Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 20

Freyr - 01.12.1998, Side 20
Vélmennin á Birkelse stórbýlinu Vélmennunum er komið þannig fyrir að kýmar koma til mjalta á leiðinni af hvíldarsvæði á fóðmnar- svæði. Slíkt á að tryggja að allar kýmar komi til mjalta og reglu- legrar fóðmnar og það á að geta komið í veg fyrir biðröð við mjaltasvæðið. Tiltölulega auðvelt var að koma vélmenninu fyrir í þessu 165 kúa lausagöngufjósi sem var byggt 1977. Með sjáfvirkum lokunarút- búnaði er tryggð umferð kúnna í eina átt í kerfinu. Kostnaður við tæknina er um 2,4 milljónir d.kr., (tvö vélmenni). Þarna er kúnum beitt að sumrinu og það skapar engin sérstök vandamál. Kýrnar ganga sjálfar út og inn á mjaltatíma og beitin leiðir aðeins til að mjöltum fyrir hverja kú fækkar nokkuð (úr 2,8 í 2,3 mjaltir að meðaltali á sólarhring). Vélmennið er byggt þannig að hvert þeirra annar tveim mjalta- tækjum (mjaltabásum). Skynjarinn sem staðsetur mjaltatækin á kúna ferðast á milli mjaltatækjanna á rennibraut við hlið mjaltabássins. Mögulegt er að bæta við einum mjaltabás enn hjá hvoru vélmenni. Stýritölva varðveitir allar upp- lýsingar um mjaltir, þannig að þar er mögulegt að skoða stöðu hverrar kýr. Þegar blaðamaður var í heimsókn mátti sjá að allar 76 kýrnar höfðu verið mjólkaðar innan siðasta sólarhrings, 65 þeirra höfðu að lágmarki mætti tvisvar til mjalta á síðstu 24 tímum, 32 þrisvar og 15 þeirra höfðu verið mjólkaðar fjórum sinnum. Sumar kúnna mæta reglulega til mjalta, aðrar óreglu- lega. Um hánóttina mæta kýmar ekki til mjalta. Vélmennið á að anna 200 mjölt- um á dag. Með 70 kýr og 180 mjaltir er hægt að mjólka hverja kú að jafnaði 2,5 sinnum á sólarhring. „Aukist afurðir um 15% eða 1000 kg eftir kúna við að Eins og fram kemur heimsótti hópurinn eitt af þeim býlum sem sett hafa upp vélmenni í Danmörku til að annast mjaltir. Nú í haust birtist í Landsbladet Kvæg nr. 10 grein þar sem rakin er reynsla af þessum breytingum á Birkelse stórbýlinu. Margt af því sem þar kemur fram er það sama sem okkur var sagt í heimsókn okkar. Hér á eftir fylgir stutt endursögn á ýmsum atriðum í þessari frásögn. Uppsetningu á síðara vélmenn- inu lauk í lok maí sl., en á haust- dögum telur eigandinn sig enn vera að hluta að kljást við byrjunarvandamál. Hann leynir því ekki að byrjunarerfiðleikar hafa verið margvíslegir. Tæknin er i þróun og er að taka breytingum en hann væntir þess að hlutirnir verði komnir í lag að ári liðnu. Hjá mörgum hafa verið veruleg vandamál við fá kýmar að mjalta- tækjunum, en þarna hafði það gengið prýðilega, en hins vegar hafa verið talsverð vandamál með júgurbólgu sem menn vilja tengja þvi að kýmar hafi verið stressaðar eftir breytinguna. Vélmennið tilbúið að setja tœkin á kúna. 20- FREYR 14/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.