Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 47

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 47
Rannsókn á félagshegðun íslenska hestsins Vorið 1997 hófst rannsókn á félagshegðun fylfullra og geldra hryssna, tryppa og geldinga í stóði á Skáney í Reykholtsdal. Að rannsókninni stóðu Hrefna Sigurjónsdóttir dósent í Kennaraháskóla Islands, Anna Guðrún Þórhallsdóttir dósent við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, Ingimar Sveinsson kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og Machteld van Dierendonck sjálfstætt starfandi sérfræðingur frá Hollandi. Vísindasjóður, Kennaraháskóli Islands, Bændaskólinn á Hvann- eyri og hjónin á Skáney styrktu rannsóknina. Vonast er til að rannsókninni verði haldið áfram næsta sumar. Mjög lítið hefur verið gert að því að rannsaka hegðun íslenska hestsins á kerfísbundinn hátt og er markmið rannsóknarinnar að bæta að nokkru þar úr. Hegðun allra hestanna í stóðinu var skráð með hjálp tölvu allan sólarhringinn frá 16. maí þar til 18. júni eða í 488 klst. og hluta hópsins til 22. júní. Áhersla var lögð á að tímamæla hegðun hryssnanna og skrá tíðni mismunandi samskipta milli allra einstaklinga stóðsins og skrá hverjir komu við sögu í hvert skipti. í stóðinu voru 34 einstakl- ingar auk 9 folalda sem bættust við á tímabilinu. Auk þessa var staðsetning allra skráð á 30 mín. fresti. Sérstök áhersla var á að rannsaka hegðun sem flokkast undir íhlutun, þ.e.a.s. þegar einn blandar sér í samskipti annarra eða ver einhvern fyrir ágangi. Slik hegðun er þekkt meðal ís- lenskra hesta en henni hefur ekki eftir Hrefnu Sigur- jónsdóttur dýraatferlis fræðing verið lýst meðal annarra hesta- kynja. Greiningu gagnanna er ekki að fullu lokið en engu að síður hefur margt mjög áhugavert komið í Ijós. Hestamir höfðu mikil samskipti; þeir kljáðust, léku sér, ógnucjú hver öðmm, slógust, sýndu ýmiss konar kynhegðun og skiptu sér af öðram sem vora að leika sér eða kljást og einnig vörðu sumir merar með ung folöld. Hrossin vora misjafnlega vina- mörg (1-7) en vinátta var metin út frá því hversu mikið og við hverja þau kljást og í ljós kom að skyld- leiki hefur áhrif á vináttusam- böndin. Þeir sem léku sér mest vora geldingar og veturgömul hest- tryppi, síðan komu folöldin en merartryppin léku sér mjög lítið og fullorðnu meramar svo að segja ekkert. Tryppin og geldingarnir léku sér aðallega við þá sem þeir kljáðust mest við. Reiknuð var út virðingaröð sem byggð var á bæði ógnunaratferli og merkjum um undirgefni. Meramar ríktu nær undantekningarlaust yfír geldingunum og tryppunum og dýr af sama hópi (kyn, aldur) höfðu svipaða stöðu í virðingaröðinni. Jákvæð tengsl vora á milli stöðu í virðingaröð og aldurs. Að jafnaði hafði það ekki áhrif á stöðu í virðingaröðinni að eignast folald en Rannsóknin var unnin á Skáney, Reykholtsdal. Hryssur ogfolöld á góðum degi. Ljósmyndari.Hrefna Sigurjónsdóttir. FREYR 1/99 - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.