Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1999, Side 17

Freyr - 01.01.1999, Side 17
Eftirtaldir aðilar gegndu störfum meðdómenda þetta sýningarár: Víkingur Gunnarsson starfaði á þremur sýningum sem stóðu yfir í 11 daga og dæmdi 237 hross. Víkingur kom auk þess inn sem varadómari á héraðssýningunni á Melgerðismelum í Eyjafirði, starf- aði hann þar sem kynnir á yfirlits- sýningu, einnig er minnt á það sem segir hér að framan af formennsku Víkings. Guðlaugur V. Antonsson starfaði á sex sýningum er stóðu yfir í 13 daga og dæmdi 269 hross, auk þess kom Guðlaugur inn sem varadómari í Víðidal í Reykjavík, sjá fyrr, og á landsmótinu á Mel- gerðismelum en þar var Guðlaugur jafnframt starfsmaður dómnefndar- innar, sá um tölvufærslu dóma og úrvinnslu þeirra. Jóhann B. Magnússon starfaði á ljórum sýningum, sem stóðu yfir í 10 daga, og dæmdi 238 hross. Hallgrímur Sveinn Sveinsson starfaði á fimm sýningum, sem stóðu yfir í 13 daga, og dæmdi 378 hross, auk þess sem áður segir af störfum Hallgríms sem varadómari á héraðs- sýningunni á Gaddstaðaflötum við Hellu. Guðrún Lára Pálmadóttir starfaði á fjórum sýningum, sem stóðu yfir í átta daga, og dæmdi 177 hross. Guðmundur Sigurðsson starfaði á fjórum sýningum sem stóðu yfir í sjö daga og dæmdi 180 hross. Ágúst Sigurðsson starfaði á þremur sýningum, sem stóðu yfir í fjóra daga, og dæmdi 92 hross. Halla Eygló Sveinsdóttir starfaði á þremur sýningum, sem stóðu yfir í 19 daga, og dæmdi 583 hross. Jón Vilmundarson starfaði á Qórum sýningum, sem stóðu yfir í 22 daga, og dæmdi 629 hross. Jón Finnur Hansson starfaði á tveimur sýn- ingum (önnur mjög lítil), sem stóð yfir í fimm daga, og dæmdi 100 hross. Þrír dómarar störfuðu í dómnefnd hverju sinni nema á þremur smáum sýningum, átta hross á tveimur þeirra og 11 á einni, auk sýningar- innar á Króksstaðamelum sem áður er um getið. Við sýningarstjóm og mælingar störfuðu allmargir aðilar eins og undanfarin ár. Sýningarstjórar vom: Jón Vilmundarson, Eiríkur Loftsson, Bjami Maronsson, Jón Hlynur Sigurðsson, Ásgeir Víg- lundsson, Gunnar Þórarinsson, Bjöm Magnússon, Rafn Ambjöms- son, Jósef Valgarð Þorvaldsson, Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Júlíus Ævarsson (afleysinga- maður), Marteinn Njálsson, Páll Alfreðsson (aðalsýningarstjóri á landsmótinu á Melgerðismelum), Reynir Björgvinsson, Lárus G. Birgisson, Guðmundur Jóhannes- son, Þórður Sigurjónsson og Jóhannes Ríkharðsson. Mælingamenn og við fóta- skoðun: Stefán Þór Sigurðsson, Svanborg Þ. Einarsdóttir, Bjami Maronsson, Jón Hlynur Sigurðs- son, Rafn Arnbjörnsson, Helgi Bjöm Ólafsson, Sigbjöm Bjöms- son, Jóhannes Ríkharðsson, Júlíus Guðni Antonsson, Jón Gíslason og Hallgrímur Kjartansson. Ýmis aðstoð og verkleg þjálfun í dómum: Júlíus Ævarsson, Guðrún Schmidt, Þórður Pálsson, Hafdís Hauksdóttir, Valberg Sigfusson og Maríanna H. Helgadóttir. Egill Bjamason aðstoðaði auk þess á ýmsan hátt við undirbúning og ffamkvæmd sýninga í Skagafirði, Láms G. Birgisson og Guðmundur Sigurðsson á Vesturlandi og Magdalena Einarsdóttir og Ægir Sigurgeirsson í Húnaveri í A,- Húnavatnssýslu.Tölvufærsla: Guðlaug Hreinsdóttir (umsjón í Bændahöll), Ólafur Þór Þórarins- son, Ólöf Haraldsdóttir, Ásdis Ingimarsdóttir, Jón Hlynur Sigurðsson, Hallveig Fróðadóttir, Jón Sigurðsson, Gunnar Þórarins- son, Valdís Einarsdóttir, Eiríkur Loftsson, Anna Bryndís Tryggva- dóttir og Freyja Gunnarsdóttir. Á allra smæstu sýningunum gengu auk þess dómnefndarmenn í öll störf (sýningarstjórn, mælingar o.s.frv.). Framkvæmd sýninga og niðurstöður Framkvæmd sýninganna tókst vel í heild sinni enda hefur aldrei áður verið unnið eftir eins heildstæðum reglum varðandi öll framkvæmdar- atriði og nú né verið eins hnökralaus framkvæmd á allri tæknivinnu kringum útgáfú dóma og á það ekki lítinn þátt í auknum afköstum sem að var vikið hér fyrr i greininni. Viðvíkjandi reglum um framkvæmd sýninga skal minnt á tvö atriði er heyra til gagnlegra nýjunga, annað er notkun spjalda ef út af bregður varðandi framkomu umráðamanna hrossa á sýningarstað, hitt er færsla leiðabóka dómnefnda. Hvort tveggja á að bæta vinnubrögðin við dóma og sýningarstörf. Niðurstöður sýningarársins voru góðar á heildina séð. Hér að framan var gerð grein fyrir þátttöku í sýningunum sem að ósekju hefði mátt vera meiri en á sér sínar skýringar eins og komið er fram. í formála Hrossaræktarinnar 1998 I og kaflanum Töluleg úttekt dóma á bls. 269 til 396 í Hrossaræktinni 1998 II var gerð grein fyrir töl- fræðilegum gæðum dómanna 1998 miðað við umliðin ár og er les- endum bent á að kynna sér það, jafnframt er allar dómsniðurstöður einstakra sýninga að finna á bls. 9 til 256 í sama hefti Hrossa- ræktarinnar og á bls. 257 til 268 eru myndir af helstu afrekshrossum kynbótasýninganna 1998. Óþarft er FREYR 1/99 - 13

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.