Freyr - 01.01.1999, Qupperneq 42
nema hvort tveggja sé, og oft var
ekki sama túlkun eftir skattaumd-
æmum. í framhaldi af þessum áhuga
nefndarinnar hefúr ríkisskattstjóri nú
gefið út samræmdar reglur um
skattalega meðferð á hrossa-
viðskiptum.
c) Kröfur um heilbrigði hrossa.
Nefhdin hefúr frá upphafi reynt að fá
felldar niður kröfúr um blóðpróf
vegna hinna ýmsu sjúkdóma sem
aldrei hafa fúndist á íslandi. I árs-
byijun 1997 felldi Evrópusambandið
niður kröfú um svokallað "coggings
test" en þess hefúr verið krafist mjög
lengi. Var sá áfangi mjög gleðilegur.
Jaffiffamt hefúr verið unnið ötullega
að því að fá Amerikumarkað til að
minnka þær kröfur sem þar eru
gerðar um blóðpróf og einangrun.
Töluverður árangur hefur náðst,
bæði fyrir tilstilli yfirvalda og
einstaklinga. Smitandi hitasótt í
hrossum á þessu ári varð þó ekki til
að aðstoða við þetta erfiða mál.
d) Markaðskönnun. Útflutn-
ings- og markaðsnefnd í samvinnu
við Félag hrossabænda fram-
kvæmdi markaðskönnun á fyrri
hluta ársins 1997. Spumingar vom
sendar út með Eiðfaxa Intemational
og er nú rétt lokið við að gera
könnunina upp. Niðurstöðumar,
sem eru mjög áhugaverðar, vom
kynntar víða í blöðum og á
samráðsfúndi fagráðs í hrossarækt
14. nóvember 1997.
e) Alþjóðleg ráðstefna um
markaðsmál. Nefúdin hélt alþjóð-
lega ráðstefnu um markaðsmál að
Hrafnagili í Eyjafirði í júlí 1998.
Ráðstefnan var haldin í beinu
framhaldi af landsmóti hestamanna
á Melgerðismelum. Framkvæmd og
undirbúningur ráðstefnunnar var í
höndum Brynjólfs Sandholt, Emu
Amardóttir, en hennar var hug-
myndin, og Hulda G. Geirsdóttir,
markaðsfulltrúa Félags hrossa-
bænda. Frummælendur á ráðstefn-
unni komu ffá Svíþjóð, Danmörku,
Þýskalandi, Englandi, Bandaríkj-
unum og íslandi. Ráðstefnan tókst
mjög vel en þátttakendur hefðu mátt
vera fleiri. í máli ffummælenda
kom ffam að áherslur á markaði era
býsna mismunandi og hinn gullni
meðalvegur vandrataður. Útdráttur
úr erindum ffummælenda hafa verið
birtir víða og kynntir á fundum með
hrossabændum, sjá grein eftir
Brynjólf Sandholt í þessu blaði.
f) Smitandi hitasótt í hrossum.
Fulltrúar nefndarinnar fylgdust vel
með vinnu yfirvalda vegna hita-
sóttarinnar sem geisaði á síðasta
ári. Formaður var ávallt kallaður á
fúndi í "stuðningshópi" yfirdýra-
læknisembættisins og þar mættu
einnig flestir aðrir nefndarmenn en
þá oftast í krafti annarra embætta
sinna. Mikil markaðsvinna bíður
vegna hitasóttarinnar og ljóst er að
endanleg áhrif hennar koma ekki
fram fýrr en á næstu öld.
Nú fer að líða að því að fyrsta
"kjörtímabil" ÚM verði lokið og við
þau tímamót er eðlilegt að sest verði
niður og árangurinn skoðaður.
Þjónar nefndin tilgangi sínum?
Hafa fjármunir útflutningssjóðs nýst
sem skyldi? Þessar og viðlíka
spumingar er rétt að ræða við valinn
hóp þeirra er að búgreininni koma
og aðra er vilja taka þátt í þeim
skoðanaskiptum. Nefndin stefnir að
því að boða til fúndar á vordögum
og era áhugasamir beðnir að fýlgjast
glöggt með þeirri fúndarboðun.
Að lokum er birtur hér listi yfir
þau verkefni sem sjóðurinn hefur
styrkt, hver ber ábyrgð á verkefninu
og hver staða verkefnisins er:
1. Plús Film, kr. 500 þús., vegna
myndar um íslenska hestinn. Styrk-
urinn hefúr allur verið greiddur og
myndin komin í dreifingu.
Ábyrgðarmaður er Sveinn Sveins-
son.
2. EDDA HESTAR, kr. 500 þús.,
vegna markaðsetningar á hrossum í
Kanada og í USA. Verkefninu lokið
þó að ýmislegt hafi orðið til að tefja
framgang þess og styrkurinn hefúr
verið greiddur. Ábyrgðarmaður er
Ólöf Guðmundsdóttir.
3. Árbakki, hrossaræktarbú, kr. 300
þús., til kynningar á íslenska hest-
inum í miðvestumkjum USA. Verk-
efninu lokið, styrkur greiddur og
Reynt hefur verið aö fá felldar niður kröfur um blóðpróf vegna sjúkdóma
sem aldrei hafa fundist á íslandi.
38- FREYR 1/99