Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1998, Side 38

Freyr - 01.12.1998, Side 38
skekkt. Mælingarnar þurfa hins vegar ekki nauðsynlega að vera framkvæmdar með málbandi eða vog - það hafa verið þróaðar staðl- aðar matsaðferðir fyrir marga mikilvæga velferðarþætti. Aðferðir, þar sem auðvelt er að koma við endurteknum mælingum og sýna lítinn breytileika milli matsmanna. Það er einmitt eitt grunnatriðið í vísindalegri aðferðafræði. En hvað er mælt? Svarið er ekki einhlítt. Helst vildum við mæla allt sem getur gefíð upplýsingar um velferð dýrann en mælingin þarf einnig að vera framkvæmanleg innan gefíns ijárhags- og tíma- ramma, hún þarf að vera auð- túlkanleg og auðskiljanleg. Þannig eru mælingar á streituhormónum útilokaðar vegna umfangs mæling- anna og kostnaðar. Notkun upp- lýsinga frá sjúkdómaskráningu dýralækna eru einnig mjög erfiðar því við vitum að sumir bændur kalla til dýralækninn við minnsta grun um veikindi á meðan aðrir láta langan (fyrir dýrin þjáningarfullan) tíma líða áður en doksi er kallaður á vettvang. Meðal annars af þessum völdum er mjög erfitt að nýta þessi gögn. Þeir heilsuþættir sem hægt er að meta tiltölulega fljótlega eru til dæmis helti, sár/bólgur, hárafar, exem/lús og fleira í þeim dúr. Upplagt er að meta þessa þætti á 3.-4. stiga samræmdum kvarða er nær frá eðlilegu ástandi yfir í mjög alvarlegt ástand. Heldur verr hefur gengið að þróa áreiðanlegar atferlismælingar, en þó má nefna mat á því hve auðveldlega kýmar standa á fætur, sem dæmi um fljótlegt og þokkalega öruggt mat. Auðveldara er að eiga við innréttingar og hirðingu því að þar erum við oftast að eiga við þætti sem hafa verið rannsakaðir í þaula síðustu áratugi. Hirðingin getur þó snúist fyrir okkur, sérstaklega þar sem við vitum að ef við spyrjum bændur um hvernig þeir haga verkum sínum þá segja þeir oftast hvað þeir vilja gera í stað þess sem þeir raunveralega gera. Þættir er snúa að innréttingum eru þægilegir i mælingu og oft auðtúlkanlegir en ekki sérlega sértækir. Fáir rannsóknahópar hafa náð svo langt að sameina mismunandi mælingar í eitt velferðarmat, en þó hefur bæði verið reynt að nota einfalda samlagningu stiga og heilbrigða skynsemi. Sitt sýnist hverjum um hvor aðferðin er betri, en víst má telja að við eigum eftir að sjá töluverða þróun á þessu sviði næstu árin. Hver eru markmiðin? Það er nauðsynlegt að mark- miðin með velferðarmatinu séu ljós frá upphafí, því að aðferðin ræðst af markmiðinu. Ef við ætlum okkur að nota velferðarmatið í tengslum við markaðssetningu afurðanna þá þarf matsferillinn að vera gegnsær og afdráttarlaus - engin grá svæði. Taka má velferðarmatið í lífrænni framleiðslu sem dæmi; þar eru settar tiltölulega fáar skýrar línur svo sem að dýrin þurfi að geta hreyft sig daglega og hafi aðgang að hreinu þurru legusvæði. Það má líka hugsa sér að velferðarmat sé notað af stjórn- völdum til í tengslum við dýra- verndunarreglugerðir, eins og reyndar er gert i Sviss. Þá hentar betur sveigjanlegra mat, þar sem gefin eru stig fyrir einstaka velferðarþætti og bændur eiga kost á að ná lágmarksstigafjölda á mis- munandi vegu, eftir aðstæðum á hverjum stað. Ef hins vegar ætlunin er að leiðbeina bændum um hvemig bæta megi velferðina án tillits til opinberra staðla, þá er í raun engin þörf fyrir stigagjöf eða afdráttar- lausar línur. Það sem bændur hafa þörf fyrir er huglægt mat, stutt þekkingu á orsakasamhengi milli einstakra þátta. Það sem skiptir höfuðmáli er að bóndinn fái upplýsingar um hvort velferðin í hjörðinni sé betri í ár en síðasta ár og hvernig ná megi enn betri árangri næsta ár. Ályktanir Dýravelferð er þverfaglegt svið er krefst innsýnar í lífeðlisfræði, atferlisfræði, byggingarfræði, heimspeki og tölfræði. Þótt aldrei verði hægt að "mæla" dýravelferð nákvæmlega, þá má, með ásættanlegri nákvæmni, meta hana með samtvinnun margs konar aðferða. Öll umræða um dýravelferð þarf að taka mið af viðhorfum framleiðenda annars vegar og kaupenda afurðanna hins vegar. MOLAR Styrkir til landbúnaðar í Bandaríkjunum Fulltrúadeild Bandarikjaþings hefur nú afgreitt fjárlög fyrir árið 1999. Samkvæmt þeim var veitt kreppuaðstoð til bandarísks land- búnaðar að upphæð um 6 milljarðar dala eða sem svarar meira en 400 milljörðum ísl. króna, ásamt veru- legum skattaafslætti til bænda. Beini kreppustyrkurinn fer til ýmissa þarfa. Þar má nefna að 3,05 milljörðum dala verður varið til uppbóta á lágu komverði, þar af fara 200 milljón dalir í að styrkja mjólkurframleiðsluna. Vegna uppskerutjóns, m.a. af völdum þurrka, verða veittir styrk- ir að upphæð 1,5 milljónir dala, 875 milljón dalir fara til að bæta langvarandi uppskerubrest, þ.e. 3 af 5 síðustu árin og 25 milljón dalir eru veittir Landbúnaðarráðuneyt- inu til komkaupa vegna hjálpar sem USA veitir öðrum löndum. Aðalástæðan þess að nauðsyn- legt er að grípa til þessara aðgerða er að eftirspum eftir komi hefur dregist saman, og verð þess lækkað í kjölfar þess, vegna efna- hagsþrenginga í heiminum, einkum i Austur-Asíu, en Japan, Suður-Kóreu og fleiri lönd hafa keypt mikið af komi frá USA, bæði til manneldis en einkum skepnufóðurs. Alþjóða viðskiptastofnunin, WTÓ, hefur hins vegar bent á að þessir styrkir séu ekki í samræmi við síðustu GATT-samninga. (Internationella Perspektiv nr. 34/1998) 38- FREYR 14/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.