Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 32

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 32
Gunnar Bjarnasonfrá Fœreyjum still- ir sér upp til myndatöku með heima- ganginum í Görðum. Islenska féð hentar vel aðstœðum á Grœnlandi. 1966. Þann vetur voru mikil harð- indi, vetrarbeitin brást, vorið var hart, fóður skorti og fé féll í stórum stíl. Haustið 1967 voru settar á að- eins 19.000 kindur en fjárfjöldinn var kominn upp í 34.000 haustið 1975. Þann vetur varð aftur mikill fjárfellir og fór talan niður í 20.000 haustið 1976. Aftur fjölgaði nokkuð en fé fór síðan að fækka, var 22.000 haustið 1987, 16.000 haustið 1994 en hefur fjölgað síðustu árin upp í nær 21.000. Þótt búum hafi fækkað eru þau að stækka og reiknað er með nokkurri fjölgun fjár næstu árin. Eftir fjárfellina miklu á 7. og 8. áratugunum varð veigamikil stefnu- breyting í sauðfjárræktinni á Græn- landi sem hefur leitt til verulegra breytinga í vetrarmeðferð fjárins og þar með meðferð beitilanda, a.m.k. í nágrenni bæjanna þar sem álagið var mest. Landið er í opinberri eigu, heyrir undir landsstjómina sem hef- ur aðsetur í Nuuk. Frá og með haust- inu 1978 var lögskipað að öllu fé skyldi tryggt húsaskjól að vetrinum. Þá færðust fjárhúsabyggingar mjög í vöxt og hefur mikið verið byggt und- anfarin 20 ár með miklum opinber- um styrkjum. Sömuleiðis var farið Fé á beit við Kóngsveg. Land er víðast hvar grýtt og erfitt til rœktunar en í út- haga er fjölbreyttur gróður og dilkar geta orðið rígvœnir. að leggja áherslu á að stækka túnin og rækta grænfóður til að renna stoðum undir viðunandi vetrarfóðr- un þar sem lítið er treyst á vetrarbeit og hún að mestu aflögð miðað við það sem áður var. Á ákveðnum stöð- um er jarðvegseyðing álitin verulegt vandamál og talið er að þessar breytingar í búskaparháttum muni verða mjög til bóta. Nú er svo komið að fé er á gjöf frá nóvember og fram yfir sauðburð í maí. Þótt ræktunar- skilyrði séu víðast hvar erfið heldur túnræktin áfram enda á að draga úr notkun aðflutts fóðurs sem er aðallega fiskimjöl og graskögglar frá Islandi og komfóður frá Danmörku. Árið 1990 voru túnin samtals 445 ha en eru nú nær 800 ha. Uppskera á ha fer vaxandi, hefur um það bil Eftir fjárfellina miklu á 7. og 8. áratugunum varð veigamikil stefnubreyting í sauðfjárrœktinni á Grænlandi sem liefur leitt til verulegra breytinga í vetrarmeðferð fjárins og þar með beitlanda. tvöfaldast á þessum áratug og er nú svipuð og á Islandi. Mest er verkað í rúllur, þar með grænfóður svo sem bygg, og er vélakostur svipaður og á Islandi. Ræktun og vélakaup njóta verulegra opinberra styrkja. Vænleiki dilka hefur lítið breyst á þessum áratug, hefur verið á bilinu 32,7-38,4 kg á fæti. Var 37,3 kg í fyrrahaust en meðalfallþungi var þá rúm 14 kg. Síðustu árin hefur væn- leikinn aukist þótt frjósemin hafi aukist og em nú um 1,3 lömb að meðaltali til nytja eftir ær og geml- inga. Þessi þróun endurspeglar eink- um bætta fóðmn og meðferð fjárins. Sumarhagar em víða ágætir og með hóflegri nýtingu þeirra er hægt að ná góðum vænleika. Bændur hafa fengið greitt eftir lífþunga en í haust á í fyrsta skipti að greiða eftir fall- þunga. Frá og með 1. nóvember verður skylt að einstaklingsmerkja allt búfé á Grænlandi. Féð er eyma- markað líkt og á íslandi. Verið er að koma á skýrsluhaldi til að treysta undirstöður ræktunarstarfsins og hefur verið leitað eftir ráðgjöf frá Bændasamtökum Islands um þau efni. Nú starfa þrír ráðunautar við leiðbeiningar og er stefnt að meiri einstaklingsráðgjöf því að kröfumar frá bændunum fara vaxandi með aukinni þekkingu og breyttum bú- skaparháttum. 32-Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.