Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1998, Blaðsíða 11
1. mynd. Súlumar sýna innlagt magn af haustull, umreikn- að í hrein kg samkvœmt mati á hreinleika, frá 1992 til 1997, en lína sýnir meðalverð til bœnda fyrir hvert hreint kg. að við núgildandi verðlagsgrundvöll er einnig sýnt á 1. og 2. mynd. Þar kemur fram að verð á vetrarull hefur hækkað hlutfallslega mun meira á tímabilinu eða um tæp 20% (55 kr/ kg) en haustullin hefur hækkað um tæp 9% (37 kr/kg). Þessar hækkanir stafa af bættri ullarflokkun og eru breytingar á mati á hvítri ull sýndar á 3. mynd fyrir haustull og 4. mynd fyrir vetrarull. Haustullin hefur frá upphafi verið metin að mestu í H-1 og H-2 og undanfarin tvö ár hefur hlutfall haustullar í H-1 vaxið veru- lega, aðallega á kostnað H-2 en H-3 fer einnig minnkandi. Hlutur Úr- valsflokks í haustullinni hefur hins vegar ekki vaxið en þar eru gerðar kröfur um að ullin sé alhvít. Engin vetrarull kemst í Úrvals- flokk en hlutfall H-3 í vetrarullinni hefur minnkað mjög mikið og í staðinn kemur ull sem flokkast í H-1 og H-2. Veturinn 1997 voru 55 tonn af vetrarull metin í H-3 en 117 tonn veturinn 1993. Þessi þróun hefur mest að segja fyrir hækkun á meðal- verði þar sem verð á ull í H-3 er miklu lægra en í betri flokkunum. Sumarull fer nær öll í H-2 og H-3, yfirleitt meirihlutinn í H-3. Frá gildistöku reglugerðar um ullarmat 1990 hefur ekki verið greitt fyrir ull sem metin er í úrkast enda er hún ekki hráefni til vinnslu. Nú berast innan við 10 tonn á ári af ull sem verður að fleygja, sem er aðeins lítið brot af því magni sem flokkað- 2. mynd. Súlumar sýna innlagt magn afvetrarull, umreikn- að í hrein kg samkvcemt mati á hreinleika, frá 1993 til 1998 (heildarmagn 1998 er áœtlað), en lína sýnir meðalverð til bœndafyrir hvert hreint kg. 3. mynd. Niðurstöður mats á haustull 1992-1997. Súlumar sýna hlutfall í hverjum flokki. 60 50 - 92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 Ár 4. mynd. Niðurstöður mats ávetrarull 1993-1998. Súlumar sýna hlutfall íhverjum flokki. Freyr 1 1/98 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.