Freyr - 01.12.1998, Side 18
deginum, var Jóhannes Torfason
kosinn formaður NÖK til næstu
tveggja ára. Árið 2000 verður
ráðstefna samtakanna haldin hér á
landi á Akureyri.
Að morgni miðvikudags var farið
í skoðunarferðir á ýmsa áhugaverði
staði í nágrenni Falkenberg.
Komið var á nýja nautastöð þar í
nágrenninu. Til að geta tekið þátt í
sölu sæðis erlendis hefur uppbygg-
ingu nautastöðvanna í Svíþjóð verið
gerbreytt á síðustu árum. I stað þess
að frysta sæði úr nautunum til
geymslu og slátra þeim siðan, eins
og gert er hér á landi og var einnig
gert þar til skamms tíma, er aðeins
tekið úr nautunum það sæði sem
þarf til að framkvæma afkvæmadóm
á nautunum. Síðan eru nautin látin
eldast og geymd þar til
afkvæmadómur fæst. Þá er þeim
flestum slátrað en þau bestu tekin til
mikillar sæðisframleiðslu. Þannig
verða lifandi um 800 naut á hverjum
tíma í ræktunarferlinum í Svíþjóð,
langstærstur hluti þeirra gripir sem
bíða dóms, þar sem meginhlutinn fer
í sláturhús þegar dómur fellur. Það
er því ljóst að reyndu nautin sem
koma til frekari nota eru orðin dýr,
þar er talað um að kostnaður á hvern
grip sé orðin á bilinu 50-70 milljónir
króna. Þessi nýja stöð hafði verið
hönnuð með tilliti til þess að
auðvelda aðgengi fólks að því að sjá
hvað gert er, án þess nokkru sinni að
geta komist í beina snertingu við
gripina.
Þá var komið á stórbýli þama í
nágrenninu þar sem heitir Sann-
arps. Land jarðarinnar er á annað
þúsund hektarar og þar er mjög
ijölbreyttur rekstur. Mikil mjólkur-
framleiðsla er þama, sem verður
vikið að nánar á eftir, auk kom-
ræktar, skógarhöggs og ferða-
ntennsku. Á búgarðinum starfaði
um tugur manns og var þar full-
komin aðgreining einstakra bú-
greina í rekstri. Fjósið var byggt
árið 1972 en hafði verið endur-
byggt árið 1993 og vom rúmar 165
mjólkurkýr í lausagöngu, en auk
þess voru mjög miklar byggingar
fyrir geldneyti. Mjólkurkúnum er
við fóðrum skipað í fjóra fóðmnar-
hópa. Þarna vom svartskjöldóttar
kýr og voru kýr í framleiðslu
fóðraðar inni allt árið, en geldkýr
fóm á beit. Meðalafurðir síðasta ár
voru tæp 12.000 kg af 4% mjólk.
Þetta em fádæma miklar afurðir.
Mikil notkun á sæði úr innfluttum
úrvalsnautum frá Bandaríkjunum
hófst á þessu búi fyrir tveim
áratugum, en nú er nautanotkun
mest úrvalsnaut frá meginlandi
Evrópu ( Hollandi, Frakklandi og
Þýskalandi). Fjósameistarinn sagði
að til þess að jafna tímamun væri
byrjað á að mjólka hámjólka kýmar
i annað málið en þær væru mjólk-
aðar síðast i hitt málið. Hann sagði
að þeir hefðu mjög velt fyrir sér
hvort ástæða væri til að taka upp
mjaltir þrisvar á sólarhring en þrátt
fyrir þetta miklar afurðir hefði
niðurstaða þeirra verið sú að slíkt
væri alls ekki hagkvæmt þar sem
öll vinna byggði á aðkeyptu vinnu-
afli eins og þama er.
Heimsókn á
dönsk stórbýli
Hópur íslendinga, sem sótti NÖK
ráðstefnununa að þessu sinni, var
töluvert fjölmennari en áður hefur
verið. Að aflokinni ráðstefnu fór
stór hluti þeirra í afar áhugaverða
kynnisferð til Danmerkur. Hér
verður sú ferðasaga ekki sögð.
Aðeins drepið á örfá atriði.
Heimsóttur var gífurlega stór
danskur herragarður, Birkelse stór-
býlið, þar sem sett hafa verið upp
vélmenni til að annast mjaltir kúnna.
Á öðmm stað í blaðinu er endursögn
af reynslu búsins i þeim efnum.
Við heimsóttum tvo af félögum
okkar úr NÖK. Lísa og Lars Peder-
sen búa nyrst á Jótlandi og eru með
á íjórða hundrað Jersey kýr. Þama
sáum við tvo menn við mjaltir þar
sem stóðu 32 kýr í mjaltabásnum í
einu og virtust þetta ákaflega léttar
mjaltir á að horfa og mikil ró yftr
öllu starfínu. Mjaltabásinn var nýr
og þannig fyrir komið að kýmar
standa samsíða í básnum og tækin
eru sett á kýmar aftan frá.
Kýmar voru þama i lausagöngu
og gengu allar saman. Fóðrað var á
heilfóðri og allar kýr á sama fóðri.
Hráefni í fóðrið var mjög fjölbreytt
og var afgangur ffá bmgghúsi þar í
nágrenni allstór þáttur þess. Sagði
Lars að viðmiðun hans væri sú að
fóðurkostnaður á hverja fóðurein-
ingu mætti ekki fara yfír eina krónu
danska. Lars sagðist hafa lært af
foður sínum að meginmáli skipti
með búfé að fóðrið færi vel í maga,
þannig að þeim liði vel að því leyti.
Hann sagðist sannfærður um að það
réði ákaflega miklu um hreysti og
heilbrigði kúnna, meira að segja
júgurheilbrigði. Annars sagði hann
slík vandamál hverfandi á búinu og
Jóhaitnes Torfason tekur við formennsku NÖK. Asamt Itonum á
myndinni eru framkvœmdastjóri samtakanna og fráfarandi formaður.
18- FREYR 14/98