Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 19

Freyr - 01.12.1998, Side 19
Búgaröur Lars og Lisu Pedersen á Norður-Jótlandi. förgun vegna júgurbólgu væri nánast engin. Við spurðum hann hvort hann þekkti allar kýmar í þessum stóra hópi. Því svaraði hann fljótt að svo væri, enda hefði hann ekkert í þetta að gera ef ekki væri svo og þegar svo væri komið að bóndinn þekkti ekki örugglega hvem grip væri hann áreiðanlega kominn með of margt. A búi af þessari stærð kemur frjótæknir daglega, hann er aðeins látinn vita komi dagur þegar fella má niður heimsókn. Frjósemi kúnna var sögð mjög góð og mjög auðvelt að fylgjast með beiðslum við þær aðstæður sem þama eru í fjósi. Burður kúnna dreifíst á allt árið. Geldkýmar eru úti að sumri og bera þar en á öðmm ártíma í stórum burðarstíum. Burður er mjög auð- veldur hjá Jersey kúnum og sagði Lars í því sambandi til gamans að á NÖK þinginu hafði einhver bóndi verið að ræða um að hann hefði ekki þurft að fara út að nóttu til að líta eftir grip í nokkrar vikur, en Lars sagi að hjá sér væri komið á þriðja áratug síðan hann hefði gert sér slíkt erindi i fjósið að næturlagi. Einnig heimsóttum við þau Elsu og Andrés Pedersen en bú þeirra er nálægt austurströndinni á Jótlandi. Þau búa einnig með Jerseykýr. Búið er að vísu nokkm minna en það sem áður er fjallað Um en samt ákaflega stórt í íslenskum saman- burði. Auk mjólkurframleiðslu er einnig nokkur hjörð holdagripa á búinu og einng hjörð hjartardýra, sem ræktuð eru til kjötffamleiðslu. Þama er gamalt básafjós, en kýr fóðraðar inni allt árið. Hann sagði að það væri í raun fyrst og fremst lausagöngufjós sem sig vantaði til að geta breytt búskap sínum í lífrænan búskap. Þama vom feiki- lega fallegar kýr á básum, enda búið margverðlaunað á landsýning- unum í Danmörku fyrir gripi sína. Sagði hann dætumar sýna sýninga- haldinu feikilega mikinn áhuga. Þessi fádæma áhugi á sýningahaldi og gripum er menningarþáttur sem þvi miður er nær óþekktur í nautgriparækt hér á landi. I viðræðum við báða þessa bænd- ur kom skýrt fram sú skoðun að þeir væntu þess ekki í framtíðinni að mjólkurverð mundi hækka, en afurðastöðvarverð hjá þeim svarar til 23-25 króna á hvern mjólkurlítra. Þar er ekki um neinar beingreiðslur að ræða vegna mjólk- ur þannig að afurðastöðvarverðið myndar allar tekjur mjólkurfram- leiðslunnar. Styrkir EB em hins vegar til ræktunar og er það mjög flókið kerfi sem er háð því hvað er ræktað á landinu. I margri af þessari ræktun nema slíkir styrkir nokkrum tugum þúsunda kr. á hvem hektara. Slíkt endurspeglast að sjálfsögðu um leið í miklu lægra komverði en bændur þekkja hér á landi. Þeir töldu því fullvíst að áfram mundu þeir búa í umhverfi sem væri með mjög miklar hag- ræðingarkröfur. Ljóst er einnig að mjólkurframleiðsla i Danmörku er byggð upp með miklu hærra hlutfalli lánsfjár en þekkist hér á landi. Þeir töldu að þegar horft væri til framtíðar yrði mjólkurframleiðslan að huga að því að skapa umhverfi án kvótstýringar eins og nú er. Mjólkurkvótinn hjá þeim er um margt frábmgðinn þvi sem íslenskir bændur þekkja. Þannig þurfa þeir að fara að greiða talsverðar sektir strax af fyrstu lítrum í umframmjólk. Okkur lék að sjálfsögðu forvitni á að heyra viðhorf þeirra til kvóta- markaðar sem tekinn var upp þar í landi fyrir rúmu hálfú ári. Þeir voru sammála um að það hefði verið feikilega mikið ffamfaraskref fyrir mjólkurframleiðsluna þar í landi. Að vísu sagði Lars að gagnvart búum eins og hjá sér skapaði það talsverðar takmarkanir vegna þess að vemlegur hömlur em settar á stærstu búin hvað þeim leyfíst að kaupa af kvóta. Þeir töldu ljóst að þessar breytingar hefðu orðið til að lækka verð á kvóta, en kvótaverðið í Danmörku virtist okkur ákaflega lágt. Leiðrétting í frásögn af útskrift búfræðinga frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1998 á bls. 27-28 í 12. tbl. vantar nafn eins búfræðings, Þorsteins Jóhannssonar, Auðólfs- stöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi. A.-Hún. Þá er rangt farið með heimilisfang eins búfræðings, Þórðar Úlfarssonar, en það er Syðri-Brekkur, Þórshafnarhreppi, N-Þing. Blaðið biðst velvirðingar á þessum villum. FREYR 14/98 - 19

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.