Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Síða 28

Freyr - 01.12.1998, Síða 28
Tafla 1. Samanburður á 1,5 og 3,0 m2/dýr við eldi á dönskum 300-350 kg kvígum. Rými á dýr Vaxtar- hraði, g/dag Át, fe/dag Fóður- nýting, fe/kg vaxtar Legu- tími, mín/dag Legu- tímabil, fjöldi/dag Legu- tímabil, mín/ tímabil 1,5 m2 rimlagólf 570 5,39 9,44 643 6,6 112 3,0 m2 rimlagólf 744 5,49 7,29 734 7,9 100 Munur 31% 2% -23% 14% 20% -11% Marktekt Já Nei Já Já Já Já fyrir í lokuðum einstaklingsstíum þar sem þeir hafa nánast enga möguleika á tengslum við önnur dýr. Núorðið er algengast að hýsa smákálfa í opnum einstaklings- stíum (með rimlamilligerðum) og einnig þekkist að nota litla kofa sem dreift er um úti á hlaði. Danskar rannsóknir sýna ótvírætt að ef horft er fram hjá smit- hættunni, þá er best fyrir kálfana að vera í hópstíum, nema ef til vill allra fyrstu dagana eftir burð. Það verður meira um leik, minna óeðlilegt atferli og minni hræðslu- viðbrögð gagnvart ókunnum að- stæðum. Það er því óhætt að mæla með hópstíum fýrir íslenskar að- stæður, þar sem lítið er um smitandi kálfasjúkdóma. Hvort sem kálfar eru haldnir í einstaklings- eða hópstíum verður að gera þá kröfu að þeir geti snúið sér við, gengið um og legið með útrétta fætur. Með auknum aðgangi að ódýrum bygghálmi er einnig ástæða til að hvetja bændur eindregið til að láta kálfana ganga á hálmbeði fyrstu vikumar eða mánuðina. Það gefur hreinni dýr, minni hættu á skitu og öðmm óþrifnaði og tvímælalaust stóraukin þægindi fyrir kálfana. Sem þumalfíngurreglu má reikna með að nota þurfi um það bil hálft kg af hálmi á kálf hvem dag. Það þýðir að 20 kálfar í þrjá mánuði þurfa tæplega eitt tonn af hálmi eða um íjórar rúllur en þar við bætist vinna við dreifingu og útmokstur. Líklegt er að þau útgjöld borgi sig. Rými í geldneytastíum Danir hafa mikið rannsakað áhrif rýmis i geldneytastíum á vöxt, fóður- nýtingu, atferli og heilbrigði geldneyta. Fyrst er að neina yfirlits- grein ffá árinu 1993 sem sýndi að flestar fyrri rannsóknir bentu til að aukið rými fyrir 250 til 500 kg naut myndi auka vöxt og fóðumýtingu upp að 4,7 fermetrum á grip. Aukningin er mest fyrst en minni eftir því sem rýmra er á gripunum. Eldri danskar rannsóknir höfðu sýnt að hámarks hagnaður af nautaeldi náðist við 1,9 m2 á grip ef tekið var tillit til vinnu og afskrifta húsa. Nýleg tilraunaröð, sem ffamkvæmd var á sjö dönskum búum, sýndi að við það að auka rými í rimlastium ffá 1,5 til upp í 3,0 fermetra á grip gerðist eftirfarandi hjá u.þ.b. 300 kg kvígum (sjá töflu 1): Vaxtarhraði jókst um 31%, fóðumýting batnaði um 23%, legutími dýranna jókst um 14% og legutímabilum fjölgaði en þau styttust. Ef dýrunum var gefinn aðgangur að legusvæði með hálmi (1,5 fermetra á dýr) þá fjölgaði legutímabilunum enn meira en enginn munur var á ffamleiðslutengdum þáttum. Þrátt fyrir þetta er bændum eindregið ráðlagt að byggja geldneytastíur með legusvæðum, annað hvort í formi legubása eða hálmsvæða. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir naut því að vaxtarhraði þeirra og þyngd gera þau viðkvæm fyrir hörðum gólfum; afleiðingin er m.a. bólgin liðamót í fótum og klaufasjúkdómar. Af þessu má álykta að vafasamt sé aðþað borgi sig að það hafa þrengra á stálpuðum geldneytum en 2 fermetra á dýr. Ef bændur eiga möguleika á að bjóða dýrunum annað legusvæði en rimlana þá á tvímælalaust að nýta það. Hópskipti Nokkuð skortir á að nægjanleg vitneskja liggi fyrir um hvaða áhrif það hefur á dýr að vera flutt milli hópa innan fjóss. Vitað er að nyt kúa lækkar um allt að 5% ef þær em fluttar í nýjan hóp á nýju umhverfi og lækkunin getur varað allt ffá einum degi upp í einhverjar vikur, allt effir aðstæðum. Hjá nautum sjást aukin slagsmál sem geta varað í nokkra daga, en erfitt er að finna heimildir þar sem áhrif á vöxt hafa verið metin. Mörg atriði hafa áhrif á hve miklu hópskiptin skipta fyrir dýrin, m.a. hvort þau hafi verið saman í hóp einhvem tíman áður, hve mörg dýr em flutt í einu, hve mikið rými er í stíunum og hve gömul dýrin em. Almennt má segja að fram að 6-9 mánaða aldri hafa hópskiptin lítið að segja en effir þann aldur ætti að kappkosta að halda þeim í lágmarki. Stíuskiptum ætti líka að halda í lámarki; það sparar vinnu og hlífir dýmnum við streitu. Að lokum Hér hefur verið stiklað á stóm um ýmis atriði er tengjast uppeldi kálfa og geldneyta. Margt er ósagt. Tilvísanir í nefndar rannsóknir fást hjá höfundi. 28- FREYR 14/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.