Freyr - 01.12.1998, Qupperneq 30
að meðalkostnaður sé í lágmarki.
Það getur allt eins verið við minna
framleiðslumagn, allt eftir hegðun
kostnaðar við framleiðsluaukningu
hjá einstökum framleiðanda.
2. Um fjölgun mjólkurkúa,
framlegð og nythæð
Til að meta kostnaðarfall hjá
sérhæfðum kúabúum er stuðst við
búreikningasafn Hagþjónustu land-
búnaðarins fyrir árið 1997. Not-
aðar eru upplýsingar úr búreikning-
um hjá 103 kúabúum sem hafa yfír
90% búgreinatekna af mjólkurkúm
og færri en 30 vetrarfóðraðar
kindur. Er það gert í þeim tilgangi
að lágmarka vægi annarra búgreina.
Nauðsynlegt var að skilgreina
vinnuframlag á búunum þar sem
reiknuð laun eigenda gefa ekki
raunhæfa mynd af heildarlauna-
kostnaði þeirra. Af þeim sökum er
lagt mat á þróun launakostnaðar út
frá upplýsingum úr vinnuskýrslum
kúabúa á árinu 1982. Notast er
eingöngu við vinnu í ljósi og er gert
ráð fyrir að annar launakostnaður
komi fram í öðrum kostnaðarliðum.
Mynd 1 sýnir samband vinnu-
stundafjölda og fjölda mjólkurkúa
samkvæmt vinnuskýrslum frá 121
kúabúi árið 1982. Þar sést að vinnu-
stundafjöldinn hefur tilhneigingu til
að vaxa með minnkandi jaðar-
áhrifum. Sömu áhrifa gætir í fyrri
rannsóknum sem gerðar hafa verið
á áhrifum kúaQölda (kúgilda) á
vinnumagn. Eftir því sem mjólkur-
kúm fjölgar veldur hver viðbótar
mjólkurkýr sífellt minni aukningu á
heildarvinnustundaQölda.
Samkvæmt þessari vísbendingu
var metið eftirfarandi veldisfall út
frá ofangreindum mælingum með
aðferðum minnstu kvaðrata.
(1) V = aoMboeu
Þar sem;
V er vinnustundafjöldi á ári, e =
2,718..., þ.e. grunnur náttúrulegs
lógaritma (ln),
a og b eru fastar,
M er fjöldi mjólkurkúa og
u er slembistærð.
Tekinn var lógaritmi afjöfnu (1)
í þeim tilgangi að meta með
aðhvarfsgreiningu samband vinnu-
stunda og fjölda mjólkurkúa á
línulegu formi eins og fram kemur í
jöfnu 2:
(2) ln V = ln a + b ln M
ln V = 6,03 + 0,62 ln M
Mynd 1 Saniband vinnustunda í Jjósi og fjölda nijólkurkúa á 121 kúabúi áríð 1982.
+ 121 kúabú 1982 —Aðhvarfslína (jafna 2)
8.000
7.000
6.000
5.000
’C
4.000
VI
^ 3.000
2.000
1.000
10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 120
Fjöldi mjólkurkúa
30- FREYR 14/98