Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 36

Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 36
fósturvísirinn hafni í svipuðu legumhverfi og hann kemur úr. Ferillinn frá því samstilling hefst og þar til fósturvísar eru fluttir milli hryssna tekur um það bil einn mánuð. Vorið 1997 var byrjað að sam- stilla gangferil hjá tæplega 30 hryssum með hormónagjöf, progestagen-hormóni, í 9 daga samfellt, byrjað var að samstilla eggþega tveimur dögum síðar en eggjagjafa. Nokkrum dögum eftir samstillinguna gengu allar hryss- umar og höfðu egglos á síðustu dögum hestalátanna. Til að fylgjast með hvenær eggbúin höfðu náð nægjanlegri stærð (> 30 mm) til að halda mætti eggjagjöfunum og til þess að tímasetja egglos; var tekið blóð daglega til mælinga á hormóninu progesteron og hryss- umar vom sónarskoðaðar. Allar hryssumar höfðu egglos á þriggja daga tímabili en eggjajafamir þó tveimur dögum fyrr en eggþegamir eins og til var ætlast. Eggjagjöfum haldið Eggjagjöfunum var haldið undir hest annan hvem dag eftir að í þeim sást eggbú sem hafði náð meira en 30 mm í þvermál. Hverri hryssu var haldið tvisvar til þrisvar sinnum meðan á látum stóð. Tímasetning eggloss Eftir að hryssumar höfðu haft egglos var sónarskoðun hætt og blóð var tekið þar til 3 dögum eftir egglos. Með progersteron mæling- unni og sónarskoðuninni fékkst nákvæm dagsetning á egglosi. Út frá tímasetningu á egglosinu má þannig tímasetja frjógvun og aldur fósturvísanna. Útskolun og flutningur fósturvísa Það er talið æskilegt að flytja fósturvísa 7-8 daga gamla. Skolað var út úr 10 hryssum á þremur dögum er fósturvísamir vom 6-7 daga gamlir. Við útskolunina úr þessum 10 hryssunum, fengust 7 fósturvísar úr 7 hryssum. Sjald- gæft er að fínna fleiri en einn fósturvísi í hverri hryssu, sem er ólíkt því sem gerist í kúm en þar er þekkt að það geti losnað allt upp í 8-10 egg eða fleiri í hvert sinn sem þýðir að hægt er að fá jafnmarga fósturvísa í sömu útskoluninni. Innan klukkustundar eftir að fósturvísunum hafði verið skolað út vom þeir fluttir í aðra hryssu (eggþega) með skurðaðgerð. Skurðaðgerðin er gerð á miðlínu neðan á kvið og krefst góðrar aðstöðu. Þessir 7 fósturvísar vora fluttir í 7 fósturmæður (7 skurð- aðgerðir) og af þeim fundust 5 fóstur lifandi 14 dögum síðar við sónarskoðun. Arangurinn af þessum fósturvisaflutningum vorið 1997 voru 3 lifandi hestfolöld vorið 1998 sem dafna vel. Ein hryssa missti fóstur einhvem tíma á meðgöngu og eitt folald fannst dautt en fullþroska að sjá. Aður en farið var af stað með framkvæmdina fóru tveir starfs- menn Hólaskóla til Newmarket á Englandi í frjósemirannsóknarstöð fyrir enska veðhlaupahestinn og vora þar í starfsþjálfun. Eftir að heim kom var vinnan í höndum starfsmanna Hólaskóla allt fram til þess að átti að flytja fósturvísana. Þegar komið var að útskolunum og skurðaðgerðunum komu tveir dýralæknar frá Newmarket og aðstoðuðu við þær, en þær stóðu yfír í 3 daga. Árangur þessa fyrsta hluta var framar vonum og er sambærilegur við það sem gerist erlendis. Starfsmenn fósturvísaflutningaverkefnisins vorið 1997, talið frá vinstri: Vilhjálmur Svansson dýralœknir, prof William Allen dýralœknir frá Englandi, Rikke Schultz dýralœknir, Cornelia Gerstenberg dýralœknir frá Englandi, Anton Páll Níelsson reiðkennari við Hólaskóla, Víkingur Gunnarsson deildarstjóri Hrossabrautar Hólaskóla og Guðrún Stefánsdóttir kennari Hólaskóla. 32- FREYR 1/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.