuði meðgöng- unnar var fóðumotkunin í L-kerfinu um 0,5 FE/kind/dag (2. tafla) öll árin nema hið fyrsta þegar hún var að meðaltali aðeins 0,39 FE/kind/ dag, enda var óvenju snjólétt þann vetur og því héldu æmar sig mikið til beitar. Árið 1987-88 þyngdust L- ærnar um að meðaltali 3,5 kg fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar, en hin árin stóðu þær nokkum veginn í stað á þessu tímabili (3. tafla). Af fram- ansögðu má ráða að 0,5 FE/kind/dag af heyi hafi, lauslega áætlað, dugað ánum til viðhalds ásamt beitinni sem þær nýttu sér. Viðhaldsþarfir fullorðinna íslenskra áa em í töflum áætlaðar 0,65-0,7 FE/kind/dag. Ef við göngum út frá því að það sé nærri sanni má áætla að beitin hafi séð L-ánum fyrir 0,15-0,20 FE/kind/ dag á umræddu tímabili. Þrátt fyrir minni fóðumotkun í kerfi L en H á fyrri hluta meðgöngu (2. tafla), og minni þunga L-ánna (3. tafla) eftir þrjá mánuði meðgöngu, nema síðasta tilraunaárið, hafa L- æmar í fullu tré við H-æmar hvað varðar fæðingarþunga og vöxt lamba. Þetta undirstrikar þá reynslu úr tilraunum að fyrir þessa þætti skiptir miðsvetrarfóðrunin tiltölu- lega litlu máli í samanburði við fóðmn á síðari hluta meðgöngu og um sauðburð. Á því tímaskeiði var þó fóðumotkunin reyndar áfram mun minni í L-kerfinu heldur en H- kerfinu, en þar má líka gera ráð fyrir að beitin hafi skilað meiru. Beinar rannsóknir á auknum fóð- urþörfum vegna vetrarrúnings í samanburði við sumarrúning hafa ekki verið gerðar, en út frá yfirliti Sigurgeirs Þorgeirssonar o.fl. (1990) um haust- og vetrarrúning má lauslega áætla að vetrarrúnar ær þurfi um 10 FE/kind/ár meira heldur en sumarrúnar, séu aðrir þættir, svo sem burðartími o.fl. svipaðir. Þetta er aðeins lítill hluti af skýringunni á þeim mun sem reyndist á fóðurnotk- un milli kerfanna í þessari tilraun, sem samtals var að meðaltali um 60 FE/kind/ár. Fóðrunardagar em um 10% færri í L kerfinu, fyrst og fremst vegna seinni sauðburðar. Einkum sparast fóðurdagar að vor- inu, þegar fóðurnotkun á dag er oft allt að því tvöföld á við það sem annars gerist. Því má gróflega áætla fóðurspamað vegna seinkaðs sauð- burðar 15-20% af fóðumotkuninni í H-kerfinu, eða um 25 FE/kind/ár. Afganginn af muninum í fóðurnotk- un milli kerfa, líka um 25 FE/kind/ ár, má svo líklega skýra að mestu með aðgangi L-ánna að beit. Eg vil þó biðja lesendur um að taka þessa skiptingu ekki of hátíðlega. Lág-kostnaðar og há-afurðakerfin gáfu: • Sambœrilega frjósemi • Svipaðan fœðingarþunga og vöxt lamba Sama markmiði náð - mismunandi leiðir Freyr 1 1/98 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.