Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Síða 37

Freyr - 01.01.1999, Síða 37
Rannsóknir á hrossasjúkdómum Með auknum útflutningi á íslenska hestinum hafa gæðakröfur, þar með taldar heilbrigðiskröfur, aukist á undanfömum ámm. Sjúkdómar sem em óþekktir hérlendis geta orðið mikið vandamál í nýju umhverfi og duldir gallar geta komið fram við nákvæma heilbrigðisskoðun í tengsl- um við sölu. Mikil áhersla er nú lögð á rannsóknir á hrossasjúkdómum sem hafa neikvæð áhrif á markaðs- setningu íslenska hestsins erlendis en þar ber helst að nefna spatt og sumarexem. Höfuðmarkmiðið er að fmna leiðir til fyrirbyggjandi aðgerða þannig að íslenski hesturinn standi undir nafni sem hraustur og endingargóður hestur. Hér á eftir verður gerð grein fyrir stöðu þessara rannsókna og ffamtiðarmarkmiðum. Spatt Árið 1995 hófst rannsókn á spatti í íslenskum hrossum. Rannsóknin miðaði að því að kanna tíðni sjúk- dómsins og leita orsaka hans. Henni er nú að mestu lokið og hafa niður- stöðumar verið kynntar hrossa- ræktendum í Bændablaðinu og Eið- faxa. Tvær vísindagreinar hafa verið skrifaðar um niðurstöður rann- sóknarinnar og þriðja greinin er i fæðingu. Að rannsókninni standa Hólaskóli, Embætti yfirdýralæknir, Tilraunastöðin á Keldum og Dýra- læknaháskólinn í Uppsölum. Spatt er liðsjúkdómur í smáliðum hækils sem einkennist af bijósk- eyðingu eða brjóskhrömun sem síðan leiðir til þess að liðimir kalka saman. Sjúkdómnum svipar því til slitgigtar hjá mönnum en er reyndar að finna í öðrum liðamótum. Smá- liðir hækils era við eðlilegar að- stæður stífir og því hefur það ekki eftir Sigríði Björnsdóttur dýralækni hrossa- sjúkdóma áhrif á hreyfmgar hrossanna þótt þeir kalki saman. Engu að síður getur sjúkdómurinn valdið sársauka og þar með helti. Heltin er oft tímabundin en getur þó líka orðið langvarandi. í mörgum tilfellum kalka liðimir saman án þess að það valdi hross- unum nokkrum óþægindum. Aðaleinkenni sjúkdómsins er aftur- fótahelti sem versnar við beygipróf, þ.e. þegar hækilliðnum er haldið krepptum í eina mínútu. Þetta próf er þó ekki sérhæft fyrir spatt og aftur- fótahelti getur komið ffarn af öðrum orsökum. Kalkanir í liðum má sjá á röntgenmyndum en erfitt er þó að greina fyrstu stig sjúkdómsins (bijóskhrömunina) með þeim hætti. Við greiningu sjúkdómsins er því bæði stuðst við heltipróf og röntgen- myndir. Spatt greindist á röntgenmyndum hjá um þriðjungi þeirra 614 hrossa sem tóku þátt í rannsókninni (reið- hestar á aldrinum 6-12 vetra). Helm- ingur þeirra sem sýndu röntgen- breytingar svaraði beygiprófi en hinn helmingurinn virtist ekkert finna fyrir liðskemmdunum. Tíðni röntgenbreytinga jókst jafnt og þétt með aldri hrossanna, ffá því að vera 18% hjá 6 vetra hrossum og upp í rúm 50% hjá 12 vetra hrossum. Þijár kenningar um orsakir sjúk- dómsins vora prófaðar: í fyrsta lagi hvort spatt stafi af of miklu álgi á ung hross, í öðra lagi hvort sjúk- dómurinn sé arfgengur og í þriðja lagi hvort hann tengist byggingu og/eða hæfileikum hrossa. Ekkert kom ffam sem bendir til þess að mikil notkun eða álag á ung hross hafi áhrif á tíðni sjúkdómsins. Hins vegar komu ffam sterkar vísbend- ingar um að spatt sé háð erfðum. Arfgengi á helti eftir beygipróf reyndist vera um 40%. Tíðni sjúk- dómsins hækkaði nokkuð effir því sem hækilliðurinn var krepptari. Ekkert bendir til þess að sjúk- dómurinn sé tengdur tölti því að góðir töltarar höfðu heldur lægri tíðni en klárgengir og skeiðlagnir hestar. Upplýsingarnar, sem nú liggja fyrir, munu leggja grunninn að því að hægt verði að finna leiðir til fyrirbyggjandi aðgerða. Ljóst er að þar er um langtímamarkmið að ræða þar sem sjúkdómurinn er mjög útbreiddur í íslenska hrossastofn- inum og því verður ekki snúið við í einu vetfangi. Sú þekking sem við búum nú yfir nýtist einnig til að halda tjóninu af sjúkdómnum í lágmarki. Aukin fræðsla dregur úr áhyggjum kaupenda sem opna augu sín fyrir því að hestar geta enst vel þrátt fyrir kalkanir í smáliðum hækils. Næstu skref verða að rannsaka nánar arfgengi sjúkdómsins og hvemig megi nýta kynbætur til að lækka tíðni hans. í samvinnu við Rannsóknastofu i erfðatækni við Landbúnaðarhá- skólann í Uppsölum í Svíþjóð er nú unnið að erfðagreiningu á spatti. Vonir standa til að þannig megi greina veikleika fyrir sjúkdómnum FREYR 1/99 - 33

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.