Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1999, Side 41

Freyr - 01.01.1999, Side 41
r Frá Utflutnings- og markaðsnefnd hrossa Á árunum 1993 og 1994 fór fram mikil umræða um að breyta þyrfti lögum um útflutning hrossa. Þá- gildandi lög voru frá árinu 1958 og í raun var stofn þeirra enn eldri. Nokkrar smærri breytingar höfðu verið gerðar á lögunum en í raun voru þau ljarri því að taka nægjan- legt tillit til þeirrar breytinga sem orðið höfðu á starfsumhverfi út- flytjenda. Því ákvað landbúnaðar- ráðherra að skipa nefnd til að endurskoða lögin og má sjá afrakstur þeirrar vinnu í lögum nr. 161/1994 um útflutning hrossa. Til að gera Ianga sögu stutta má segja að megin brevtingin hafi falist í því að einfalda útflutning og gera hann auðveldari. Ein nýjungin í lögunum voru ákvæði um útflutnings og markaðs- nefnd. I 6. gr. segir svo um hlutverk nefndarinnar að hún "... hafi það hlutverk að vera ráðgefandi um mál- efni er snerta útflutning á hrossum og gera tillögur um ráðstöfun á eftirstöðvum útflutningsgjalds, sbr. 5. gr. Bændasamtök íslands, Félag hrossabænda, yfírdýralæknir og hrossaútflytjendur skulu tilnefha aðila í nefndina en ráðherra skipar formann án tilnefningar." I nefndina vom síðan skipaðir; Kristinn Hugason, Bergur Pálsson, Brynjólfur Sandholt, Ema Amardóttir og Sveinbjöm Eyjólfsson. í reglugerð nr. 220/1995 um sama efni segir nánar fyrir um verkefni nefndarinnar í 20. gr. Hlutverk útflutnings- og mark- aðsnefndar er m.a.: a) að vera ráðgefandi um málefni er varða útflutning á hrossum. b) að hafa tiltækar upplýsingar um lög og reglur helstu viðskipta- eftir Sveinbjörn Eyjólfsson formann nefndarinnar landa varðandi innflutning á hrossum frá íslandi. c) að auðvelda útflutning og markaðssetningu á íslenskum hrossum, m.a. með því að ná fram breytingum á innflutningshindr- unum í öðmm löndum. d) að stuðla að samstarfí þeirra sem kynna íslensk hross og annarra er kynna íslenskar vörur og þjónustu. e) að leita hagkvæmustu leiða við markaðssetningu hrossa. f) að hafa yfimmsjón með út- flutningssjóði og gerð samninga við þá aðila er sjóðurinn skiptir við. Eins og sjá má er hlutverkið stórt og því ljóst að áherslur ráðast nokkuð af getu og áhuga nefndarmanna. Megináherslur í störfum nefhdarinnar fram að þessu hafa verið að kortleggja eða gera sér grein fyrir styrk og veikleika útflutnings á hrossum og reyna að finna leiðir til að styrkja þá markaðssetningu sem nú þegar er stunduð. Nefndin hefur leitað til fjöl- margra aðila og reynt eftir fongum að styðja við verkefni sem nýst geta í markaðssetningu. Þar er bæði átt við félagssamtök, stofnanir og einstakl- inga. Þá hefur mjög stór hluti starfans farið í umsjón með útflutningssjóði, samninga við þá aðila er sjóðurinn skiptir við, yfirlestur umsókna og gerð tillagna til landbúnaðarráðherra um hvað sjóðurinn hefiir styrkt hveiju sinni. Nefhdin hefur átt ágætt samstarf við markaðsfulltrúa Félags hrossabænda, sem situr fundi hennar og aðstoðar við mörg störf. Á borði markaðsfulltrúans em mjög margar og mikilvægar upplýsingar um stöðu ýmissa markaða, ásamt upplýsingum um lög og reglur og þær hindranir sem þarf að yfirstíga á hinum ýmsu mörkuðum. Nefndin hefur komið að mörgum verkefnum, stómm og smáum, en hér verða eftirtalin verkefni nefhd: a) Umsjón með útflutningssjóði. Nefndin hefur yfirfarið mjög mikinn fjölda umsókna um styrk úr sjóðn- um. Nú hefur verið úthlutað úr sjóðnum fimm sinnum en því miður hefur einungis verið unt að verða við litlum hluta þeirra umsókna sem sjóðnum hafa borist. Með fylgir listi yfir þá er fengið hafa styrk úr sjónum og til hvaða verkefna. Þá hafa verið gerðir samningar við Bændasamtök íslands og Tilraunastöðina á Keldum vegna vinnu sem nefndin greiðir vegna útflutnings á hrossum. Nefhd- in hefur staðið fyrir gerð nýrra vott- orða vegna útflutnings á hrossum og átt mjög gott samstarf við dýralækna víða um land vegna gæðaskoðunar og heilbrigðisskoðunar á hrossum. b) Virðisaukaskattur á útflutning hrossa. Nefndin hefúr beitt sér fyrir samræmdri skattalegri meðferð á útflutningi hrossa. Á árunum 1996 og 1997 átti nefhdin nokkra fúndi með fulltrúum rikisskattstjóra þar sem farið var yfir málið og gerð grein fyrir því að hrossaviðskipti fara fram með mörgu og misjöfnu formi. Ymist er um að ræða sölu á hrossum eða þjónustu, FREYR 1/99 - 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.