Freyr - 01.12.1998, Side 27
Aöbúnaður kálfa
og geldneyta
Inngangur
Grannur árangursríkrar mjólkur-
framleiðslu liggur í farsælli endur-
nýjun hjarðarinnar og eðlilegt er að
gera kröfu um stöðugar framfarir
meðal nýrra gripa frá ári til árs.
Lykillinn að þessu er annars vegar
öflugt kynbótastarf, bæði á lands-
vísu og á búinu, og hins vegar upp-
eldi ásetningsdýra. Þessi pistill er
hugsaður sem árétting á samnefndu
erindi höfundar á endumenntunar-
námskeiði á Hvanneyri dagana 21.-
22. október 1998, erindi sem
byggði að mestu á nýlegum dönsk-
um rannsóknum og fjallaði um
nokkrar leiðir til að bæta aðbúnað
kálfa og geldneyta.
Hvenær á að taka
kálfinn frá kúnni?
Menn hafa nokkuð velt því fyrir
sér hvenær best sé að taka nýfædda
kálfa frá mæðrunum. Víða i Dan-
mörku og fleiri löndum eru kálf-
amir oft fjarlægðir strax við fæð-
ingu, án þess að kýmar hafi mögu-
leika á að kara þá fyrst. Þó er
einnig algengt að byggðar séu
sérstakar burðarstíur þar sem
kýmar hafa möguleika á að vera
með kálfmum í einhverja daga.
Flestar rannsóknir sýna að þriggja
til fjögurra daga samvera er bæði
kú og kálfi til góðs; kálfamir leika
sér meira, drekka oftar brodd, vaxa
hraðar fyrstu dagana og stundum
sést aukin seinni nyt hjá kúnum og
færri vandamál með fastar hildir
eða efnaskiptasjúkdóma. Það er
hins vegar ekki fullkomlega ljóst
hvort mörkin liggja við 1, 2, 3 eða
4 daga. Því lengur sem kálfamir
eru með kúnum, því erfiðari
verður aðskilnaðurinn bæði fyrir
kálf og kú; kýmar geta dottið niður
í nyt og kálfamir eiga oft erfitt
með að venjast því að drekka úr
fötu. Það virðist þvi óhætt að
ráðleggja bændum að láta kýmar
bera á rúmum og hreinum stað,
leyfa þeim að kara kálfinn og gefa
honum spena nokkram sinnum en
láta reynsluna ráða framhaldinu.
Hvað vitum við um
sog hjá kálfum?
Jóhann Magnússson hefur tekið
saman prýðilega umfjþllun um sog-
vandamál í þósum á íslandi (Fjölrit
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
nr. 183). Þær niðurstöður sem hann
kemst að era í megindráttum sam-
hljóða nýjum dönskum rannsóknum:
- Soghvöt smákálfa örvast við
mjólkurdrykkju og er mjög sterk
i 10-20 mín. eftir mjólkurgjöf.
- Sog milli kálfa eykur hættuna á
júgurskemmdum seinna.
- Aðgangur að túttu (með eða án
mjólkur) dregur veralega úr sogi
á öðram kálfum og innréttingum.
Sumar rannsóknir finna sam-
hengi milli sogs hjá smákálfum og
sogs á seinni áram, aðrar ekki. Vit-
að er að mikil þrengsli í geldneyta-
stíum auka veralega hættuna á að
sog komi upp meðal eldri dýra.
Einstaklings- eða hópstíur
fyrir smákálfa?
Vandamál tengd smitandi kálfa-
sjúkdómum hafa orðið til þess að
margir bændur í Danmörku og
víðar hafa reynt að hindra samgang
smákálfa. Þetta hefur m.a. verið
gert með því að koma kálfunum
Víða iDanmörku eru kálfar teknir frá kúnum strax vió fœöingu.
eftir Torfa
Jóhannesson
doktorsnema í
búfjárrækt við
Landbúnaðar-
háskólann í
Kaupmanna-
höfn
FREYR 14/98-27