Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 19
Gœðastýring
í sauðfjárbúskap
/
Aseinni árum hefur mikið verið
fjallað um gæðastýringu í land-
búnaði og þá gjaman í tengslum við
umhverfisvernd (1). Hvað sauðfjár-
ræktina varaðar eru skilyrði til
gæðastýringar hagstæð að mörgu
leyti, m.a. vegna mikillar og reglu-
bundinnar skráningar á búunum. Þá
er oft réttilega bent á hreinleika og
gæði afurðanna, m.a. vegna sér-
stöðu íslenskra búskaparhátta, og
því er eðlilegt að bændur leiti eftir
viðurkenningu á þeim gæðum (2).
Umhverfistengd
gædastýring
Búnaðarþing 1995 markaði stefnu
um gæðastýringu í landbúnaði (3).
Þá hafði þessi málaflokkur verið til
meðferðar hjá ýmsum aðilum um
a.m.k. tveggja ára skeið. Fyrir lágu
reglur um lífræna landbúnaðarfram-
leiðslu sem fólu í sér mikla gæða-
stýringu. I kjölfar ályktunarinnar
var farið að vinna skipulega að mót-
un frekari reglna o.fl. Þá hefur verið
leitað erlendra fyrirmynda en
áhersla lögð á að vera innan alþjóð-
legs ramma hvað varðar lífrænan
landbúnað að teknu tilliti til ís-
lenskra aðstæðna (4). Við mótun
þessara reglna hefur umhverfisteng-
ing gæðastýringar verið í heiðri
höfð í anda ályktunar Búnaðarþings
1995. Umhverfiskröfumar em
reyndar tiltölulega miklar miðað við
það sem almennt gerist erlendis og
því er hér jafnframt á ferðinni um-
hverfisvottun sem nú ryður sér til
rúms víða um lönd. Síðan er það
neytenda að vega og meta hvers
virði þeir telja þá vottun eða viður-
kenningu á tilteknum búskapar- eða
framleiðsluháttum. Fyrir sauðfjáraf-
urðir getur slíkt skipt máli bæði á
innlendum og erlendum markaði.
Bent hefur verið á hve mikilvægt er
að geta sannreynt og rakið uppruna
vömnnar, talað er um gæðakeðju
allt frá bónda til neytenda (5). Það
eiga þær reglur og eftirlitskerfi sem
nú liggja fyrir að tryggja í sauðfjár-
rækt og ýmsum öðmm búgreinum.
Um er að ræða tvo valkosti.
eftir
Ólaf R. Dýr-
mundsson
ráðunaut hjá
Bændasam-
tökum íslands
Vistvænn
sauðfjárbúskapur
Með setningu reglugerðar um sér-
tækt gæðastýrða íslenska landbún-
aðarframleiðslu nr. 89/1996 var í
fyrsta skipti skilgreint millistig á
milli lífræns landbúnaðar og al-
menns landbúnaðar við íslenskar
aðstæður. Um slíka gæðastýringu er
enginn alþjóðlegur rammi til enda
gerðar mismiklar umhverfiskröfur,
hér all miklar. Til hliðsjónar voru þó
hafðar reglur í ýmsum löndum, sér-
staklega á Norðurlöndum. Sauðfjár-
bændur hafa tekið þessu fmmkvæði
vel og hafa nokkuð á annað hundrað
bændur og þrjú sláturhús hlotið við-
urkenningu landbúnaðarráðuneytis-
ins skv. reglugerðinni. Slátrun í
samræmi við reglumar hófst lítil-
lega haustið 1996 en var töluverð
haustið 1997. Dálítið hærra verð
hefur verið greitt fyrir kjötið. Áhugi
er á að fá ullina í vinnslu, m.a. vegna
erlendra fyrirspuma, en magnið er
ekki enn nægilegt til að fara út í
hana.
Reglugerð um vistvæna landbún-
aðarframleiðslu nr. 504/1998 sem er
nýkomin út leysir nú reglugerð nr.
89/1996 af hólmi. Nokkuð hefur
verið á reiki hvort nota eigi lýsingar-
orðið vistvænn eða vistrænn sem
bæði em góð og gild nýyrði. Að til-
lögu Islenskrar málstöðvar ákvað
landbúnaðarráðuneytið að nota lo.
Freyr 1 1/98 - 19