Freyr - 01.12.1998, Side 16
skýrsluhaldi en þekkist annars staðar
i heiminum, en það er atriði sem
mun skipta sköpum ef áherslur i
framtíðinni verða í átt að "norrænni"
ræktun, sem að framan ræðir.
Veikleikamir væru i skipulagi,
sölumennsku og rekstri. Nauðsyn-
legt væri að mynda sameiginlegt
norrænt fyrirtæki á þessu sviði sem
hefði markvissa framtiðarsýn til
sóknar á þessum markaði. Göran
endaði erindi sitt á að hleypa
startskoti úr startbyssu. Sagði að þar
með væri startskot þessa starfs
komið. Ráðstefnan samþykkti álykt-
un þar sem hún brýnir ræktunar-
félögin á Norðurlöndunum um að
heQast strax handa um slíkt starf.
Áhersla á afurðir
og hreysti
Þá voru erindi tveggja bænda,
annars frá Danmörku og hins frá
Svíþjóð, sem lýstu skoðunum sínum
um ræktunarmarkmið á komandi
ámm. Þeir vom mjög sammála um
að "norræna" stefnan um talsverða
áherslu á afurðagetu, en jafnhliða
vemlega áherslu á að rækta kýr sem
þyrftu sem minnsta viðkynningu við
dýralækna, væri stefna nýrrar aldar.
Danski bóndinn Tage Christensen
sýndi nýjar danskar niðurstöður sem
em í fullu samræmi við það sem
Norðmenn hafa verið að birta á
síðustu ámm um að kynbótamat
nautanna fyrir júgurhreysti endur-
speglast mjög eindregið í upplýs-
ingum um júgurbólgumeðhöndlun
hjá dætmm þeirra. Vandamálið í
ræktunarstarfínu síðustu ár væri hins
vegar að niðurstöður Interbull
(alþjóðakynbótamatsins) væm ein-
göngu um afkastagetu og nautin
væru því valin á þeim grunni, þrátt
fýrir góðar innlendar niðurstöður
gagnvart öðmm eiginleikum. Bænd-
ur treystu ekki nægjanlega
markvisst því sem þeirra eigin
samtök væm að vinna. Auglýsinga-
mennska hefði oft orðið sterkari en
beinharðar staðreyndir.
Síðari hluta mánudagsins fóru
ráðstefnugestir á feikilega mikla
kúasýningu sem haldin var m.a. í
tengslum við þennan afmælisfund
samtakanna. Þama mátti sjá afar
glæsilegar kýr og fagmennsku við
að sýna gripi, sem er óþekkt hér á
landi. Aðeins einn dómari annaðist
dóma fyrir hvem hóp gripa. Ekki
vom birtar neinar stigatölur i mati
gripanna heldur hélt dómarinn eftir
i dómhring í lokin 4-6 bestu kúnum
og raðaði þeim í gæðaröð.
Framleiðsluaðferðir
A þriðjudegi var sjónum ffekar
beint að framleiðsluaðferðum. Þar
ijallaði Henrik Solbu ffá Noregi um
þá vinnu sem í gangi hefur verið í
Noregi og Svíþjóð á síðustu ámm
með mikla áherslu á hreinleika
lanbúnaðrafurða. Svíar hafa mótað
stefnu sína undir slagorðinu,
„heimsins hreinustu matvörur,“
Danir sækja ffam undir kjörorðinu
„heilbrigðir búskaparhættir“ og
Norðmenn hafa lagt gífurlega vinnu
í að koma á skipulegri vottun ffam-
leiðslunnar. Velti ræðumaður fyrir
sér veikleika og styrleika í slíkri
þróun. Vandamálin birtust oft í því
að nákvæmar, mælanlegar skilgrein-
ingar á þessum hlutum sem um væri
rætt, væri í raun ekki að fmna.
Flestir væm sammála um að sóknar-
færin fyrir matvælaframleiðslu á
Norðurlöndunum fælust í aukinni
áherslu á gæði. Ákaflega mikilvægt
væri að fyrir hendi væri traust og
skipulegt kerfi til staðfestingar og
vottunar á ffamleiðsluferlum, sem
neytandinn bæri traust til. Gagnvart
markaði væri merking á vömnni
feikilega mikilvægt atriði. Þar þyrfti
að byggja upp traust á þekktum
merkjum, en hættan væri hins vegar
að merkingin gæti orðið frumskógur
þar sem rétta varan týndist.
Bent Jensen, sem er skólastjóri
búnaðarskólans í Vejlby í Dan-
mörku, fjallaði um erfðatækni og
búskap. Erindi hans var mjög yfír-
gripsmikið þar sem hann gerði að
umfjöllunarefni ýmsar af þeim and-
stæðum sem mættu bændum í
nútímabúskap út frá ólíkum kröfum
umhverfísins. Annars vegar stæðu
harðar viðskiptakröfur sifellt
aukinnar samkeppni, hins vegar
margháttaðar umhverfiskröfur, þar
sem m.a. tillitslausari samkeppni
skapaði aukið umhverfísálag. Hann
lagði mikla áherslu á skyldur
landbúnaðarins til að taka þátt í
slíkri umræðu og koma sjónar-
miðum sínum á framfæri. Hin
endanlega og farsæla lausn hlyti að
Glœsikýr af SRB kyni.
16- FREYR 14/98