Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 51

Freyr - 01.01.1999, Blaðsíða 51
verið að vinna í því nú þessa dag- ana og fer vonandi að sjá fyrir endann á þeirri vinnu. Hafist var handa á árinu um nýja útgáfu á Feng. Fagráð hefur fylgst með því verki og rætt um það og komið með ábendingar. Þessi nýja útgáfa er senn tilbúin. Nokkrir styrkir voru veittir úr stofnvemdarsjóði til kaupa á stóðhestum. Búið er að breyta lögum um sjóðinn, að vísu er eftir að setja reglugerð, svo að hægt verði að útvíkka hlutverk hans í þágu hrossaræktarinnar. Fagráð samþykkti á árinu að ekki væri hægt að reikna með því sem vísum hlut að styrkur eða lán fengist vegna stóðhestakaupa. Gæðastjórnun er hugtak sem heyrist oft í dag. Ég tel nauðsynlegt að hrossabændur séu þátttakendur í því ferli. Fagráð fól rannsóknar- og kennslunefnd að vinna álitsgerð, sem yrði gmnnur að mótun heild- stæðrar gæðastefnu í öllum grein- um hrossaræktarinnar. Hér er m.a. verið að tala um einstaklingsmerk- ingar, nýtt og endurbætt skýrslu- hald sem tryggir áreiðanleika, heil- brigðseftirlit og skynsamlega land- nýtingu. Ekki verður farið ítarlegra í þetta hér því að Víkingur Gunnarsson mun kynna álitsgerð þessa á samráðsfundi. Á árinu var ákveðið að breyta fyrirkomulagi á vali á ræktunar- manni ársins. Fram til þessa hafði verið stuðst við stigunarkvarða sem búin var til þegar byrjað var á þessari veitingu. Hann þótti hafa ýmsa galla. Þess vegna var ákveðið að fagráð skyldi ákveða hver hlyti titilinn með atkvæðagreiðslu eða öðram hætti. Erindi barst frá Bændasamtökum íslands um ný búnaðarlög og áherslur í búQárræktarstarfsemi. Fagráð var beðið um að taka saman yfirlit um kynbótastarfið, setja upp áætlun um kynbótastarfíð næstu ár og forgangsraða verkefnum m.t.t. íjármögnunar. Greinargerð hefur verið unnin og var fagráð á einu máli um að íjármagn til skýrslu- halds skyldi hafa forgang. Glæsilegt landsmót var haldið á árinu. Ég tel að framkvæmdastjóm þess hafi staðið sig mjög vel, þó svo hún hefði mótbyr lengst af. Landsmótin era gífurlega mikilvæg fyrir hrossabúskapinn í landinu. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri breytingu sem verið er að gera á landsmótshaldi, en ekki tímabært að álykta þar um strax. Okkur miðar öragglega áfram í ræktunarstarfmu, ég vil hins vegar að við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að taka upp dóma fyrir fet og jafnvel sérstakan dóm fyrir hægt tölt. Á að dæma vilja og geðslag saman og gefa eina einkunn fyrir þá þætti? Gagnlegt væri að ræða þetta í ræktunar- nefndinni hér á aðalfundinum. Ég hef reynt að nefna það helsta sem fagráð hefur fengist við á árinu. Ég vil minna á að allar fundargerðir eru sendar til aðildarfélaga okkar og víðar. 2.2 Fundir með landbúnaðar- ráðherra. Formaður og markaðsfulltrúi funduðu nokkrum sinnum með ráð- herra á árinu. Rædd voru hitasóttar- mál, fjármál og önnur hagsmunamál greinarinnar. Auk þess var fundað með formanni landbúnaðamefndar um fjármögnun félagsstarfsins og ffamgang annarra hagsmunamála. 2.3 Framleiðsluráð land- búnaðarins. Formaður hætti setu í Fram- leiðsluráði á árinu. Við tók Ármann Ólafsson í Litla-Garði. Unnið er að breytingum á ráðinu sem miða að því að gera þessa starfsemi skilvísari og ódýrari. Hugsanlega kemur til greina sameining að hluta við Bændasamtök íslands. Ármann hefur tekið þátt í þessari vinnu. 2.4 Búnaðarþing. Búnaðarþing var sett B. mars. Formaður sat þingið í upphafí en varð síðan að hverfa frá af persónulegum ástæðum og við tók Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfu- nesi. Þeir fylgdu eftir málefnum hrossabænda eftir því sem við átti. III. Reiðhrossa- verðlaunin 3.1 Útflutningur hrossa 1997 Heildarútflutningur hrossa árið 1997 var 2.566 hross. 3.2 Útflutningur hrossa 1998 Heildarútflutningur sem af er þessu ári (þegar miðað er við 1. nóv.) er um 1700 hross. Sjá nánari umfjöllun um reiðhrossaverslun í skýrslu markaðsfulltrúa. 3.3 Útflutningssjóður og starf útflutnings- og markaðsnefndar. Formaður situr í útflutnings- og markaðsnefnd fyrir hönd félagsins. Fjöldi funda var haldinn á árinu og vora helstu verkefni nefndarinnar, auk úthlutuna úr útflutningssjóði, að vinna að skatta- og tollamálum, auk hitasóttarmála. Einungis var úthlutað einu sinni úr sjóðnum á árinu þar sem engar tekjur komu inn í sjóðinn á meðan útflutnings- bannið stóð. í þeirri úthlutun hlutu eftirtaldir styrki: Sigurbjörn Bárðarson/Axel Ómarsson til áframhaldandi markaðsstarfa í USA, 750 þús. kr. Stak ehf. til uppbyggingar Faxa vefsins 750 þús. kr. Félag hrossabœnda til markaðs- starfa-markaðsfúlltrúa, 1.250 þús. kr. FREYR 1/99 - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.