Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1999, Page 11

Freyr - 01.01.1999, Page 11
land, eingöngu fyrir það hve útflutningur til Þýskalands hefur dregist mikið saman. Hvernig hefur hrossasóttin virkað á útflutninginn í ár? Auðvitað gerði hún töluverðan skaða. Utflutningur lá niðri í fjóra mánuði. Hins vegar, eftir að bann- inu var aflétt, hefur útflutningur verið meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta veldur þó einhverjum sam- drætti í ár en ég hef miklu meiri áhyggjur af efnahagsástandinu í Þýskalandi en hrossasóttinni. Þessi sótt virðist engin áhrif hafa haft á útlendingana, þeir hræðast hana ekkert. Vesturheimur sem markaðs- svœði? Um þessar mundir leggjum við aðaláhersluna á Vesturheim sem markaðssvæði, þ.e. Bandaríkin. Þar er greinilega vaxandi markaður. Það er hins vegar mjög kostnaðar- samt og tímafrekt að afla þar markaða, þetta er mjög stórt land, vegalengdir gífurlega miklar sem og flutningskostnaður. Síðan hafa verið þama hindranir, hrossin hafa þurft að fara í sóttkví, sem er dýrt. Við erum á fullu núna að laga fyrir okkur í þessu umhverfí og ef það tekst er ég sannfærður um að Bandaríkin eiga eftir að verða mjög mikilvægt útflutningsland fyrir íslenska hestinn, en markaðssvæðin þar era einkum á austurströndinni og vesturströndinni. Hve mörg íslensk hross eru nú talin vera til erlendis? í Þýskalandi einu eru talin vera um 60 þúsund íslensk hross, þannig að alls eru trúlega á annað hundrað þúsund íslensk hross erlendis eða töluvert fleiri en hér á landi. Er þessum hrossum œxlað við önnur kyn erlendis? Ég veit aðeins um eitt dæmi þess. Það er Walter Feldmann eldri í Aegidienberg í Þýskalandi sem hefur gert þetta og æxlað þeim saman við Paso-kynið ffá Suður- Ameríku. Sjálfur er hann býsna ánægður með árangurinn, en ég tel ekki nokkra hættu á að þetta veiti neina samkeppni. íslenskir reið- menn, sem hafa kynnst þessum hrossum, telja þau gjörólíka ís- lenska hestinum. í Þýskalandi öllu eru um 640 þúsund hross, þannig að íslensk hross eru þar af aðeins um 10-12%. Mér finnst ekki hœgt að tala um íslensk hross erlendis án þess að nefna Gunnar Bjarnason. Nei, það er ekki hægt, jafn sam- ofíð líf hans er íslenska hestinum og kynningu á honum erlendis. Það er ekki verið að gera lítið úr neinum þó að fullyrt sé að hann á meiri þátt í velgengni íslenska hestsins á erlendri grund en nokkur annar maður. Hrossakjöt Hvernig er staða hrossakjötssölu og -útflutnings? Það varð okkur mikið áfall þegar Japansmarkaðurinn hrundi út af sýkingum í hráum mat sem snerist ekkert um hrossakjöt, en hrossakjöt er borðað þar hrátt. Þessi markaður gaf gott verð, en kjötið var sent þangað í flugi. Það er gaman að segja frá því að út úr búð kostar kjötið þar um 6-7 þúsund krónur kílóið. Núna er slátrað hrossum í hverri viku og kjötið sent til Ítalíu og þar getum við afsett talsvert magn. Það fer i flugi til Kölnar og þaðan í bílum. Það aftrar okkur í þeim viðskiptum að aðeins eitt sláturhús hér á landi, á Hvammstanga, hefur leyfí til útflutnings á hrossakjöti til ESB. ítalir gera miklu minni kröfur um gæði en Japanir, t.d ekki að kjötið sé fítusprengt, en borga líka miklu minna verð. Þeir gera bara kröfur um að þetta sé I. flokkur, heilbrigt og ekki rýrt. Italir eru með sérstakar kjöt- verslanir fyrir hrossakjöt og þeir nýta þetta á líkan hátt og við nýtum nautakjöt, svo sem í gúllas o. fl. rétti. Fyrirtækið sem við skiptum við verslar eingöngu með hrossakjöt, það rekur kjötvinnslu og er með um 20% af hrossa- kjötsmarkaðnum í Ítalíu. Markaðsstaða hrossakjöts innan- lands hefur aftur versnað mjög mikið og ég kann svo sem enga skýringu á því. Ég segi þó stundum að fólk sé hætt að borða saltað hrossakjöt. Folaldakjötið heldur alltaf sínu en okkur hrossabændum er nauðsynlegt að hafa markað innanlands fyrir fullorðnu hrossin, þó að hann gefí ekki mjög mikið. Þetta er aukaafurð í þessari búgrein, hross sem seljast ekki sem lífhross eða eru orðin gömul, og það verður að losna við þau með einhverjum hætti, þó að enginn sé að tala um neitt kostnaðarverð. Er eitthvað um að kjöt sé dœmt óneysluhœft í kjötmati? Já, það er til og kannski ótrúlegt að segja frá því en í hluta af gráu hrossunum sjást svartir blettir í náranum og Japanir komu því inn hjá okkur að þetta væri krabbamein og þessu kjöti bæri að henda. Staðreyndin er hins vegar sú að íslendingar hafa étið þetta kjöt öldum saman og aldrei orðið meint af. Því miður hefur þetta ekki verið rannsakað. Ég hygg að þetta fylgi einhverjum ákveðnum fæðingarlit en ekkert hross er fætt grátt. Er eitthvað um að hross séu felld og grafin? Eins og ég nefndi áður þá eru oft mikil tilfinningamál í kringum hrossin og það er alltaf eitthvað um það að menn jarðsetji gömlu reiðhestana sína. Er eitthvert verð í hrosshánni? Það er ekki mikið, húðimar eru FREYR 1/99 - 7

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.