Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 30
Fjárhús og tún á Upernaviarsuk tilraunastöðinni. Þar er nú
á 4. hundrað fjár og verið að byggja 500 kinda fjárhús.
Julianeháb (Qaqortoq) er handan fjarðarins en þar hafa
félag sauðfjárbœnda og leiðbeiningaþjónustan aðsetur.
Fjárhús í Brattahlíð. Lengst t.h. grillir í elstu húsin hlaðin
úr grjóti, á miðri mynd eru „ miðaldra ” hús, fyrir aftan þau
nýleg hlaða og í framhaldi af henni ný 500 kinda stál-
grindarhús (Ljósm. Ól. Dýrm.)
þar sem skoðuð voru ný fjárhús,
túnrækt, grænfóðurrækt og garð-
yrkja. A bakaleið var staldrað við
hjá Hvalseyjarkirkju og öðrum
merkum rústum byggðar norrænna
manna þar. Heilum degi var varið til
ferðar til Garða (Igaliku), fyrst siglt
inn að Qoroq skriðjöklinum inn á
milli ísjaka en síðan var tekið land
við Itilleq við Emksfjörð og gengið
svokallaðan Kóngsveg austur að
Görðum sem eru við botn Einars-
fjarðar. Þar voru skoðaðar ýmsar
norrænar rústir og á leið til skips gaf
að líta fé í grösugum sumarhögum,
nýleg fjárhús Garðabænda og
fallegar nýræktarspildur neðan við
þau. I lokin var farin hálfsdagsferð
sjóleiðis til Brattahlíðar (Qassiar-
suk) við Eiríksfjörð, beint á móti
Narsarsuaq, en þar er mikill fjárbú-
skapur. í Brattahlíð nam Eiríkur
rauði land í lok 10. aldar og þar er
minnisvarði um hann auk ýmissa
fomra rústa. A staðnum var m.a.
reist fyrsta kirkja á Grænlandi um
1000, heitin eftir Þjóðhildi konu Ei-
ríks. Við skoðuðum nýleg, vönduð
fjárhús Brattahlíðarbænda og rædd-
um um fjárbúskapinn eftir að hafa
skoðað hinar norrænu fornminjar
við ágæta leiðsögn forstöðumanns
Þjóðminjasafns Grænlendinga.
Okkur var alls staðar vel tekið og
mæli ég hiklaust með heimsóknum
til Grænlands.
Þannig stóð á flugi að ég og fær-
eysku fulltrúamir á fundinum höfð-
um dagstund aflögu eftir að aðrir
voru farnir. Þann dag var veður best
og gengum við til fjalla, allt upp að
Kiagtut skriðjökli í sól og blíðu,
skoðuðum bæði beitt og friðað land,
nutum náttúmfegurðar og hittum af
tilviljun bónda sem var að vinna við
túnrækt á bökkum jökulárinnar niðri
í dalnum, víðs fjarri bæjarhúsum.
Þar höfum við sennilega séð eitt
stærsta túnið á Grænlandi því að um
30 ha sagðist bóndinn búinn að
rækta með syni sínum en þeir eru
með 530 vetrarfóðraðar kindur.
Seint hafði sprottið vegna mikilla
þurrka framan af sumri og voru þeir
ekki farnir að slá en annars staðar
sem við komum voru bændur að
heyja, mest í votheysrúllur.
Sveitabúskapur á
Grænlandi byggist á
sauðfjárrœkt sem
takmarkast við Suður-
Grœnland, einkum
Austurbyggð, þar sem
norrænir menn námu
land ífótspor Eiríks
rauðafyrir 1000 árum.
Sauðfjárbúskapur á
Grænlandi
Sveitabúskapur á Grænlandi byggist
á sauðfjárrækt sem takmarkast við
Suður-Grænland, einkum Austur-
byggð, þar sem norrænir menn
námu land í fótspor Eiríks rauða
fyrir 1000 árum. Fjöldi staðamafna
og fornminja vitna um liðna tíð sem
varðar okkur Islendinga öðmm
fremur. Fjárbúskap Grænlendinga
svipar mjög til búskapar okkar, þeir
búa við íslenskt fé, nota íslenska
hesta og kaupa ýmsar rekstrarvörur
héðan. Frá íslandi hafa þeir fengið
sérfræðilega aðstoð við að byggja
upp sauðfjárræktina, einkum varð-
andi túnrækt, meðferð beitilanda og
kynbætur sauðfjár. Þar hafa einkum
komið við sögu starfsmenn Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins en
Bændasamtök íslands (áður Búnað-
arfélag Islands) hafa um fjölda ára
annast fyrirgreiðslu vegna starfs-
þjálfunar ungra Grænlendinga á ís-
lenskum fjárbúum. Nú em græn-
lensku fjárbúin 49 að tölu og fram-
fleyta þau 66 fjölskyldum. Margir
þessara bænda hafa notið leiðsagnar
íslenskra fjárbænda. Þannig koma
íslensk áhrif mjög greinilega fram,
svo sem í ræktun, fóðuröflun, fóðr-
un, vélakosti og innréttingum fjár-
húsa. Erfiðar samgöngur og miklar
30- Freyr 1 1/98