Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 35

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 35
Þróunarverkefni meö fósturvísaflutninga í íslenskum hryssum Inngangur I júní vorið 1997 var farið af stað með rannsókn á fósturvísa- flutningum (flutningur frjógvaðra eggja) í íslenskum hryssum við Hólaskóla. Verkefnið er hugsað sem tveggja ára þróunarverkefni og var hugmyndin að það færi fram vorin 1997 og 1998. Seinni hluta verkefoisins var frestað til vorsins 1999 vegna smitandi hitasóttar sem fór um í Skagafírði á þeim tíma sem verkefnið átti að standa yfir. Verk- efnið er samstarfsverkefoi Hóla- skóla, Bændasamtaka íslands og frjósemirannóknastöðvar ræktenda enska veðhlaupahestsins í New- market á Englandi. Verkefoið er fjárhagslega styrkt af Framleiðni- sjóði landbúnaðarins. Tilgangur Tilgangur verkefnisins er meðal annars að kanna hvort nota megi svipaðar aðferðir við fósturvísa- flutninga í íslenskum hryssum eins og notaðar eru í ýmsum erlendum hestakynjum með góðum árangri. Auk þess að koma upp verk- þekkingu til fósturvísaflutninga í íslenskri hrossarækt með það að leiðarljósi að skapa möguleika á auknum erfðaframforum og sam- keppnishæfni íslenskrar hrossa- ræktar. Með því að nota fósturvísa- flutninga er hægt að fá: a) Fleiri en eitt folald á ári undan úrvalsgóðum hryssum b) Folald undan hryssu sem notuð er til reiðar/keppni/sýninga c) Folald undan ungum efni- legum hryssum (3ja vetra) en hlifa þeim við meðgöngu þar sem það eftir Guðrúnu J. Stefánsdóttur, Hólaskóla, og Vilhjálm Svansson, héraðsdýralækni í Skagafirði getur dregið úr þroska þeirra d) Folald undan hryssum sem verið er að flýta (færa framar á árið) án þess að þær missi úr ár í folalds- eign. Erlendis eru fósturvísaflutningar einnig mikið notaðir til að fá folöld undan gömlum hryssum, oft verð- mætum keppnismerum, sem geta gefið fijógvunarhæft egg en með- ganga misferst hjá af einhverjum ástæðum. Framkvæmd fósturvísaflutninga Samstilling gangferla með hormónagjöf Gangferill hryssnanna sem gefa frjógvuðu eggin (eggjagjafar) og hryssanna sem taka við þeim (egg- þegar) er samstilltur þannig að Fyrsta fósturvísafolaldið, Hnokki, fæddur 11. maí 1997, ásamt fósturmóður sinni, Gránu frá Víðinesi. Foreldrar Hnokka eru Þröm frá Hólum og Cesar frá Vogum. FREYR 1/99 - 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.