Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 9

Freyr - 01.01.1999, Page 9
Flest hross eru frístundahestar Hverju er nú verið að sœkjast eftir í kynbótunum? Það er sífellt leitast við að rækta betri gæðing, fjölhæfari hest, virkja- mikinn og gangmikinn og auðvitað að bygging sé einnig góð. Ég býst við að um 80-90% af hrossum, sem við erum að selja úr landi, séu svokölluð heimilishross eða fri- stundahestar og á markaðsráðstefnu sem haldin var á Akureyri á liðnu sumri um útflutning hrossa kom skýrt ffam í máli útlendinganna að þeir sækjast mest eftir góðri lund hrossanna og hreinu tölti. Þeir eru hins vegar ekkert að biðja um þennan mikla vilja sem íslendingar eru að leita að. Hefur þú áhyggjur af því að útlendingar verði óháðir innflutn- ingi á íslenskum hestum með eigin rœktun? Nei, ég óttast það ekki. Það hefur sýnt sig að við erum í forystu og á heimsmeistaramótum fyrir íslenska hesta, sem haldin eru annað hvert ár, höfum við verið með afgerandi forystu. Eftir þau mót eykst alltaf eftirspum eftir hrossum frá íslandi. Telur þú að hinar miklu víðáttur hér og frelsi hrossanna haldi við eðli þeirra? Já, ég er í engum vafa um það. Mér segir fólk sem hefur notað hesta sem em bæði fæddir erlendis og hér á landi að það finni þetta greinilega, sá íslandsfæddi er kannski aðeins minni en miklu liprari og frískari. Eins hefur íslenskt veðurfar sömu áhrif, stormurinn hér en mollan úti. Eru of mörg hross á íslandi? Ég ætla ekki að dæma um það, en það er því miður til land sem er ofnýtt og það á alls ekki að þekkjast. Þeir sem þar eiga hlut að máli verða að taka sig á, því að þetta er blettur á íslenskri hrossa- rækt. Ég held út af fyrir sig að það sé til nóg gras á Islandi fyrir þennan fjölda, en svo verða menn að gæta að því, hvort sem um hross er að ræða eða annan búfénað, að menn eiga ekki að vera að halda arðlaust búfé. Hrossaeign er fyrir marga tilfinningamál þannig að oft er erfítt við þetta að eiga. Hvernig kemur Félag hrossa- bœnda að þessum beitarmálum? Við höfum átt mjög gott samstarf um þessi mál við Landgræðsluna og fleiri aðila, sem að þessu koma, og eins höfum við beitt okkur með fræðslu beint til félagsmanna okkar. Ég hef lagt mikla áherslu á það við Landgræðsluna að víðar verði farið að eins og í Skagafirði, þar sem starfandi er á vegum Land- græðslunnar maður sem leiðbeinir fólki. Ég vildi fá fleiri slíka starfs- menn dreifða um landið. Þetta snýst um landvörslu og það eru fleiri sem níða land en hross, þannig að það á að vera unnt að ná samstarfi við fleiri aðila um svona verkefni. Eru uppi hugmyndir um ítölu? Sú hugmynd hefur komið upp, en þá í því sambandi að geta tekið á skussunum sem láta sér ekki segjast með tilsögn. Hvað er mikið um það að hross séu rekin á afrétt? Ég held að það séu um 3000 hross á landinu öllu sem fara á afrétt. Þetta er í Húnavatnssýslun- um og Skagafirði. Það hefur ekki komið fram hjá Landgræðslunni að þetta sé í sjálfu sér var- hugaverður upprekstur. Hins vegar er ljóst að öll beit hrossa í brattlendi krefst meiri varúðar en á láglendi. Samstarf við LH Hvernig er samstarfi Félags hrossabœnda og Landssambands hestamannafélaga háttað? Það samstarf er ágætt, F.hb. er félag bændanna og ræktendanna en LH er frekar neytendafélag og reyndar eru margir bændur félagar í LH. LH hefur þá beitt sér meira í málum varðandi hesthúsahverfi og uppbyggingu i þéttbýli, sem og í beitarmálum félagsmanna sinna. Auk þess hafa þau verið með hesta- mannamótin á sínum snærum og tekið þátt í héraðssýningum í sumum tilfellum. Hvað eru landsmót haldin þétt? Nú er búið að taka þá ákvörðun að héðan í frá verði þau á tveggja ára fresti, en áður voru þau á fjögurra ára fresti. Breytingin er einmitt að verða núna, því að síðasta landsmót var á Melgerðis- melum á nýliðnu sumri og næsta mót verður árið 2000 í Reykjavík. Það má segja að menn séu að þreifa sig áfram með þetta, en hingað til hafa verið haldin Qórðungsmót milli landsmóta. Þau falla þá niður en í staðinn verða haldnar öflugar héraðssýningar á hverju ári, þ.e. þj ónustusýningar. Landsmót eru bœði keppnis- og sýningamót en jafnframt fara þar fram viðskipti með hross? Já, þetta kemur allt þama inn. Ég hygg að enginn einn atburður dragi fleiri útlendinga til landsins en þessi landsmót. Á síðasta lands- móti er áætlað að hafi verið um 8000 manns og þar af um helm- ingur útlendingar, þannig að þetta er alveg gífurlega mikill sýningar- gluggi fyrir hestamennskuna og markaðsgluggi fyrir íslenska hrossarækt. Auk þess eru margfeldisáhrifin mjög mikil, þ.e. í sölu á gistingu, mat o.fl. Varðandi mótið á Melgerðismelum þá tókst það alveg ótrúlega vel, því að þeir sem að mótinu stóðu höfðu flest á móti FREYR 1/99-5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.