Freyr - 01.12.1998, Síða 6
Fjölskylda Elínar og Björits. Standandi frá vinstri: Hanna Siv, Hörður
Gunnar og Karl Magttíts. Þau sitja ineð tvíburana Baldur Þór og Unnar
Frey.
ég held aðallega hettumávur en líka
hrafninn. Héma heima við bæ eru
rúllumar óhultar.
Þegar húsin voru byggð, var hugs-
að fyrir því að það væri hægt að fara
með heyhleðsluvagn inn á fóður-
ganginn og gefa beint úr honum, en
fjósið var tekið í notkun árið 1976.
Ég gef svo fóðurbætinn í mjalta-
básnum. Þar era sjö mjaltatæki en
pláss fyrir 14 kýr.
Ofskipulagning
Finnst ykkur þið hafa álika
afkomu eftir að þið fluttuð heim og
í Svíþjóð?
Það má segja að laun séu ekkert
svo há hérna, en kröfurnar eru
kannski líka minni. Hins vegar er
það ýmislegt annað sem dró mann
heim. Úti var allur tími manns eitt-
hvað svo skipulagður upp á mínútu;
vinnutími, koma krökkunum í
skóla, sækja þau o.s.frv. Svíar
hugsa svolítið öðravísi en við og
persónuleg samskipti fólks era t.d.
veralega minni en hér.
Nýtist þér starf þitt hjá Volvo nú
eftir að þú ert fluttur heim?
Já, bæði vélfræðin og einnig það
sem ég lærði um rekstur fyrirtækis.
Ég vann einnig svolítið við
fjárhagsáætlanir og var verkstjóri
með eigin fjárhagsábyrgð. Auðvit-
að nýtist þessi reynsla manni öll
beint og óbeint. Sama má segja um
félagsmál sem maður tók þátt í.
En Elín, hvernig fannst þér að
búa í Svíþjóð miðað við hér?
Ég er lærður leikskólakennari og
vann þama úti bæði á leikskóla og í
almennum skóla. Mér fmnst við
lifa skemmtilegra lífi núna og að
það gefi mikið meira. Nú er maður
meira sinn eiginn herra. Eftir heim-
komuna fór ég strax að vinna á
leikskóla á Stokkseyri, en síðan fór
ég yfir í Grunnskólann en hér er
sameiginlegur grunnskóli fyrir
Stokkseyri og Eyrarbakka, bæði
skólahúsin eru notuð, eldri bömin
era á Eyrarbakka en þau yngri á
Stokkseyri og ég hef kennt í báðum
deildum. Ég stefni hins vegar að
því að taka meiri þátt í búrekstr-
inum og draga úr kennslunni.
í Skövde réð maður afar litlu
sjálfur, fór í vinnuna og kom heim og
allt var afar niðumjörvað. Eini tím-
inn sem maður réð sjálfur vora
sumarfrisvikumar. Ég held að ís-
lendingum falli almennt ekki þessi
mikla skipulagning. Við vildum
losna úr þessari skipulagsspennu og
svo dró margt hér á landi okkur til
sín, ættingjar og fleira. Hér er allt
annar andi og óstressaðri. Fólk þorir
að reyna eitthvað sjálft og það hittist
miklu meira og er ekkert feimið við
að fara í heimsóknir og eiga sér góða
stund saman. Úti er þetta allt svo
þvingað, maður fer ekki í heimsókn
til fólks nema vera boðinn. Manni
fannst jafnvel að það væri ekkert
mikill samgangur milli náinna
ættingja þama, þó að þetta sé
sjálfsagt misjafnt. Fjölskyldan á sér
einhvem lítinn kunningjahóp og það
er alltaf sama fólkið sem er að hittast,
jafnvel virðast sömu helgar á hveiju
ári ætlaðar sömu gestunum ár eftir ár.
Fólk þama hugsar allt öðravísi en
við. Það mundi aldrei láta sig
dreymaumaðsegja: Eigumviðekki
að skreppa eitthvað á morgun, eins
og okkur gæti dottið allt í einu í hug
að fara Þingvallahringinn eða
eitthvað annað.
Við höfðum það mjög gott úti og
við sjáum ekkert eftir þessum áram,
en maður var ósköp feginn að koma
heim.
Hefur þú, Björn, tekið þátt í
félagsmálum tengdum búskapnum
eftir að þú komst heim?
Já, ég varð formaður í Búnaðar-
félagi Stokkseyrarhrepps sl. vor,
það er lítið félag en á þó búQár-
áburðardreifara. Ég tel að hreppa-
búnaðarfélögin eigi fullan rétt á sér
enþaumegaekki verðaoflitil. Það
eru mörg mjög virk búnaðarfélög
hér í sýslunni þar sem hreppamir
era stærri.
Svo er ég formaður landbúnaðar-
6- FREYR 14/98