Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 29

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 29
Athugun á hagkvœmni kúabúa með hliðsjón af nythæð og bústærð Þessi grein er skrifuð í kjölfar umræðu og skrifa að undanförnu um áhrif nythæðar mjólkurkúa á afkomu mjólkurframleiðenda. Umræðan hefur m.a. snúist um skilgreiningu á kostnaði í breyti- legan og fastan og hvaða áhrif aukin nythæð hefur á fóður- kostnað og framlegð. Eg mun hér á efrir leitast við að varpa ljósi á helstu þætti sem hafa þarf í huga í umræðunni um nythæð og áhrif hennar á afkomu mjólkurfram- leiðenda út frá upplýsingum í búreikningasafni Hagþjónustu landbúnaðarins. Lögð er áhersla á að greina hagkvæma bústærð kúabúa og hvernig heildar- kostnaður þróast með auknu framleiðslumagni og nythæð. Þá er vinnuframlag og heildarlauna- kostnaður metinn út frá vinnu- skýrslum kúabúa. Taka þarf ftam í upphafí að sú greining sem hér fer á eftir er takmörkunum háð og verður því fyrst og fremst að skoða sem innlegg í umræðu um hagkvæma bústærð kúabúa. I því sambandi má benda á þijár forsendur sem hafa verður í huga. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að aukin nythæð hafi ekki áhrif á fjölda vinnustunda heldur komi kostnaður vegna hennar fram í öðrum kostnaðarliðum. í öðru lagi eru vinnustundir búanna metnar sam- kvæmt vinnuskýrslum kúabúa árið 1982 og taka einungis mið af vinnu- stundum í fjósi. Þannig er lögð áhersla á að einangra þau áhrif sem fjöldi mjólkurkúa hefur á vinnu- stundir eftir bústærð. Talið er að í meginatriðum hafi vinnustundir í §ósi lítið breyst frá þeim tima en tæknilegar ftamfarir hafa hins vegar verið miklar við fóðuröflun sem sífellt krefst færri vinnustunda. Aðrar skráðar vinnustundir svo sem viðhald er einnig haldið utan við mat á vinnuftamlagi þar sem það getur verið mjög mismunandi ftá einu ári til annars og á milli búa. í þriðja lagi eftir Birgi Óli Einarsson Hagþjónustu íand- búnaðarins er lagt mat á heildarlaunakostnað út ftá skráðum vinnuskýrslum sem ekki eru launagreiðslutengdar og gætu gefið aðra niðurstöðu en raun- verulega greiddar vinnustundir. Benda má á að allflest kúabú í búreikningasafhi Hagþjónustu land- búnaðarins eru einkabú þar sem vinnulaunakostnaður (reiknuð laun) eigenda er bókfærður samkvæmt skattmati. 1. Kostnaðarhugtök og framleiðsiumagn Heildarkostnaði er jafnan skipt upp í fastan kostnað og breytilegan. Breytilegur kostnaður er sá kostnaður sem breytist eftir ffamleiðslumagni. Fastur kostnaður er sá kostnaður sem er óháður ftamleiðslumagni búsins. Skil milli fasts og breytilegs kostnaðar eru þó oft óljós. Til skamms tíma má segja að allur kostnaður sé fastur og yfir nógu langt tímabil sé allur kostnaður breytilegur. Ef gengið er út ftá því að aðal- markmið mjólkurftamleiðenda sé að skila sem mestum hagnaði og að tekjur á litra sé föst stærð þá þarf sérhver ffamleiðandi að leitast við að framleiða það magn mjólkur þar sem meðalkostnaður hans er í lágmarki. I rekstri kúabúa sem og annarra fyrirtækja er mikilvægt að umfang fastafjármuna sé þannig að þeir séu vel nýttir og að ekki sé mikil ónýtt afkastageta. Lágmörkun meðal- kostnaðar svarar þá til hámörkunar hagnaðar ef söluverð afurða er þekkt og stöðugt og búið getur selt allt það magn sem það ffamleiðir. í þessu sambandi er einnig gert ráð fyrir að búin geti haft áhrif á mögulegt framleiðslumagn með kaupum og sölu á greiðslumarki eins og heimilt hefur verið ftá árinu 1992. Ef þörf er á að auka framleiðslu- magn til að ná ofangreindu mark- miði eru einkum tveir kostir í stöð- unni. Annars vegar að stækka bú- stofn þ.e. að fjölga mjólkurkúm til að auka ftamleiðslumagn og hins vegar að auka afköst þ.e. að auka nythæð mjólkurkúa með aukinni fóðurgjöf (tegund, magn og/eða gæði). Hvor leiðin er valin fer eftir aðstæðum hjá hverjum ftamleiðanda en báðar hafa aukinn kostnað í för með sér. Bústofnsaukning leiðir til fleiri vinnustunda og aukins launa- kostnaðar og getur einnig haft í för með sér þörf á fjárfestingu í fasteignum sem eykur fastan kostnað. Aðgerðir til að auka afkastagetu auka fóðurkostnað og kalla jafnvel á kaup á afkastameiri tækjum og búnaði til fóðuröflunar. Ef framleiðsluaukning leiðir til minni meðalkostnaðar afurða þá er það vísbending um að afkastageta sé vannýtt. Við litla framleiðslu er meðalkostnaður hár vegna þess að fastur meðalkostnaður dreifist á fáar einingar en þegar framleiðslan eykst dreifist fasti kostnaðurinn á fleiri einingar og meðalkostnaður- inn minnkar. Eftir að lágmarki meðalkostnaðar er náð geta skapast þær aðstæður að meðalkostnaður fari aftur vaxandi með stækkandi búi og meiri framleiðslu. Ástæða þess er að viðbótareiningarkostnað- ur (jaðarkostnaður) eykst við til- tekið framleiðslumagn sem verður til þess að meðalkostnaður eykst. Orsök þessa er m.a. sú að erfítt getur reynst að samræma alla þætti í rekstri búsins sem þá er orðið mjög stórt. Við slíkar aðstæður er ekki einhlitt að aukning fastafjár- muna og/eða afkastagetu leiði til þess að framleitt sé við þau skilyrði FREYR 14/98 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.