Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 15

Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 15
Hann rökstuddi áherslu á síðast- nefnda eiginleikann með því að í fyrirsjánlegri framtíð yrði farið að nota kyngreint sæði og því yrðu nær allir nautkálfar sem fæddust blendingskálfar undan holdanaut- um og mundi því reyna enn meira á að kýmar ættu létt með burð. Mismunandi ræktunarmarkmið Þama kynnti hann síðan mjög umfangsmikla útreikninga sem hann hefur unnað að um áhrif af ræktunarstarfi sem tók mið af mismunandi ræktunarmarkmiðum. Hann bar þar saman annars vegar það sem hann taldi ræktunarmark í svartskjöldóttu kúnum vestanhafs, með megináherslu á afurðamagn en auk þess talsverða áherslu á júgur og spena, og hins vegar það sem hann taldi norsku ræktununin þar sem mótstaða gegn júgurbólgu og afurðageta fá jafnt vægi, auk þess sem tekð er tillit til annarra eiginleika sem nefndir em hér að framan. Þá nefndi hann þrjá aðra valkosti þar sem mest áhersla var lögð á afurðir en um leið vemleg á alla hina eiginleikana, en þetta taldi hann mismunandi afbrigði af „norrænum“ ræktunaráherslum um þessar mundir. Meginniðurstaða í útreikningum hans var sú að ef valið væri út frá ræktunarmarkmiði fyrir svartskjöld- óttu kýmar, en framtíðin væri í takt við norsku áherslumar eða öfugt, þá mundi ræktunarstarfið í raun aðeins skila búgreininni 30% þess sem ætlast ætti til. Val effir "norrænu" leiðunum skilar hins vegar í nær öllum tilfellum að lágmarki 70% af því sem mögulegt væri. Hann sýndi einnig í þessum útreikningum fram á það að það sem úrslitum ráði sé að mögulegt sé að vinna ræktunarstarfið í það stórum ræktunarhópi að verulegur ræktunarárangur náist. Einnig sýndi hann fram á að þar skipti sköpum fyrir rauðu kynin á Norðurlöndunum að geta myndað eina ræktunarheild, sem þá mundi ná til rúmlega hálfrar milljónar skýrslufærðra kúa. Útreikningar hans sýna að þó að menn kjósi að hafa ögn breytilegar ræktunará- Jerseykýr í mjaltabás. herslur í einstökum löndum (eins og eðlilegt er) þá er umtalsvert að vinna með því að nota nautastofn- inn sameiginlega við val á nauts- feðrum. í útreikningum hans eru einnig niðurstöður sem sýna að þegar jafn mikið ber orðið á milli í ræktunarmarkmiði, eins og á Norðurlöndunum og vestanhafs, þá er ekki lengur neinn teljandi ávinning að sækja í "úrvalsnautin" vestanhafs. Þetta er hlutur sem reynslan virðist raunar þegar vera að leiða í ljós í ræktun svartskjöld- óttu kúa í Danmörku. Þróun í rekstri sæðingarstöðva Þá flutti Göran Malmberg, sem verið hefur formaður NÖK síðustu tvö árin, erindi um þróun i rekstri sæðingarstöðva og sæðissölu á síðustu árum og hvað þar blasti við. Hann hefur liklega meiri reynslu í þessum efnum en nokkur annar Norðurlandabúi þar sem hann hefur starfað við sölu á sæði til annarra landa á vegum Samtaka sænskra mjólkurframleiðenda um árabil. Hann taldi líklegt að árleg velta i sæðissölu á nautgripasæði á milli landa næmi 10-12 miljörðum króna og væri hlutur Bandaríkjamanna í því um eða yfir helmingur. A síðustu árum má greina mjög áúkveðna þróun til stórfýrirtækjareksturs í þessari starfsemi. Þar eru nokkur þekkt fyrirtæki vestanhafs, sem sum hafa verið í þessari starfsemi um árabil, en bæði þar og í sumum Evrópu- löndum hafa stöðvar verið að renna saman í stærri fyrirtæki á þessu sviði á síðustu árum. Hann taldi Hollendinga (Holland Genetics) stóru stjömuna á þessu sviði á allra síðustu árum. Flest þessi fyrirtæki eru samvinnufyrirtæki þó að einnig séu þama einkarekin fyrirtæki. Göran Malmberg taldi þessa þróun mundu halda áfram. Það yrðu allmörg stór fyrirtæki, sem heföu getu til að afkvæmadæma á hveiju ári nokkur hundmð naut. Þetta yrði blanda af einkafyrirtækjum og félögum í samvinnurekstri. Hann velti síðan fyrir sér mögu- leikum Norðurlandanna i þessu sambandi. Þar væri nánari samvinna landanna lykilatriði. Norrænt fyrir- tæki, hvort sem væri í svörtum eða rauðum kúakynjum, ætti alla mögu- leika á þeim gmnni hvað stærð varðar. Sóknarmöguleikar væm i góðri fræðilegri þeldcingu og öflugra FREYR 14/98 - 15

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.