Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 21
breyta úr tveim á þrjár mjaltir á
dag má fækka kúnum eða við
þurfum stærri kvóta fyrir sama
kúaQölda.“
Mjólkurmagn hverrar kýr er
einnig skráð og komi fram eitthvað
óeðlilegt í þeim efnum kemur kýrin
fram á athugasemdalista. Þar sem
tími á milli mjalta verður óreglu-
legur er mjólkurmagn reiknað sem
framleiðsla á klukkustund og
samanburður í tölvunni unnin á
þeim grunni. Einnig er séð til þess
að kýmar séu ekki mjólkaðar alltof
oft.
Þama á búinu er kúnum skipt í
tvo hópa, kýr í yfir 20 kg dagsnyt
fá leyfi til að mæta aftur til mjalta
eftir átta tíma, en þær sem minna
mjólka verða að bíða næstu mjalta
að lágmarki í meira en átta tima.
Meginmáli skiptir að kýrnar
standi rétt í mjaltabásnum. Básinn
er þannig byggður að kýrnar
standa á upphækkun að framan
þannig að aðgangur að júgri
verður betri. Vélmennið þekkir
kýrnar og m.a. lengd hverrar og
einnar, þannig að hækkunin er
ætíð stillt miðað við lengd þeirra,
þannig að þær standa ætíð aftast í
básnum. Mjög mikilvægt er einnig
að kýmar standi jafnt í afturfætur
og hönnun básins er miðuð við
það.
Kýmar þurfa að venjast ýmsu
við mjaltir hjá vélmennum.
Þannig getur þurft fleiri tilraunir
áður en allir spenar fmnast og
hylkin eru tekin af kúnni eitt og
eitt.
„Mikilvægt er að það takist að
setja á kúna í fýrstu tilraun, annað
er slæm reynsla fyrir gripinn, og
kýrin verður ófusari að mæta til
mjalta aftur.“
Einnig þurfa kýmar að venjast
því að mjaltatækin séu sett á án
undirbúnings. Undirbúningur gerist
ekki fyrr en tækin era sett á kúna,
vegna þess að þvottur fer fram i
spenahylkjum. Þvottavatnið og
fyrstu bunur em teknar frá og hent
áður en raunverulegar mjaltir
hefjast.
Vélmennið skynjar leiðni
mjólkurinnar. Við júgurbólgu
mælast oftast breytingar um tveim
sólarhringum áður en sýnilega
einkenni koma í ljós. Þetta skapar
möguleika á að grípa til forvamar-
aðgerða og þannig draga úr tíðni
júgurbólgu. Frá Hollandi em dæmi
þess að júgurbólgutíðni hafi verið
lækkuð í um 10% af því er áður
var. Áreiðanlega em einhver áhrif
þess að kýmar fara frá mjöltun
beint í fóðrun og leggjast því ekki
aftur fyrr en speni hefur lokast.
Miídu skiptir að kýmar séu með
heilbrigða fætur og hreyfikerfi og
þess vegna vom jafnhliða því að
taka vélmennin í notkun settar
nýjar og betri mottur í legubása.
Áhersla er einnig lögð á hraustar
kýr. Mikilvægt er að hafa margar
kvígur til að geta losað sig fljótt við
þá gripi sem aðlagst ekki kerfínu
fljótt, hvort sem er spenagerð eða
vegna skaps kúnna.
Vandamálið við að taka þessa
nýju tækni í notkun hafa ekki öðm
fremur tengst gripunum heldur
fyrst og fremst tækninni.
Lögð er áhersla á að hér er ekki
um skammtímafjárfestingu að
ræða. I rekstri kúabús, sem byggir
á aðkeyptu vinnuafli, er ávinning-
inn að sækja í reglulegri vinnutíma
á búinu. Á þessu búi er metið að
vinnusparnaður muni nema um
2500 vinnustundum á ári. Auk
þess væntir bóndinn sér hraustari
kúa, einkum minni júgurbólgu og
þegar kýrnar hafa vanist
breytingunum hugsanlega einnig
aukinna afurða.
(Jón Viðar Jónmundsson þýddi
og endursagði).
Mjaltatcekin komin á kúna.
FREYR 14/98-21