Freyr - 01.12.1998, Síða 12
Huga þarf vel að
lokaeldinu!
Nú er ákaflega misjafnt hvað þarf
að gefa mikið kjamfóður til þess að
ná falli í UN IA sem er hæsti
verðflokkur nautakjöts, en eins og
áður er getið fer það fyrst og fremst
eftir tegundum eldisgripa og
heygæðum. Ef við gefum okkur að
gripurinn hafí fengið 20% af
grunnfóðurþörfum sinum sem
kjamfóður sem kostar 30 kr/FE og
fóðureiningin í heyinu kostar 13,10
kr., samanber töflu 1, þá lítur
dæmið svona út;
Grunnfóðurkostnaður = 30 x
0,2 + 13,10 x 0,8 = 16,48 kr/FE
Miðað við uppgefnar forsendur
hefði þetta grunnfóðurverð skilað
um 21.000 kr. framlegð með
Galloway blendings nautum, um
17.000 kr. með íslenskum nautum
og um 6.000 kr. með íslenskum
uxum. Hér hefur kjarnfóðrið
veruleg áhrif til hækkunar á
grunnfóðurkostnaðinn. Það sem
við erum fyrst og fremst að ná
með kjarnfóðurgjöfinni er meiri
orka til þess að ná ásættanlegri
fituhulu fyrir slátrun. Venjulegar
kjarnfóðurblöndur eru því
óþarflega fínar og dýrar i þessum
tilgangi og t.d. maísmulningur
eða valsað bygg kemur að
jafngóðum notum.
Ef stefnt er að því að framleiða
föll í hæsta verðflokki er lokaeldi
nauðsynlegt í flestum tilvikum en
það er það skeið kallað sem setur
gripina í ásættanlegt form fyrir
slátrun. Með kjamfóðurgjöf er
fóðurstyrkurinn aukinn, vaxtar-
hraðinn eykst og holdfylling og
fítuhula eykst en heyátið minnkar.
Framlegð eldisins veltur oft á því
hvemig til tekst með lokaeldið.
Því miður hafa engar skipulagðar
tilraunir verið gerðar með mis-
munandi lokaeldi á Islandi en
stefnt er að það verði næsta
kjötverkefnið í Möðruvallar-
Qósinu. Bændur, margir hverjir,
hafa verið að prófa sig áfram og
reynsla þeirra og okkar á Möðru-
völlum bendir til þess að rúm ein
til ein og hálf fóðureining i
kjarnfóðri að meðaltali í 2 - 3
mánuði dugi til þess að koma M
(magur flokkur) nautum í A
flokk.
Grunnfóðurverðið
og tegund slátur-
gripa ræður réttri
sláturstærð!
Rétt sláturstærð er þegar eldis-
gripurinn gefur mestu fram-
legðina til bóndans. Þeir þættir
sem þar hafa mest áhrif eru
dregnir upp á myndum 4 og 5.
Grunnforsendur eru hins vegar
sýndar í töflu 3. Það sem fyrst og
fremst ræður réttri sláturstærð er
grunnfóðurverðið. Þvi dýrara sem
það er því skynsamlegra er að
slátra léttari gripum sem eru enn í
góðum vexti. Það er þó regin
munur á milli uxa (mynd 4) og
ógeltra nauta (mynd 5). Þannig
fer aukin sláturstærð ekki að hafa
neikvæð áhrif á framlegðina fyrr
en grunnfóðurverðið fer yfír 22 -
23 kr/FE hjá nautunum, en hjá
uxunum strax við 12 -13 kr. Það
er þvi sennilegt að rétt sláturstærð
uxa sé talsvert minni en hjá
nautunum. Á tímum þegar erfítt
er að fá nautgripaslátrun getur
verið mjög dýrt fyrir bóndann að
fá ekki slátrun á kjörtíma,
sérstaklega hjá uxunum þar sem
framlegðin getur auðveldlega
orðið neikvæð.
Góður aðbúnaður
er ein forsenda
ásættanlegrar
afkomu!
Að lokum vil ég koma að atriði
sem margir bændur virðast ekki
hugleiða en getur skipt sköpum
um arðsemi eldisins, en, það er
aðbúnaður gripanna. Ég hef
Tafla 3. Grunnforsendur sem notaðar eru til þess að bera saman áhrif sláturþunga hjá
íslenskum nautum og uxum á framlegð nautakjötseldis. Byggt á uxa- og nautatilraunum
á Möðruvöllum 1991 - 1996.
íslensk naut íslenskir uxar
Meðal lífþungi við slátrun: 355 kg 404 kg 457 kg 353 kg 398 kg 448 kg
Kálfur, kr 3.000 3.000 3.000 3.000 3.000 3.000
Mjólk , 300 1 @ 30 kr 9.000 9.000 9.000 9.000 9.000 9.000
Fallþungi, kg 169 194 222 157 182 211
Fóðurþarfir, FE 1.409 1.765 2.125 1.685 2.189 2.962
Nýtingastuðull fóðurs* 0,94 0,94 0,94 0,94 0,94 0,94
FE/kg fall 8,9 9,7 10,2 11,4 12,8 14,9
Aldur sláturgrips, dagar 418 485 540 487 595 721
Skilaverð til bónda, kr/kg 310 310 310 310 310 310
* Byggt á útreikningi á fóðumýtingu Möðruvallarbúsins.
12- FREYR 14/98