Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 22

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 22
mæling er tekin á svipuðum stað og fyrmefnt J-mál sem er mesta fitu- þykkt á 12. rifi (Halldór Pálsson, 1939). Þessar mælingar hafa svipað spádómsgildi hvað varðar vefjasam- setningu skrokka. GR mælingin hef- ur einnig verið notuð við kjötmat í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. GR málið er fremur auðvelt í töku og hefur allgott spádómsgildi hvað varðar vefjasamsetningu skrokka. Málið hefur verið tekið með handvirkum mæli sem hefur verið í notkun í öllum sláturhúsum hér á landi síðan 1988. Þetta mæli- tæki hefur þá vankanta að ekki reyn- ist unnt að mæla alla skrokka þar sem hraði sláturbandsins er of mik- ill. Þá getur munað nokkru við ákvörðun rétts mælistaðar og munur getur verið á milli matsmanna í því hve þétt þeir þrýsta að síðunni við mælingu. Þessi handvirki mælir býður heldur ekki upp á samsvar- andi nákvæmni í mælingu og gagna- vinnslu og rafrænn mælir gerir. Nýr rafrænn mælir var því hannaður með vankanta þess gamla í huga. Ekki verður farið út í nákvæma tæknilega lýsingu á þessum mæli hér. Andrés Jóhannesson yfirkjöt- matsmaður hefur haft forgöngu um hönnun nýja mælisins sem og þess handvirka. Mælingar á vefjaþykkt milli rifja (BWT = body wall thickness) í mis- munandi fjarlægð frá miðlínu hryggjar hafa reynst gefa áhugaverð spádómsgildi hvað varðar vefjasam- setningu skrokka. I Svíþjóð er notast við mælingu sem er tekin milli 10. og 11. rifs mitt á rnilli miðlínu hryggsúlu og miðlínu kviðarins, þar sem vefjaþykktin er hvað minnst. Mælisvæðið sem notast má við er u.þ.b. 10 sm2, sem gefur aukið svig- rúm við mælingu. Þetta mál er því tekið á sama stað á öllum skrokkum, sem þýðir að það er tekið tillit til stærðar skrokksins, ólíkt GR málinu sem er ávallt tekið 11 sm frá miðlínu hryggjar óháð stærð skrokksins. BWT málið er tekið með rafrænum mæli sem heitir FTC Lamb Grading Probe. Auk fitumælingar má lesa af mælinum fituprósentu skrokksins sem verið er að mæla eða fituflokk. Spádómsgildi mælinganna Notaðir voru aðhvarfsútreikingar til að bera saman mismunandi matsað- ferðir. Þessi útreikningar felast í því að fundið er út hver matsaðferðanna spáir best fyrir um raunverulega vefjasamsetningu skrokksins. Svo- kallað skýringarhlutfall (R2-coeff- icient of determination) og RSD gildi (residual standard deviation) eru notuð við samanburðinn. Skýr- ingarhlutfallið segir til um hve stór hluti heildarbreytileikans skýrist af aðhvarfinu eða þeirri skýribreytu sem notuð er til að lýsa vefjahlut- föllum skrokksins, því hærri tala því betra. RSD gildið segir til um frávik mæligildanna frá aðhvarfslínunni, Því lægri sem talan er því betra. RSD gildið er í raun öruggari sam- anburðaraðferð en sú fyrmefnda. I töflu 1 má sjá niðurstöður að- hvarfsútreikninga þar sem notuð var ein skýribreyta til að spá fyrir um fitu- og kjötprósentu í lambs- skrokki. FTC Lamb Grading Probe sagði betur til um fituprósentu og kjötprósentu en sá íslenski (ICE- MEAT) gerði. Sænski mælirinn kemur einnig betur út en sjónmats- kerfin bæði. Það er augljóslega framför af því að skipta yfir í SEU- ROP kerfið frá því íslenska. Fitumat í báðum matskerfum hefur ennfrem- ur meira spádómsgildi en mat á holdfyllingu og vaxtarlagi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem komið hefur fram í erlendum tilraunum. Tekið skal fram að hér er einung- is fjallað um mælingar sem teknar 1. Tafla. Spádómsgildi skýribreyta um fituprósentu og kjötprósentu ■ íslenskum lambsskrokkum Skýribreytur Fitu %____ Kjöt %_______________ Fjöldi Mæling/gæðamat RSDa Rjj RSD Rj skrokka FTC Lamb Grading probe, mm Heitur skrokkur, BWT 2,24 61,7 2,48 26,7 187 ICEMEAT GR Probe, mm Heitur skrokkur, GR 2,38 57,8 2,65 19,1 181 SEUROP gæða mat Holdfylling & vaxtarlag 3,12 25,1 2,85 2,5 191 Fituflokkun 2,35 57,4 2,54 22,5 191 Islenskt gæðamat Holdfylling & vaxtarlag 3,48 6,7 2,89 Oqemc 191 Fituflokkun 2,74 42,2 2,59 19,5 191 Fallþungi (heit vigt) kg 3,02 30,8 2,83 4,9 182 a RSD - Residual Standard Deviation (í fitu- og kjöt- % einingum) b R2- Skýrihlutfall (coefficient of determination) c EM - aðhvarfsúrreikingar ekki marktækir 22-Freyr 1 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.