Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Síða 7

Freyr - 01.12.1998, Síða 7
nefndar í nýja sveitarfélaginu hér sem kallað er Arborg, nefndin er lítið farin að starfa en ég býst við að hún þurfi að fjalla um landareignir sveitarfélagsins, það er t.d. mikið af hrossum héma sem og búijárhald og annað sem við kemur landbúnaði. Ég er ánægður með Búnaðarsam- band Suðurlands, ég fæ þar þá þjónustu sem ég hef beðið um. Ég spyr ráða i sambandi við fóðrun kúa og ég fæ efnagreind heysýni. Gerirþú áburðaráœtlun? Nei, ég hef borið á eftir gömlum vana, u.þ.b. 500 kg af _Móða 3 á ha, ásamt með mykju. Ég hef viljað fara rólega af stað með áburða- áætlun, byggja þetta á þeim grunni sem var og smám saman breyta eftir eigin höfði út frá reynslu, en breyta ekki því sem virkar vel. Geri við sjálfur Nú á tímum er vinsœlt að tala um hagrœöingu, hvar finnast þér helst sóknarfæri að gera betur í búskapnum? Ef ég á að taka sjálfan mig sem dæmi, þá reyni ég að gera sjálfur við sem mest af vélum sem bila, ég nota gjaman gamlar vélar og það má spara heilmikla peninga með því að vinna klukkutíma lengur nokkra daga á ári, t.d. að vera aðeins lengur að slá með gamalli vél heldur en nýrri, eða lengur að rúlla. Ég tel að það sé víða offjárfesting í tækjum í íslenskum landbúnaði. Hér i Holti hefur það tíðkast lengi að gera við vélamar heima, ég fékk góðan gmnn við það í uppvextinum og það hefur líklega ráðið því hvaða nám ég valdi mér. Teldir þú til framfara að skipta við verktaka, t.d. í heyskap og fieiru? Það á alveg rétt á sér. Nú þegar eiga víða tveir bændur saman rúlluútgerð til heyskapar hér í kring. Hins vegar er það þekkt að hirðingarstundir em stopular, öllu þarf að bjarga á stundinni því að spáð er rigningu að kvöldi. Verktakavinna er þegar hafin, t.d. við hirðingu í stórbagga hér á Suðurlandi. Svo er hér mikið um hrossaeigendur sem em að heyja þetta 3-4 ha og þá rúlla bændur í nágrenninu oftast fyrir þá. Hins vegar er þetta líka spuming fyrir verktakann hvað borgar sig, þetta er ekki langur tími á ári sem t.d. heyskapur stendur. Varðandi búrekstur minn hef ég hugsað mér að endumýja tækin smám saman, ég ætla hins vegar ekki að taka meiri lán en nú hvíla á rekstrinum, við emm með heilmikil lán eftir yfirtöku á búinu, en veltan þolir það. Maður þarf að hafa þolinmæði í búskapnum rétt eins og við að koma sér þaki yfir höfúðið. Nú á tímum vill unga fólkið eignast allt í einu, hús, bíl og annað og allt á lánum og lánastofnanir ala á þessu. Hagrœðing í vinnslu búvara? Mér finnst sú hagræðing hafa verið á góðu róli hér á Suðurlandi að undanfömu. Mjólkurbú Flóa- manna hefúr verið að stækka svæði sitt og nær nú austur á Homafjörð. Sláturfélag Suðurlands og Höfn- Þríhyrningur eru nokkuð stór fyrirtæki bæði tvö og svo er KASK á Höfn með slátrun. Það mætti kannski hagræða meira norðanlands, bæði mjólkurbú og sláturhús, enda er það í gangi, heyrist manni. Það er mikill kostur að bændur eiga þessi fyrirtæki sjálfir, eins og Mjólkurbú Flóamanna. Þar sem þéttbýlisbúar eiga fýrirtækin með bændum í gegnum kaupfélögin, þá er erfiðara að sameina, kannski vegna atvinnu sem þau skapa í þéttbýlinu á hverjum stað. Hvað ert þú með af hrossum? Ég er með hesta svona rétt _til að geta smalað landareignina. Ég tel mig ekki hestamann þó að ég hafi gaman af að fara á bak. Svo eigum við hjón tvær hryssur sem við ætlum að halda undir góða hesta og sjá hvað kemur út úr því eftir nokkur ár. A Holt afrétt? Við emm með afrétt með Skeiða- og Flóamönnum. Hér er engin kind núna en meðan hér var fé þá gekk það i seinni tíð í heimalandinu á sumrin. Holti tilheyrir heilmikið land, eða hátt í 700 ha mýrlendi. í raun tilheyrði þetta fimm jörðum upphaflega, sem vom sameinaðar, þ.e. Qórar undir Holt; Breiðumýrarholt, Oddagarðar, Brú og Gljákot. Á Oddagörðum var búið fram til 1945 eða 46. Holt er eignarjörð. Þurfa að kunna á ESB kerfið Fylgdist þú með því þegar Svíþjóð gekk í Evrópusambandið og afleiðingum þess fyrir sœnskan landbúnað? Ég hef fylgst með því í gegnum sænsk blöð eftir að við fluttum hingað. Verð til bænda á afúrðum þeirra snarlækkaði við inngönguna en á móti hafa alls kyns styrkir aukist. Þá hefúr skriffinnska vaxið gífúrlega. Sænskir bændur hafa nú fengið um 120 mismunandi eyðublöð til að fylla út eftir inngöngu í ESB. Allt búfé er merkt. Ef kýr fer yfir til nágrannans þá á að láta vita af því að hún hafi farið út fyrir landareignina, það er út af hugsanlegri smithættu. Þetta er allt mjög stirt. Eitt hið mikilvægasta fyrir bænd- ur i ESB er að kunna á kerfið, þ.e. styrkina. En hver hafa orðið áhrifin á sœnskan landbúnað í heild? Mér skilst að í heild hafi umsvif hans vaxið, t.d. er útflutningur nú meiri, en sænskum bændum hefur fækkað og búin hafa stækkað og landbúnaður í norðurhéruðunum hefur dregist verulega saman. Annars held ég að sænska ríkisstjómin hafi mikið á valdi sínu hvað hún gerir við peningana ffá Brussel. í Finnlandi hefur að ríkisstjómin farið mjög illa með bændur við inngöngu í ESB, enda voru finnsk býli mjög lítil, þetta með 12-13 kýr að meðaltali. Það er óhemjumikið fjármagn notað í landbúnað í ESB, ég hef heyrt að helmingur af fjárlögum sambandsins fari í það að styrkja landbúnað. Þegar hagfræðingar vilja flytja inn matvæli hér þá er ekíci nefnt að þetta er allt stórlega niðurgreitt. Ég tel að Islendingar verði að halda landbúnaði sínum, a.m.k. fyrir innanlandsneysluna, búum á eftir að fækka og þau að stækka, kúabú þarf að hafa a.m.k. 130-140 þúsund lítra kvóta til að framfleyta fjölskyldu, sauðfjárbúin eiga líka eftir að stækka. FREYR 14/98 - 7

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.